Jólaferð til Dublin

Dásamleg jólaferð til höfuðborgar Írlands, Dublin eða Dyflinnar eins og Íslendingar hafa þekkt hana í gegnum aldirnar. Þessi heimilislega stórborg er ljósum prýdd og íbúar borgarinnar í hátíðarskapi. Við höldum í skoðunarferð um miðbæinn með fararstjórann í broddi fylkingar. Á röltinu heimsækjum við helstu kennileiti Dyflinnar, s.s. dómkirkju heilags Patreks, Trinity College, Dyflinnar kastala og hinn sögufræga almenningsgarð, St. Stephens Green. Við röltum eftir Grafton street sem er helsta verslunargata borgarinnar og tyllum okkur niður í hinu líflega Temple bar hverfi, áður en við röltum yfir Ha’penny Bridge, brúna sem kennd er við hálft penní. Áhugasamir öldrykkjumenn geta fræðst um framleiðslu Guinness og smakkað á afurðinni á Guinness safninu. Heimsókn á bókasafn Trinity háskólans er mikil upplifun enda er menningarsaga Írlands þar alltumlykjandi. Það tilheyrir líka heimsókn til Dyflinnar að setjast inn á eitt eða jafnvel fleiri af 1.000 öldurhúsum borgarinnar og gleðjast með hinum fjörugu borgarbúum. 

Verð á mann 129.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 36.600 kr.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferðir milli Dublin flugvallar og hótels.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Skoðunarferð um Dublin.
 • Morgunverður.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Írskt skemmtikvöld með kvöldverði, sýningu og rútu á staðinn (ekki rútuferð til baka á hótel) 14.900 kr., þarf að bókast samhliða ferðinni. 

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

25. nóvember | Flug til Dublin

Brottför frá Keflavík kl. 7:30 með Icelandair. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför og lent á Dublin flugvelli kl. 09:55 að staðartíma. Síðan er töskum komið á hótel og haldið í gönguferð um næsta nágrenni hótelsins til að átta sig á staðháttum. Um að gera að fá sér matarbita áður en snúið verður til baka á hótel síðdegis. Komum okkur fyrir á herbergjum og síðan er frjáls tími það sem eftir er dagsins. Kvöldverður á eigin vegum.

26. nóvember | Skoðunarferð í Dublin

Farið verður í rútuferð með leiðsögn um Dublin fyrir hádegi, m.a. fram hjá frægum byggingum eins og Trinity háskólanum, Kirkju heilags Patreks, Dublin kastala o.fl. Ferðinni lýkur í miðbænum þar sem þeir sem vilja geta skoðað sig um, rölt um St. Stephen‘s Green garðinn eða miðbæinn og drukkið í sig jólastemninguna og auðvitað eru verslanir á hverju strái. Um kvöldið gefst tækifæri á að fara á írskt skemmtikvöld með kvöldverði, dansi og söng sem er stórkostleg upplifun.

27. nóvember | Frjáls dagur

Þennan dag gefst tækifæri til að njóta alls þess sem þessi dásamlega borg hefur upp á að bjóða á eigin vegum. Í skoðunarferð gærdagsins bar margt fyrir augu sem jafnvel er vert að gefa meiri gaum í dag. Áhugasamir um söfn ættu að byrja daginn á heimsókn á Þjóðminjasafn Írlands þar sem svo ótal margt er að sjá, rölta síðan þaðan á listasafnið eða fornleifasafnið. Dublin kastali er líka staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Kaupmenn hafa hreiðrað um sig á Grafton Stræti og þar er því mikið úrval hvers kyns verslana, veitinga - og kaffihúsa. Í dag er laugardagur og því ljóst að mannlífið í miðbænum verður fjörugt langt fram á kvöld.

Opna allt

28. nóvember | Heimferð

Það er komið að heimför. Brottför flugs Icelandair er kl. 11:20 og lending í Keflavík kl. 13:40 að íslenskum tíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Gísli Einarsson

Gísli Einarsson hefur unnið ýmiskonar störf, lengst af þó við fjölmiðla. Hann er í dag dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu en kemur einnig reglulega fram sem skemmtikraftur á árshátíðum, þorrablótum og hvers kyns skemmtunum. Þá hefur Gísli tekið að sér að staðarleiðsöng fyrir hópa um Vesturland.
 
Gísli er eins og fleiri sveitamenn alinn upp við að menn fari ekki á fjöll nema eiga þangað erindi, annað hvort til að leita sauða eða skjóta rjúpur. Í seinni tíð hefur hann þurft að kúvenda i þeirri afstöðu því hans aðaláhugamál í dag eru fjallgöngur, innanlands sem utan.

Hótel

Iveagh Garden Hotel

Gist verður á 4* Iveagh Garden Hotel, glæsilegu hóteli aðeins örfáum skrefum frá Grafton stræti. Herbergin eru búin gæðadýnum, dúnsængum, koddum og sængurfötum, te- og kaffistöð, vatni á flöskum, sjónvarpi, nettengingu og öryggishólfi. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00