Sigrún fararstjóri

Sigrún fararstjóri


Sigrún Valbergsdóttir 2014.jpgSigrún Valbergsdóttir
er fædd í Hafnarfirði og alin upp í Reykjavík. Sem barn dvaldi hún öll sumur í Svarfaðardal en á unglingsárunum rak móðir hennar sumarhótel í Grundarfirði og þar gekk hún um beina á daginn en upp til fjalla þegar kvöldaði.

Eftir stúdentspróf frá Verzlunarskólanum og leikarapróf frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins fluttist hún ásamt manni sínum og syni til Þýskalands, þar sem þau dvöldu í tæpan áratug við nám og störf. Við háskólann í Köln lagði Sigrún stund á leikhúsfræði og þjóðháttafræði. Á Þýskalandsárunum lagði hún stundum land undir fót og gekk nokkrar dagleiðir um strjálbýl svæði í Eifelhæðum og í Bergischem Land.

Eftir heimkomuna hefur hún einkum starfað sem leikstjóri og sett upp yfir 50 leikrit, en einnig komið að leiklistar- og menningarmálum sem framkvæmdastjóri, kynningarstjóri, þáttastjórnandi, rithöfundur, þýðandi og kennari. Í tvo áratugi hefur hún eytt sumrum í óbyggðum sem fararstjóri þýskra og íslenskra gönguhópa, ýmist á Hornströndum eða á Arnarvatnsheiði. Hún hefur einnig leitt íslenska gönguhópa um fjöll og firnindi í Færeyjum. Undanfarin ár hefur hún kennt verðandi gönguleiðsögumönnum í Leiðsöguskóla Íslands.

Sigrún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í aðventuferðum til Þýskalands og Austurríkis, einnig í Gardavatnsferðum og gönguferðum um Austurríki og Færeyjar. 

 


 
Umsagnir farþega um Sigrúnu: 


„Sigrún er ljúf manneskja sem er einstakega fróð og kemur öllu til skila á mannamáli.“
 
„Sigrún er einn albesti farastjóri sem við höfum ferðast með.  Hugsar vel um hópinn, fróð og sagði skemmtilega frá.“
 
„Frábær fararstjóri, fræðandi, aðstoðar eftir þörfum.  Hafði mjög góða samvinnu við bílstjóra.“
 
„Sigrún er frábær fararstjóri. Hún gefur sig 100% í þetta og virðist hafa gaman af, er alltaf til taks og sagði skemmtilega frá.“
 
„Sigrún gefur greinargóð fyrirmæli, upplýsti vel um staðina og hafði góðan humor.“ 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti