Hótel Grüner Baum

Hótel Grüner Baum

Gist verður á 4* hótelinu Grüner Baum sem staðsett er í miðbæ Brixen við ána Eisack og stutt frá ármótum Eisack og Rienz ánna. Hótelið er með smekkleg og björt herbergi sem öll eru með gervihnattasjónvarpi, hárþurrku, síma, nettengingu, öryggishólfi, míníbar og loftkælingu. Á hótelinu er að finna inni- og útisundlaug, sólbaðsaðstöðu, heilsulind, líkamsrækt, tyrknest bað, sauna og nuddpott þar sem gestir geta látið líða úr sér og endurnært bæði líkama og sál. Hægt er að panta sér nudd og líkamsmeðferðir gegn gjaldi. 

Skoða vefsíðu Grüner Baum.