Hjólað um hlíðar Prosecco á Ítalíu

Prosecco hæðirnar og nágrenni bjóða upp á dásamlega hjólaupplifun í fallegu landslagi vínekra og heillandi bæja. Farið verður í spennandi dagsferðir um sögufræga staði og mögnuð landbúnaðarhéruð. Við dveljum í töfrandi bænum Bassano del Grappa þar sem fornar byggingar endurreisnartímabilsins gefa bænum heillandi yfirbragð. Eitt merkilegasta héraðið á þessum slóðum er Prosecco, eitt stærsta vínekruhéraðið í þessum hluta Ítalíu, og þar munum við að sjálfsögðu bragða á afurðum svæðisins. Við heimsækjum þorpið Asolo sem er hjartað í magnaðri náttúruumgjörð og hjólum fram hjá lundum kirsuberjatrjáa á leiðinni til Breganze sem er þekkt fyrir frábær vín. Hjólum einnig Ezzelini hjólastíginn með fram Muson ánni og að bænum Castelfranco Veneto þar sem gaman er að skoða meistaraverk fræga endurreisnarmálarans Giorgione í dómkirkju bæjarins. Í ferðinni er einn skipulagður frídagur og þá er til dæmis hægt að fara til Feneyja en þangað er aðeins einnar klukkustundar lestarferð. Þessi Ítalíuferð er einstök hjólaupplifun sem mun skilja eftir sig góðar minningar.

Verð á mann 399.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 31.900 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Play Air og flugvallaskattar. 
 • Ferðir á milli flugvallarins í Feneyjum og hótelsins.
 • Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 4* hótelum.
 • Morgunverðir allan tímann á hóteli.  
 • Fjórir kvöldverðir á hóteli. 
 • Vínsmökkun ásamt léttu snarli í Breganze.
 • Prosecco smökkun ásamt léttu snarli.
 • Grappa smökkun í Bassano.
 • Innlend staðarleiðsögn í hjólaferðum.
 • Vínsmökkun í Breganze.
 • Aðgangur að Villa Contarini.
 • Rafhjól í 6 daga.
 • Hjóladagskrá.
 • Rútuferðir til baka frá stöðum samkvæmt dagskrá.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir og þrír kvöldverðir. 
 • Þjórfé.
 • Ferða- og forfallatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Undirbúningur

Dagleiðirnar í þessari hjólaferð spanna um 40 - 65 km. Ferðahraðinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að upplifa umhverfið og njóta þess sem fyrir augu ber. Við ráðleggjum fólki r að fara í nokkra lengri dagstúra og festa kaup á gelhnakki eða hjólabuxum. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir hjólaferð af þessu tagi og fólk nýtur sjálfrar ferðarinnar betur ef það æfir og undirbýr sig vel fyrir ferðina. Vinsamlegast athugið að ef þátttakendur hafa ekki þá getu sem nauðsynleg er fyrir hjóladaga ferðarinnar getur fararstjórinn farið fram á að viðkomandi sleppi einhverjum degi/dögum. Í staðinn er hægt að nýta sér aðstöðu hótelsins eða fara í hjólaferðir á eigin vegum.

Tillögur að dagleiðum

Bjarni Torfi Álfþórsson fararstjóri er reyndur hjólamaður og mun hann skipuleggja hjólaferðirnar eftir aðstæðum hverju sinni í samráði við enskumælandi innlendan leiðsögumann sem fylgja mun hópnum alla hjóladagana. Eftirfarandi eru leiðarlýsingar til viðmiðunar fyrir hjóladagana sem fararstjóri getur skipulagt eftir eigin höfði ásamt því að breyta eða bæta við þeim stöðum. 

1. september | Flug til Feneyja & Bassano del Grappa

Flogið verður með Play til Feneyja þann 1. september. Brottför frá Keflavík kl. 14:45 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Feneyjum kl. 21:05 að staðartíma. Þaðan verður ekið til Bassano del Grappa en þangað er um 85 km akstur.

Opna allt

2. september | Valsugana hjólastígurinn

Í dag flytur rúta okkur til Borgo Valsugana sem er yndislegur bær og höfuðstaður samnefnds dals sem umkringdur er Ölpunum. Hjólum frá Borgo Valsugana um fallegan hjólastíg með fram Brenta ánni og njótum fallegs landslags ræktaðra túna og eplatrjáa allt í kringum okkur. Í Valstagna fræðumst við um fornar hefðir tengdar ánni og hjólum svo til baka á hótelið.

 • Vegalengd: 55 km
 • Hækkun: 200 m
 • Erfiðleikastig: létt

3. september | Marostica & Breganze

Við hjólum af stað og tökum stefnuna á Marostica þar sem annað hvort ár er teflt manntafl, í orðsins fyllstu merkingu, á stóru taflborði á torgi miðbæjarins. Á sléttlendinu fyrir neðan sjást smáhallir af ýmsum gerðum. Hjólum áfram fram hjá lundum kirsuberjatrjáa til Breganze sem er þekkt fyrir frábær vín og þá sérstaklega hið fræga Torcolato dessertvín. Í Breganze bíður okkar vínsmökkun og snarl, að sjálfsögðu framleitt úr afurðum héraðsins, áður en haldið verður til baka á hótelið. Kvöldverður á eigin vegum.

 • Vegalengd: 45 km
 • Hækkun: 270 m
 • Erfiðleikastig: létt

4. september | Asolo & Prosecco vínleiðin

Nú liggur leið okkar um Grappa fjallsræturnar, á milli Bassano og Asolo. Hjólum upp að Borso del Grappa þar sem mikilfengleiki Monte Grappa tekur á móti okkur. Dáumst einnig að fallegu útsýninu yfir Asolo hæðirnar þar sem við stoppum hjá víngerð og gæðum okkur á glasi af dýrindis Asolo Prosecco. Tökum því næst stefnuna á litla þorpið Asolo. Þar hefur fornt yfirbragð bygginga og mannlífs varðveist í ótrúlega fallegu umhverfi sem öldum saman hefur veitt listamönnum, skáldum og rithöfundum innblástur.

 • Vegalengd: 60 km
 • Hækkun: 600 m
 • Erfiðleikastig: meðalerfitt

5. september | Frídagur

Í dag er frjáls dagur sem hver og einn getur nýtt eins og honum líkar best. Það væri til dæmis hægt að fara til Feneyja en þangað er aðeins einnar klukkustundar lestarferð. Kvöldverður á eigin vegum.

6. september | Castelfranco Veneto & Cittadella

Við hjólum í dag frá Bassano eftir sveitavegum þar til við komum að Ezzelini hjólastígnum en hann er tileinkaður Ezzelini fjölskyldunni sem var ein áhrifamesta fjölskylda svæðisins á miðöldum. Stígurinn liggur með fram Muson ánni og fljótlega erum við komin í fallega bæinn Castelfranco Veneto. Þetta er heimabær fræga endurreisnarmálarans Giorgione og tilvalið er að skoða meistaraverk hans, Castelfranco Madonna, sem staðsett er í dómkirkju bæjarins. Því næst höldum við að borginni Cittadella en þar eru einstakir miðalda virkisveggir sem hægt er að ganga á. Hér skoðum við okkur um áður en við hjólum til baka til Bassano.

 • Vegalengd: 65 km
 • Hækkun: nánast engin
 • Erfiðleikastig: létt

7. september | Brenta áin & Villa Contarini

Við ljúkum einstakri hjólreiðaviku á því að hjóla í rólegheitunum á Brenta hjólastígnum á milli Bassano del Grappa og Piazzola sul Brenta og upplifum sannkallaða náttúruvin með heillandi landslagi. Brenta áin hefur um áraraðir verið ein helsta samgönguleið á milli Alpanna og Adríahafsins, bæði fyrir fólk og vörur. Eitt það merkilegasta sem við sjáum í dag er hið glæsilega 17. aldar glæsihýsi Villa Contarini sem er gott dæmi um hýbýli aðalsmanna. Kvöldverður á eigin vegum.

 • Vegalengd: 40 km
 • Hækkun: nánast engin
 • Erfiðleikastig: létt

8. september | Heimflug frá Feneyjum

Nú er komið að lokum en flogið verður heim með Play frá Feneyjum kl. 22:05. Lending á Íslandi kl. 00:40 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er fæddur 1960, menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur. Hann starfaði í átta ár í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, þrjú ár sem grunnskólakennari og í 11 ár í hugbúnaðargeiranum. Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Hótel

Bonotto Hotel Belvedere

Gist verður á 4* hótelinu Hotel Belvedere í bænum Bassano del Grappa. Hótelið er staðsett í Brenta dalnum. Herbergin eru með baði/sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, Wifi tengingu og öryggishólfi.

Vefsíða hótelsins.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790
Póstlisti