Aðventugleði í Kaupmannahöfn

Aðventan er einstakur tími til að heimsækja Kaupmannahöfn, þar sem borgin skartar sínu fegursta og ljós, jólamarkaðir og notaleg stemning fylla stræti og torg. Í þessari ferð gefst ykkur tækifæri til að upplifa danska jólastemningu í bland við áhugaverða sögustaði, skemmtilegar gönguferðir og afslöppun í fallegri borg. Farið verður í fræðandi gönguferð um borgina með áherslu á íslensk tengsl og endar gangan í Jónshúsi þar sem skoða má fróðlega sýningu um ævi Jóns Siguðrssonar og frú Ingibjargar. Einnig er á dagskrá sigling um síkin með útsýni yfir helstu kennileiti og eins verður snæddur ekta danskur jólamatur í hlýlegu umhverfi. Einnig gefst nægur tími til að rölta um jólamarkaði, versla jólagjafir og njóta ilmsins af ristuðum möndlum. 

Verð á mann 209.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 58.100 kr.


Innifalið

  • 5 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Ferðir milli Kastrup flugvallar og hótels.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði á hóteli.
  • Morgunverður.
  • Kvöldverður á hóteli fyrsta kvöldið.
  • Danskur jólamatur á veitingastaðnum Kronborg.
  • Sigling um síki Kaupmannahafnar.
  • Söguganga um Kaupmannahöfn og heimsókn í Jónshús.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur. 
  • Hádegisverðir. 
  • Kvöldverðir aðrir en taldir eru upp undir innifalið.
  • Þjórfé.
  • Forfalla- og ferðatryggingar.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

24. nóvember | Flug til Kaupmannahafnar

Brottför frá Keflavík kl. 07:35 og mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Kaupmannahöfn kl. 11:45 að staðartíma. Rúta ekur hópnum á hótel þar sem fólk getur komið sér fyrir og notið því næst eftirmiðdagsins á eigin vegum. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

25. nóvember | Gönguferð um Kaupmannahöfn & Jónshús

Eftir morgunverð verður haldið af stað í skemmtilega gönguferð um borgina með Kaupmannahafnarsérfræðingi. Gengið verður í gegnum gamla bæinn, frá Ráðhústorginu að Kóngsins nýja torgi og á Íslendingaslóðir. Heyrum um 850 ára sögu borgarinnar og fræðumst um tengsl Íslendinga fyrr á árum við borgina. Gönguferðin endar í hinu virta Jónshúsi, samkomustað Íslendinga í Kaupmannahöfn, þar sem skoða má fróðlega sýningu um ævi Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur.

26. nóvember | Sigling & ekta danskur jólamatur

Nú er stefnan tekin niður á Nyhavn þar sem farið verður í siglingu um síki Kaupmannahafnar. Í siglingunni sjáum við helstu kennileiti svo sem Litlu hafmeyjuna, Óperuhúsið, Amalienborg höllina og gömlu höfnina og Christianshavn með sínum fallegu húsum og kirkjum. Um kvöldið heldur hópurinn í kvöldverð á veitingastaðnum Kronborg þar sem boðið verður upp á ekta danskan kvöldverð í julefrokost stíl.

Opna allt

27. nóvember | Frjáls dagur í Kaupmannahöfn

Í dag er frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum í Kaupmannahöfn. Borgin býður upp á endalausa möguleika, hvort sem þið viljið versla á Strikinu, rölta um litríku Nyhavn eða heimsækja söfn. Seinnipart dags væri upplagt að halda í Tivoli en garðurinn breytist í sannkallað ævintýraland á aðventunni og er allur upplýstur með þúsundum jólaseríum, fallegum skreytingum, jólamarkaði og ilmi af ristuðum möndlum og heitu glöggi.

28. nóvember| Frjáls dagur & heimferð

Annar frjáls dagur til að njóta jólastemningarinnar í hinni sjarmerandi Kaupmannahöfn. Það er dásamlegt að setjast niður á notalegt kaffihús og upplifa danska „hygge“ lífsstílinn. Um kvöldið er farið með rútu út á Kastrup flugvöll en flogið verður heim kl. 21:40. Lent í Keflavík kl. 23:55 að íslenskum tíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er ekki fæddur á hjóli en hefur samt farið yfir 40 hjólferðir erlendis , mestmegnis með gesti Bændaferða. Bjarni er menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur og hefur frá 2011 verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi. Bjarni hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir og útiveru, en hann hefur m.a. verið formaður Íþróttafélagsins Gróttu í 6 ár auk þess að vera virkur í margskonar öðru félagsstarfi. Hann hefur þjálfað unglinga bæði í knattspyrnu og handknattleik og auk þess farið margar ferðir sem farastjóri með íþróttahópa erlendis. Bjarni er giftur 4 barna faðir og á auk þess 5 barnabörn. Bjarni Torfi bjó lengi í Kaupmannahöfn.

Hótel

Hotel Scandic Copenhagen

Hotel Scandic Copenhagen er á móti Tycho Brahe Planetarium, 500 metrum frá aðallestarstöð Kaupmannahafnar og Tívolíinu. Nútímaleg herbergi Scandic Copenhagen eru með sjónvarpi, baðkari og loftræstingu. Hið umhverfisvæna Scandic Copenhagen býður upp á rausnarlegt morgunverðarhlaðborð. Á hótelinu er gufubað, tveir barir og snarlbúð. 

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti