Skíðasvæðið 
Skíðaparadísin Flachau er hluti af Salzburger Land í Austurríki og tilheyrir einnig stórskíðasvæðinu Amadé. Með einum skíðapassa er hægt að ferðast milli 5 svæða með 25 þorpum, 860 km af skíðabrekkum og 276 lyftum af öllum gerðum. Á Flachau svæðinu sjálfu er að finna skíðabrekkur sem eru samtals 56 km langar og 15 skíðalyftur sem flytja fólk á milli fjölbreyttra skíðabrauta.
Brekkurnar teygja sig frá 920 m upp í 2100 m hæð, og henta þær jafnt byrjendum sem lengra komnum. Einn af fjölmörgum kostum Flachau er að hægt er að skíða á milli bæjanna Wagrain og St. Johann og einnig er auðvelt að taka skíðarútuna yfir til Zauchensee, sem er annað stórglæsilegt skíðasvæði með frábærum brekkum. Skíðasvæðið í Flachau er tilvalið fyrir fjölskyldufólk en til gamans má geta að skíðastjörnurnar Hermann Maier, Manuel Krämer og snjóbrettadrottningin Claudia Rieger lögðu þar grunninn að ferli sínum. Fyrir snjóbrettaiðkendur eru glæsilegir og fjölbreyttir snjóbrettagarðar. Fararstjórar munu aðstoða við leigu á skíðum, kaupum á skíðapassa og skráningu í skíðaskóla sé þess óskað.
Heimasíða Flachau
Hótelið
Hotel Alpenwelt er nýlegt 3*+ alpahótel í austurrískum stíl. Hótelið er heimilislegt með 48 herbergjum og eru öll herbergin með sturtu/baðkari, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku, míníbar, síma og nettengingu. Öll herbergin eru með svölum. Á hótelinu er einnig heilsulind með nuddpotti, mismunandi gufuböðum og svæði þar sem gott er að slappa af eftir góðan dag í fjöllunum. Boðið er upp á ýmsar tegundir af nuddi og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Í kjallara hótelsins er að finna skíðageymslu með upphitaðri skógeymslu og leikherbergi fyrir börn.
Hótelið er staðsett á rólegum stað, stutt ganga er í nærliggjandi verslanir, aprés-ski bari, pósthús og apótek. Það tekur einungis nokkrar mínútur að ganga að næstu skíðalyftu á svæðinu og einnig er hægt að taka frían skíðastrætó sem stoppar við hótelið á nærliggjandi skíðasvæði.
Heimasíða hótelsins
 |
 |
Hotel Alpenwelt |
Hotel Alpenwelt |
Flugið
Flogið verður með Icelandair til München og tekur flugið um 4 klst.
Þaðan eru 240 km til Flachau, en gera má ráð fyrir að rútuferðin taki rúmlega 3 klst.
24.01.2015 Keflavík – München FI532 07:20 – 12:05
31.01.2015 München – Keflavík FI533 13:05 – 16:00
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli Rútuferðir til / frá hóteli innifaldar!
Aukagjald fyrir einbýli er 22.400 kr.

Innifalið:
• Flug með Icelandair til München og flugvallarskattar.
• Rútuferð milli flugvallarins í München og beint á hótelið í Flachau.
• Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 3*+ hóteli í Flachau.
• Morgunverðarhlaðborð með heilsuhorni.
• Vel útilátinn fjögurra rétta kvöldverður ásamt salathlaðborði.
• Sérútbúið hlaðborð fyrir börn.
• Aðgangur að öllu því sem heilsulindin hefur upp á að bjóða.
• Íslensk fararstjórn. Fararstjórar gista á sama hóteli og hóparnir og geta því alltaf aðstoðað. Þeir munu einnig skipuleggja skíðaferðir daglega fyrir þá sem vilja.
Ekki innifalið:
• Skíðapassi (6 daga skíðapassi fyrir fullorðinn ca. € 230).
• Aukagjald fyrir skíði í flug, 3.900 kr./ € 28 á fluglegg.
• Sloppaleiga á hóteli € 3 fyrir dvölina.
• Hádegisverðir.
• Forfalla- og ferðatrygging.
Bændaferðir starfa samkvæmt Almennum alferðaskilmálum SAF.