Hotel Florence

Hotel Florence

Gist er alla vikuna í Bellagio sem er langþekktasti bær Como vatnsins. Hótel Florence er sögufrægt, þriggja stjörnu hótel sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi eða í 160 ár! Hótelið er staðsett í hjarta miðbæjarins niður við strandgötuna. Hótel Florence er í upprunalegum, rómantískum stíl og hefur hýst mörg fræg tónskáld, rithöfunda og leikara fyrri tíma. Hótelið er allt með litríkum og fallegum skreytingum, herbergin eru hlýleg og engin þeirra eru eins. Herbergin snúa ekki að vatninu. 

Vefsíða hótelsins