Hótel Laugarbakki

Hótel Laugarbakki

Hótel Laugarbakki er 3 stjörnu hótel á bökkum Miðfjarðarár í Vestur-Húnavatnssýslu. Á hótelinu eru 56 herbergi sem öll eru útbúin sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, sloppum og þráðlausri nettengingu. Gestir hafa aðgang að heitum pottum. Á hótelinu er veitingastaðurinn Bakki þar sem lögð er sérstök áhersla á að bjóða mat úr héraði en einnig er hægt að eiga notalega stund í setustofu barsins. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Hótel Laugarbakki er staðsett í blómlegri sveit, umlukið fagurri náttúru.

Skoða Hótel Laugarbakka nánar.