Gengið við Comovatn

Comovatnið á Ítalíu býr yfir einstakri náttúrufegurð. Vatnið er við rætur Alpafjalla og hefur verið eftirsótt af hefðarfólki frá fornu fari og enn er það svo að ríka og fræga fólkið sækir þangað. Í þessari ferð verður gengið eftir aldagömlum samgönguleiðum sem lágu með fram Comovatninu, Via Regina vestan megin, en hana lögðu Rómverjar yfir Alpana, og Sentiero del Viandante austan megin. Ferðin miðar að því að skoða þetta fallega svæði fótgangandi og fá um leið innsýn í líf og menningu við vatnið, í dag sem og fyrr á tímum. Markmið ferðarinnar er að njóta en ekki þjóta. Við sjáum glæsivillur, falleg þorp, mikinn gróður og undursamlegt landslag á göngu um þetta svæði. Farið verður að Villa Balbianello sem hefur verið tökustaður fyrir margar frægar kvikmyndir á borð við James Bond og Star Wars. Einnig verður gengin Sacro Monti leiðin upp á hið heilaga fjall, þar sem göngustígurinn liggur fram hjá 14 kapellum, en þessa gönguleið gekk fólk bæði vegna mikillar náttúrufegurðar og sem hluta af trúarlegri upplifun. Í ferðinni verður Comovatnið skoðað með augum heimamanna en fararstjóri ferðarinnar hefur búið við vatnið í áratugi.

Verð á mann í tvíbýli 374.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 71.600 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
  • Rútuferð til og frá flugvelli
  • Gisting í 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði.
  • Morgunverður allan tímann á hóteli.
  • Fjórir kvöldverðir.
  • Fjórar ferjusiglingar á Como vatni – fram og til baka.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Kostnaður vegna lestarferða, bátsferða og strætisvagna annað en talið er upp undir innifalið.
  • Hádegisverðir og annar tilfallandi kostnaður á göngunum.
  • Þrír kvöldverðir.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Valfrjálst

  • Skoðunarferð um Villa Balbianello u.þ.b. € 40.
  • Aðgangseyrir í Villa Carlotta u.þ.b. € 15.
  • Orrido di Bellano gilið u.þ.b. € 5.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Undirbúningur

Mikilvægt er að þátttakendur séu í góðu gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara t.d. upp að Steini í Esjunni vikulega í u.þ.b. 6-8 vikur fyrir ferð. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar og niður aftur á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.
Vinsamlegast athugið að ef þátttakendur hafa ekki þá getu sem nauðsynleg er fyrir göngur ferðarinnar getur fararstjórinn farið fram á að viðkomandi sleppi einhverjum degi/dögum. Í staðinn er hægt að nýta sér aðstöðu hótelsins eða fara í léttar gönguferðir á eigin vegum.

25. ágúst │ Flug til Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 15:45. Mæting í Leifstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 22:00. Ekið verður til bæjarins Bellagio og má reikna með að aksturinn taki u.þ.b. 2 klst. Bellagio er frægasti bærinn við Comovatnið en hann stendur fremst á samnefndum skaga í ævintýralegu umhverfi.

26. ágúst│ Bellagio

Við byrjum á rólegu nótunum á því að skoða Bellagio og umhverfi okkar. Við skoðum þennan fallega bæ með sínum litlu göngugötum og skemmtilegu verslunum. Bellagio er oft kallaður perla Comovatnsins sökum einstakrar staðsetningar sinnar en skaginn skiptir Comovatninu í 3 arma. Héðan er því útsýni í allar áttir. Við göngum yfir í gamla bæjarhlutann og einnig fremst á tangann þar sem útsýnið opnast yfir vatnið. Sameiginlegur kvöldverður.

  • Lengd: u.þ.b. 8 km
  • Hækkun: 210 m
Opna allt

27. ágúst │ Tremezzina & Villa Balbianello

Í dag höldum við áfram á Greenway del Lago gönguleiðinni og siglum aftur yfir á vesturströndina. Leiðin liggur um litla bæjarkjarna og ólífulundi, með fram glæsilegum villum og fram hjá einu eyjunni á vatninu, Isola Comacina. Í smábænum Ossuccio sjáum við kirkjuturninn sem er tákn Comovatnsins. Gangan endar svo á einum fallegasta stað vatnsins, á Balbianello skaganum þar sem frægasta villan stendur, Villa Balbianello. Garðurinn við villuna er einnig rómaður fyrir fegurð. Hér hafa ýmsar frægar kvikmyndir verið teknar upp, svo sem James Bond, Star Wars og fleiri. Hægt er að bóka skoðunarferð um villuna fyrir fram sem tekur um 1 klst. Það er mjög áhugavert að skoða villuna en hér bjó síðast frægur landkönnuður og safnari. Héðan siglum við svo aftur til baka til Bellagio. Kvöldverður á eigin vegum.  

  • Lengd: u.þ.b. 10,5 km
  • Hækkun: 380 m

28. ágúst │ Sacro Monti gönguleiðin

Við byrjum daginn á skemmtilegri siglingu yfir á vesturströnd vatnsins og göngum á Greenway del Lago gönguleiðinni sem liggur með fram strandlengjunni á einu frægasta svæði Comovatnsins sem kallað er Tremezzina. Við byrjum á því að ganga upp í fjallshlíðina eftir hinni sérstæðu Sacro Monti leið eða upp á hið heilaga fjall. Göngustígurinn liggur með fram 14 litlum kapellum sem byggðar voru á sérvöldum stöðum þar sem þær féllu vel að landslaginu. Þessi gönguleið er skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Gangan endar við kirkju sem tileinkuð er heilagri Maria del Soccorso en líkneski af henni í kirkjunni er talið hafa lækningamátt. Kirkjan stendur í 400 m hæð og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vatnið. Er niður er komið er haldið áfram á Greenway gönguleiðinni um gamla bæinn Mezzegra og síðan til Tremezzo en þar er staðsett hin fræga Villa Carlotta sem hægt er að skoða. Garðurinn þar er glæsilegur og ekki er hún síðri innanhúss þar sem finna má ýmsa listmuni svo sem höggmyndir eftir Canova og Thorvaldsen. Héðan siglum við síðan til baka yfir til Bellagio. Sameiginlegur kvöldverður.

  • Lengd: u.þ.b. 9 km
  • Hækkun: 250 m

29. ágúst │ Sentiero del Viandante gönguleiðin

Nú siglum við yfir á austurstönd vatnsins og göngum á hinni þekktu gönguleið Sentiero del Viandante sem liggur upp í hlíðinni með fram allri austurbrún vatnsins, að meðaltali í um 400 m hæð eða 200 m hæð yfir vatninu. Þessi leið hefur verið notuð í aldanna rás sem helsta samgönguleiðin við vatnið og yfir Alpana. Útsýnið er mjög fallegt og á leiðinni verða á vegi okkar lítil bænahús og sel. Við byrjum í Bellano með því að skoða hið stórbrotna Orrido di Bellano gil, göngum síðan í átt að Varenna og komum að kastalanum sem gnæfir yfir bæinn með ægifögru útsýni. Héðan liggur leiðin síðan niður í móti í hinn litla og fallega bæ Varenna. Eftir stopp þar siglum við aftur yfir til Bellagio. Sameiginlegur kvöldverður.

  • Lengd: u.þ.b. 7 km
  • Hækkun: 320 m

30. ágúst │ Frjáls dagur í Bellagio

Í dag er frídagur í Bellagio. Daginn má m.a. nota til að sigla suður eftir vatninu alla leið til Como, sem er stærsti bærinn við vatnið og sá sem gefur því nafn. Á leiðinni blasir við einstök náttúrufegurð en vatnið þrengist smám saman er sunnar dregur og skógi vaxin fjöllin steypast ofan í vatnið en utan í hlíðunum liggja lítil þorp og glæsilegar villur. Dómkirkjan í miðbænum er einkar glæsileg, sem og aðrar byggingar, en bærinn Como hefur verið frægur fyrir silkiframleiðslu í margar aldir. Kvöldverður á eigin vegum. 

31. ágúst │ Cadenabbia

Á síðasta göngudeginum förum við yfir á vesturhlið vatnsins til Cadenabbia og göngum upp að kapellunni í San Martino fjallinu en þaðan er eitt fallegasta og mesta útsýnið yfir vatnið. Sameiginlegur kvöldverður.

  • Lengd: u.þ.b. 5,5 km
  • Hækkun: 370 m

1. september │ Heimferð

Áður en við kveðjum Bellagio gefst tími til að kíkja í búðir og rölta um bæinn og njóta þess að fylgjast með mannlífinu. Síðdegis verður farið með rútu út á flugvöll í Mílanó, þaðan sem flogið verður heim kl. 23:00. Lent í Keflavík kl. 01:15 að staðartíma aðfaranótt 2. september. 

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Hlíðunum, Reykjavík. Hún kom fyrst til Ítalíu árið 1980 í framhaldsnám og hefur verið þar að mestu leyti síðan, bjó í næstum þrjá áratugi við Como vatn og býr nú til skiptis á Ítalíu og á Íslandi. Hún hefur verið fararstjóri með Íslendinga víðs vegar um Ítalíu og víðar í fjölda ára. Einnig hefur hún unnið sem leiðsögumaður með Ítali á Íslandi.

Hótel

Hotel Florence

Gist er alla vikuna í Bellagio sem er langþekktasti bær Como vatnsins. Hótel Florence er sögufrægt hótel sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi eða í 160 ár! Hótelið er staðsett í hjarta miðbæjarins niður við strandgötuna. Hótel Florence er í upprunalegum, rómantískum stíl og hefur hýst mörg fræg tónskáld, rithöfunda og leikara fyrri tíma. Hótelið er allt með litríkum og fallegum skreytingum, herbergin eru hlýleg og engin þeirra eru eins. Herbergin snúa ekki að vatninu. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti