Á gönguskíðum í Ramsau

Vetrarlandslagið í bænum Ramsau við Dachstein er einstaklega fallegt. Bærinn liggur á Ramsauer hásléttunni í 1000 –1300 m hæð og tignarlegir hvítir alpatindar gnæfa yfir til suðurs. Svæðið, sem er snjóöruggt og sólríkt, er með betri skíðagöngusvæðum Alpanna. Skíðagöngubrautirnar teygja sig yfir þrjú mismunandi hæðarsvæði og því er svo sannarlega hægt að finna brautir við allra hæfi. Gist verður 7 nætur á ekta austurrísku 4* alpahóteli sem býr yfir glæsilegri heilsulind. Skíðagöngubrautir liggja beint við hótelið og stutt er í verslanir og aðra þjónustu. Í þessari ferð fer saman útivist, hreyfing, góður matur og skemmtilegur félagsskapur í sannkölluðu ævintýralandslagi. Flogið er með Icelandair til Salzburg og ekið sem leið liggur til Ramsau en þangað eru um 90 km. 

Gist er á nýuppgerðu glæsilegu hóteli en vorið 2024 voru herbergin, móttakan og matsalurinn endurnýjuð.

Í þessari ferð er ekki skipulögð skíðagöngukennsla og því hentar hún ekki fyrir byrjendur. 

Verð á mann í tvíbýli 389.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 51.900 kr.


Innifalið

  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Ferðir á milli flugvallarins í Salzburg og hótelsins í Ramsau.
  • Gisting í tveggja manna herbergi með baði á fjögurra stjörnu hóteli.
  • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð með heilsuhorni.
  • Fjögurra rétta kvöldverður með valmatseðli, forrétta- og salatbar.
  • Aðgangur að heilsulind hótelsins.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Kaupa þarf sérstakt kort fyrir gönguskíðabrautir svæðisins (vikukort u.þ.b. € 54).
  • Aukagjald fyrir skíði í flug.
  • Hádegisverðir.
  • Forfalla- og ferðatrygging.
  • Þjórfé.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Nánar um ferðina

Í ferðinni verða tveir fararstjórar sem munu vera með skipulega dagskrá, boðið verður upp á styttri og lengri ferðir og gjarnan staldrað við í hádegi á notalegum veitingastað. Þeir sem vilja frekar njóta þess að skíða á sínum eigin forsendum í dásamlegu umhverfi gera það. Markmiðið er að allir njóti sín á gönguskíðum við góðar aðstæður.

Skíðasvæðið

Ramsau er snotur 2.800 íbúa bær sem liggur við rætur Dachstein jökulsins. Bærinn stendur á bjartri og sólríkri hásléttu sem er eins og risastór verönd hátt í fjöllunum. Þetta snjóörugga svæði er með sérlega góðar og fjölbreyttar skíðagöngubrautir sem spanna samtals um 220 km og liggja á þremur mismunandi hæðarsvæðum; Ramsauer Hochplateau í 1.200 m hæð, Almenregion í 1.700 m hæð og Dachsteingletscher í 2.700 m hæð yfir sjávarmáli. Allar þessar brautir hafa fengið gæðastimpil austurríska svæðisins Steiermark. 

Vefsíða Dachstein svæðisins.

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Salzburg þann 1. febrúar. Brottför frá Keflavík kl. 8:00 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Salzburg kl. 12:50 að staðartíma. Frá flugvellinum í Salzburg eru um 90 km til Ramsau svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki um 1,5 klst.  Á brottfarardegi er flogið heim kl. 14:00 frá Salzburg. Lending á Íslandi kl. 17:25. 

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Steinunn H. Hannesdóttir

Steinunn H. Hannesdóttir er M.Sc íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands. Eftir nokkur ár við skólakennslu og fleira tóku við almenningsíþróttir á líkamsræktarstöðvum og þjálfun hlaupahóps á Seltjarnarnesi í mörg ár. Hún hefur starfað við heilsuþjálfun á Reykjalundi síðan 2010. Áherslan og áhuginn er á gönguferðum og útivist, gönguskíðum og almennri hreyfingu. Steinunn hefur verið fararstjóri í skíðagönguferðum Bændaferða síðan 2006 og í útivistarferðum síðan 2012.

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir er fædd árið 1975 og ólst upp á sveitabæ norðan Vatnajökuls innan um kindur og hreindýr. Hún er menntuð í fjölmiðlafræði og ljósmyndun og starfaði lengi fyrir útgáfufélagið Birtíng sem blaðamaður og ljósmyndari. Hún útskrifaðist úr Leiðsöguskólanum vorið 2022 úr göngu- og almennri leiðsögn og tekur bæði að sér almenna rútuleiðsögn og fjallgöngur. Ragnhildur hefur mikinn áhuga á útivist, stundar fjallgöngur, utanvegahlaup og gönguskíði. Þá hefur áhugi hennar á jarðfræði aukist mikið á undanförnum árum og hún hefur gengið fjölda ferða að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli með erlenda ferðamenn. Að auki hefur Ragnhildur verið fararstjóri í gönguferðum bæði á Ítalíu og Tenerife. Ragnhildur býr nú í Hafnarfirði, er gift og á tvo syni, og starfar við leiðsögn, fararstjórn og ljósmyndun. 

Hótel

Hotel Matschner í Ramsau Skíðaferð

Gist verður allar næturnar á Hotel Matschner en hótelið er nýuppgert og glæsilegt (gert upp vor 2024). Þetta hlýlega fjölskyldurekna 4* hótel í bænum Ramsau er vel staðsett, en skíðagöngubrautirnar liggja beint fyrir utan hótelið. Á hótelinu eru hugguleg herbergi með baði/sturtu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og netaðgangi. Öll herbergin eru reyklaus og með svölum. Á hótelinu er bar og verönd þar sem upplagt er að hittast og eiga notalega stund. Gestir hafa aðgang að stórri heilsulind sem er tengd við hótelið með undirgöngum. Þar er hægt að slaka á eftir góðan skíðadag. Í heilsulindinni er m.a. að finna innisundlaug, setlaug, barnalaug og 600m2 saunasvæði með ýmis konar gufuböðum. Enn fremur er hægt að bóka ýmsar tegundir af nuddi gegn gjaldi.


Vefsíða hótelsins.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

 

Tengdar ferðir




Póstlisti