Kastalar & klettastrendur Suður-Englands

Voldugir kastalar, stórskornar strandlengjur sem rísa yfir hafinu bláa og líflega borgin Plymouth við sjávarsíðu Suður-Englands, eru meðal þess sem hægt er að njóta í þessari spennandi ferð. Glæsilegar hallir endurspegla líf breska fyrirfólksins á árum áður og er konungshöllin Windsor í London, þar sem saga Englands hefur verið skrifuð í gegnum aldirnar, sérstaklega áhrifarík. Bærinn Bath og Knightshayes garðurinn eru einnig lýsandi dæmi um lífsstíl 18. aldar. Náttúrufegurðin við Land´s End er einstök og Dartmoor héraðið með hæðóttu landslagi og vindsorfnum klettum er einstaklega myndrænt. Sérlega áhrifamikið er að koma til hins dularfulla Stonehenge sem er einn merkilegasti staður Bretlands. Það er líka ævintýralegt að sjá sjálft hringborð Artúrs konungs og helli Merlíns galdrakarls. Í Portsmouth getum við dáðst að flaggskipinu fræga HMS Victory og andað að okkur sögunni i bland við sjávarloftið. Sögur og sjávarþorp, landslag og lystigarðar, mannlíf og menning, te og skonsur í þessari fjölbreyttu ferð. 

Verð á mann í tvíbýli 297.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 42.600 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Roman Bath safnið u.þ.b. £ 20.
 • Knighthayes Gardens u.þ.b. £ 12.
 • Prideaux place u.þ.b. £ 15.
 • Stonehenge u.þ.b. £ 20.
 • Stourhead u.þ.b. £ 19.
 • HMS Victory u.þ.b. £ 24.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

7. júní │ Flug til London & Bristol

Flug til London kl. 7:40 og mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í London kl. 11:55 að staðartíma. Við ökum af stað til Bristol þar sem við gistum fyrstu nóttina. Saga Bristol nær aftur til miðalda en þá var þarna lítið þorp. Í dag er Bristol stórborg og þykir með þeim fegurri á Englandi. Við förum í stutta skoðunarferð um miðborg Bristol fyrir kvöldmat á hótelinu.

8. júní │ Bath

Þennan dag byrjum við á heimsókn til bæjarins Bath, sem kennir sig við heitar laugar, þær einu í öllu breska konungsveldinu. Í Bath eru merkilegar minjar frá tímum Rómverja. Royal Crescent byggingin sem byggð var í hálfboga og endurspeglar vel lífsstíl 18. aldarinnar og Knightshayes Gardens í nágrenni Tiverton eru svo sannarlega þess virði að skoða. Við gistum næstu fjórar nætur á hóteli í Plymouth.

9. júní │ Prideaux Place & bær Doktor Martins

Fyrsti viðkomustaður dagsins er herragarðurinn Prideaux Place, sem hefur verið notaður sem upptökustaður fyrir kvikmyndir. Prideaux Place er í eigu aðalsfjölskyldunnar Prideaux-Brune sem hellir upp á einstaklega gott cream tea fyrir gesti og gangandi, sé þess óskað. Eftir heimsóknina fáum við að njóta fallegs útsýnis á vesturströnd Cornwall en hátt yfir sjónum gnæfa rústir Tintagel kastalans, sem talinn er fæðingarstaður Artúrs konungs. Í fjörunni neðan við kastalann er hellir Merlíns, 330 metra langur hellir hvar voru heimkynni þessa þekkta galdrakarls. Við komum síðan við í sjávarþorpinu Port Isaac sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum vinsælu um Doktor Martin. Bærinn er líka heimahöfn hins þekkta sönghóps Fisherman‘s friends.

Opna allt

10. júní │ Land‘s End

Það er skemmtilegt að aka meðfram ströndinni, fram hjá St. Michael’s Mount til Land’s End sem er vestasti oddi Englands og gríðar vinsæll útsýnisstaður. Um hádegisbil komum við til listamanna- og fiskibæjarins St. Ives þar sem gaman er að rölta um þröngar steinlagðar göturnar. Eftir seinni heimsstyrjöldina varð St. Ives þekktur sem miðstöð abstraktlistar og í dag má finna þar fjölda listagallería. Á heimleiðinni munum við stoppa við Land‘s End og ganga út í St. Michael‘s Mount sem er sjávarfallaeyja, tengd meginlandinu með fornum göngustíg.

11. júní │ Dartmoor

Þessi dagur er tileinkaður Dartmoor svæðinu en ekið er um þjóðgarðinn í hæðóttu landslagi með sérkennilegum klettamyndunum. Svæðið er heillandi með ám, grösugum engjum og fallegum þorpum og bæjum. Margar kvikmyndir hafa verið teknar á þessu svæði enda umhverfið einstaklega leyndardómsfullt. Við munum sjá fallega fossa og stöðuvötn, fornminjar allt frá bronsöld og aldrei er að vita nema það bregði fyrir sjaldgæfum fuglum og fiðrildum. Svo má geta þess að í Dartmoor búa stærstu sniglar i heimi. Við förum í rólegheitum um garðinn og njótum þess sem fyrir augu ber og fáum okkur te og skonsur i einhverju af hinum rótgrónu sveitaþorpum sem eru innan þjóðgarðsins.

12. júní │ Stourhead & Stonehenge

Nú yfirgefum við Plymouth og stefnum í átt að Stonehenge. Á leiðinni fáum við að sjá risann í Cerne Abbas, ríflega fimmtíu metra háa kalksteinsristu í landslaginu sem enginn veit skýringu á. Ennþá dularfyllra er Stonehenge, þessi leyndardómsfulli steinhringur sem mörg þúsund árum eftir að hann var reistur, veldur enn ófáum sérfræðingum heilabrotum. Á leiðinni til Stonehenge skoðum við hinn heimsfræga Stourhead lystigarð sem fyrst var opnaður fyrir almenning árið 1740 og var þá lýst sem lifandi listaverki. Við endum daginn í Southampton þar sem við gistum síðustu tvær nætur ferðarinnar.

13. júní │ Portsmouth & HMS Victory

Fyrir hádegi munum við skoða okkur um í Portsmouth en þar er að finna flaggskip Nelsons aðmíráls, HMS Victory. Á skipinu var lík hans flutt heim þar sem það var geymt í tunnu með Madeira víni. Portsmouth er að mestu á eyjunni Portsea og er eina borg Englands sem ekki tilheyrir meginlandinu. Borgin er líka sú þéttbýlasta á Englandi og þar er margt að sjá og skoða. Portsmouth á sér merkilega sögu, ekki síst tengda sjóhernaði. Þar fæddist líka skáldið Charles Dickens sem m.a. skrifaði um meistaraþjófinn Oliver Twist. Við njótum þess að slaka á í þessari merkilegu borg.

14. júní │ Winchester, Windsor & heimferð

Nú höldum við frá Southampton og ökum til Winchester sem er höfuðborg gamla konungsríkisins Wessex. Þar getum við ekki aðeins dáðst að dómkirkjunni heldur einnig að hringborði Artúrs konungs og riddara hans í Great Hall. Síðan er ekki úr vegi að rölta um götuna High Street þar sem finna má fjöldann allan af verslunum og kaffihúsum. Því næst er ferðinni haldið að Windsor kastala en breska konungsfjölskyldan, sem bar þýska ættarnafnið Saxe-Coburg-Gotha, tók upp nafn kastalans árið 1917. Þar í nágrenninu er Eton College en í skólann hafa gengið hvorki meira né minna en 20 breskir forsætisráðherrar sem og prinsarnir William og Harry. Við fáum okkur snemmbúinn kvöldverð í Windsor áður en við höldum á flugvöllinn í London. Flug til Íslands kl. 21:25 og lending í Keflavík kl. 23:40 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Gísli Einarsson

Gísli Einarsson hefur unnið ýmiskonar störf, lengst af þó við fjölmiðla. Hann er í dag dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu en kemur einnig reglulega fram sem skemmtikraftur á árshátíðum, þorrablótum og hvers kyns skemmtunum. Þá hefur Gísli tekið að sér að staðarleiðsöng fyrir hópa um Vesturland.
 
Gísli er eins og fleiri sveitamenn alinn upp við að menn fari ekki á fjöll nema eiga þangað erindi, annað hvort til að leita sauða eða skjóta rjúpur. Í seinni tíð hefur hann þurft að kúvenda i þeirri afstöðu því hans aðaláhugamál í dag eru fjallgöngur, innanlands sem utan.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir