Aðventuprýði í Prag

Aðventan í Prag í Tékklandi og Regensburg í Þýskalandi er yndisleg. Ljósadýrðin á þessum tíma er töfrum líkust og mikil jólastemning ríkjandi. Við ætlum að byrja þessa ljúfu ferð á að dvelja í gullborginni Prag. Þar setja menning, listir og dulúð miðaldasvip sinn á þessa dýrðlegu borg og eru glæstar byggingar hvarvetna, þ. á m. Karlsbrúin, Hradčany kastalinn og gamla ráðhúsið með stjörnuklukkunni frægu. Á aðventunni er borgin einstaklega heillandi, lífleg aðventustemning um alla borg og óskaplega margt að skoða og upplifa. Seinni hluta ferðarinnar dveljum við í miðaldaborginni Regensburg sem á sér meira en 2.000 ára sögu allt frá tímum Rómverja og hefur hún um árabil verið á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður í áhugaverða skoðunarferð um borgina, gengið að gamla ráðhúsinu og Haidplatz torginu með gistihúsinu Goldenes Kreuz frá 13. öld en þar dvöldu konungar og keisarar á ferðum sínum. Hér leggur ljúfan ilm af jólaglöggi og ristuðum möndlum yfir borgina og tendrar sanna jólastemningu í hjörtum fólks.

Verð á mann 279.400 kr. 

Aukagjald fyrir einbýli 44.200 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgunverður allan tímann á hótelum.
  • Fimm kvöldverðir á hótelum.
  • Einn kvöldverður, 30. nóvember, á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
  • Siglingar og vínsmakkanir.
  • Hádegisverðir.
  • Einn kvöldverður í Regensburg.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Valfrjálst

  • Aðgangur í gullgötuna og Hradčany kastalann u.þ.b. € 15.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

30. nóvember │ Flug til München & Prag í Tékklandi

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð um 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma. Við höldum áfram til hinnar yndislegu borgar Prag þar sem við gistum í fimm nætur á hóteli í hjarta borgarinnar.

1. desember │ Skoðunarferð í Prag

Fyrri part dags verður farið í skoðunarferð um þessa heillandi höfuðborg Tékklands. Íbúar borgarinnar eru 1,2 milljón en Prag hefur um aldir verið ein helsta menningarmiðstöð Evrópu. Farið verður að Karlsbrúnni, ráðhúsinu með stjörnuklukkunni, í gyðingahverfið og á Wenceslas torgið svo eitthvað sé nefnt. Upplagt er að enda ferðina á aðventumarkaðinum við ráðhúsið. Hér er úrval ýmiss konar varnings sem hentar vel í jólapakkana en einnig má fá innsýn í matarmenningu borgarinnar. Það fer enginn svangur eða þyrstur heim af jólamarkaðinum.

2. desember│ Frjáls dagur

Við njótum dagsins í þessari fögru borg sem heillar alla en upplagt er að skoða sig betur um í borginni og kanna líf bæjarbúa á aðventunni. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn, en ein af frægustu stjörnuklukkum veraldar prýðir turninn.

Opna allt

3. desember │ Skoðunarferð um Hradčany kastalinn

Nú verður farið í skoðunarferð um Hradčany kastala sem hefur verið bústaður forseta lýðveldisins síðan árið 1918. Á 9. öld hófst þar uppbygging fursta- og biskupsdæmisins í Prag. Hallarsvæðið er einn merkilegasti og áhugaverðasti hluti Prag og þar má njóta glæsilegs útsýnis yfir borgina. Hér væri gaman að borða saman í hádeginu en eftir það er frjáls tími.

4. desember │ Skoðunarferð til Kutná Hora

Í dag er ferðinni haldið til miðaldabæjarins Kutná Hora sem þrátt fyrir að vera í dag lítill bær keppti fyrr á öldum við Prag í stórfengleika og yfirburðum. Við förum í skoðunarferð um bæinn og sjáum m.a. dómkirkju heilagrar Barböru og hina skuggalegu beinakirkju, Sedlec Ossuary, sem er svo sannarlega ekki hefðbundinn ferðamannastaður. Miðbær Kutná Hora er einstaklega fallegur en hann komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996. Hér verður tími til að fá sér hádegishressingu áður en haldið verður aftur til Prag.

5. desember │ Ekið til Regensburg & skoðunarferð um borgina

Nú kveðjum við heimsborgina Prag eftir yndislega daga og stefnum til miðaldaborgarinnar Regensburg í Bæjaralandi í Þýskalandi. Hér gistum við í tvær nætur. Við komuna til Regensburg förum við í skemmtilega göngu með fararstjóranum okkar um borgina. Við göngum að gaml a ráðhúsinu og Haidplatz torginu með gistiheimilinu Goldenes Kreuz frá 13. öld. Þar dvöldu konungar og keisarar á ferðum sínum fyrr á tímum. Við lítum á gamlar miðaldabyggingar, gömlu turnhús aðalsmannanna, sjáum Golíat húsið frá 13. öld og ekki má gleyma steinbrúnni frægu. Regensburg státar af einu meistaraverki gotneskrar byggingarlistar í Bæjaralandi, dómkirkjunni, en þar er starfandi einn frægasti drengjakór landsins Regensburger Domspatzen.

6. desember │ Frjáls dagur í Regensburg

Frjáls dagur í Regensburg til að kanna borgina betur á eigin vegum. Borgin á sér stórmerkilega sögu allt frá tímum Rómverja fyrir um 2000 árum og er á heimsminjaskrá UNESCO. Það er því margt að skoða og allt sérstaklega fallegt á aðventunni þegar ljúfan ilm af jólaglöggi og ristuðum möndlum leggur yfir.

7. desember │ Heimferð frá München

Eftir indæla og skemmtilega ferð verður ekið á flugvöllinn í München. Brottför þaðan kl. 13:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari og hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-14:00