Aðventuprýði í Prag

Aðventan í Prag í Tékklandi og Nürnberg í Þýskalandi er yndisleg. Ljósadýrðin á þessum tíma er töfrum líkust og mikil jólastemning ríkjandi. Við ætlum að byrja þessa ljúfu ferð á að dvelja í gullborginni Prag. Þar setja menning, listir og dulúð miðaldasvip sinn á þessa dýrðlegu borg og eru glæstar byggingar hvarvetna, þ. á m. Karlsbrúin, Hradčany kastalinn og gamla ráðhúsið með stjörnuklukkunni frægu. Á aðventunni er borgin einstaklega heillandi, lífleg aðventustemning um alla borg og óskaplega margt að skoða og upplifa. Seinni hluta ferðarinnar dveljum við í gömlu ríkis- og virkisborginni Nürnberg þar sem er að finna elsta jólamarkað landsins. Þar lætur dýrðin ekki á sér standa og ilmurinn af jólaglöggi og ristuðum möndlum er áberandi. Það er margt að skoða og njóta hér í borg en margir Þjóðverjar telja að jólin komi ekki fyrr en þeir eru búnir að koma til Nürnberg á aðventunni og fá sér steikta pylsu og jólaglögg.

Verð á mann 209.900 kr. 

Aukagjald fyrir einbýli 32.200 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • 6 kvöldverðir á hótelum.
 • 1 kvöldverður, 1. desember, á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Aðgangur í gullgötuna og Hradčany kastalann ca € 13.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

29. nóvember │ Flug til München & Prag í Tékklandi

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð um 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma. Við höldum áfram til hinnar yndislegu borgar Prag þar sem við gistum í fjórar nætur á hóteli í hjarta borgarinnar.

30. nóvember │ Skoðunarferð í Prag

Fyrri part dags verður farið í skoðunarferð um þessa heillandi höfuðborg Tékklands. Íbúar borgarinnar eru 1,2 milljón en Prag hefur um aldir verið ein helsta menningarmiðstöð Evrópu. Farið verður að Karlsbrúnni, ráðhúsinu með stjörnuklukkunni, í gyðingahverfið og á Wenceslas torgið svo eitthvað sé nefnt. Upplagt er að enda ferðina á aðventumarkaðinum við ráðhúsið. Hér er úrval ýmiss konar varnings sem hentar vel í jólapakkana en einnig má fá innsýn í matarmenningu borgarinnar. Það fer enginn svangur eða þyrstur heim af jólamarkaðinum.

1. desember│ Frjáls dagur

Við njótum dagsins í þessari fögru borg sem heillar alla en upplagt er að skoða sig betur um í borginni og kanna líf bæjarbúa á aðventunni. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn, en ein af frægustu stjörnuklukkum veraldar prýðir turninn.

Opna allt

2. desember │ Skoðunarferð um Hradčany kastalinn

Nú verður farið í skoðunarferð um Hradčany kastala sem hefur verið bústaður forseta lýðveldisins síðan árið 1918. Á 9. öld hófst þar uppbygging fursta- og biskupsdæmisins í Prag. Hallarsvæðið er einn merkilegasti og áhugaverðasti hluti Prag og þar má njóta glæsilegs útsýnis yfir borgina. Hér væri gaman að borða saman í hádeginu en eftir það er frjáls tími.

3. desember │ Prag & Nürnberg í Þýskalandi

Nú kveðjum við heimsborgina Prag eftir yndislega daga og stefnum til gömlu ríkis- og virkisborgarinnar Nürnberg í Þýskalandi en þar má finna einn elsta og fallegasta jólamarkað Þýskalands. Hér gistum við í þrjár nætur á góðu hóteli í miðbænum.

4. desember │ Skoðunarferð um Nürnberg & frjáls tími

Byrjum daginn í rólegheitum en eftir morgunverð förum við í skemmtilega göngu með fararstjóranum okkar um gamla miðbæinn í Nürnberg, þessa hrífandi borg sem er önnur stærsta borg Bæjaralands. Það er ótrúlegt en satt að nærri 90% allra bygginga í borginni skemmdust í seinni heimsstyrjöldinni, en stór hluti þeirra hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd og þar á meðal voldugu virkisveggirnir. Skoðum helstu staði miðbæjarins á göngu okkar en eftir það verður frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum. Í borginni er elsti og frægasti jólamarkaður Þýskalands og er upplagt að við endum skoðunarferðina á því að fá okkur þar saman jólaglögg og hressingu.

5. desember │ Frjáls dagur í Nürnberg

Frjáls dagur í Nürnberg til að kanna borgina betur á eigin vegum. Margt er að skoða í borginni og mörg áhugaverð söfn, aðventumarkaðir og skemmtilegar verslunargötur.

6. desember │ Heimferð frá München

Eftir indæla og skemmtilega ferð verður ekið á flugvöllinn í München. Brottför þaðan kl. 13:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari og hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00