Hotel Alpenwelt

Hotel Alpenwelt

Hotel Alpenwelt er 3*+ alpahótel í austurrískum stíl. Hótelið er heimilislegt með 48 herbergjum og eru öll herbergin með sturtu/baðkari, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku, míníbar, síma og nettengingu. Öll herbergin eru með svölum. Á hótelinu er einnig heilsulind með mismunandi gufuböðum og svæði þar sem gott er að slappa af eftir góðan dag í fjöllunum. Í kjallara hótelsins er að finna skíðageymslu með upphitaðri skógeymslu. Hótelið er staðsett á rólegum stað, stutt ganga er í nærliggjandi verslanir, aprés-ski bari, pósthús og apótek. Það tekur einungis nokkrar mínútur að ganga að næstu skíðalyftu á svæðinu og einnig er hægt að taka frían skíðastrætó sem stoppar við hótelið á nærliggjandi skíðasvæði.

Vefsíða hótelsins.
Póstlisti