Svigskíðaferð til Flachau

Skíðaparadísin Flachau liggur í allt að 1980 m hæð yfir sjávarmáli en svæðinu tilheyra hinir þekktu skíðabæir Wagrain, Zauchensee, Altenmarkt, Flachauwinkl og Kleinarl, sem eru Íslendingum að góðu kunnir. Skíðasvæðið sem nefnist Ski Amade er með samtals 760 km af snjóhvítum skíðabrekkum við allra hæfi og með 270 skíðalyftum. Flogið er með Icelandair til Salzburg og ekið þaðan sem leið liggur til Flachau. Gist er á fjölskyldureknu hóteli í austurrískum stíl þar sem morgunverðarhlaðborð og fjögurra rétta kvöldverður með salathlaðborði er innifalið. Hótelið er einnig með huggulega heilsulind. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að ganga að næstu skíðalyftu en einnig er hægt að taka skíðarútu fyrir utan hótelið til að komast á önnur skíðasvæði. Hægt er að skíða milli svæða með sama skíðakortinu. Fararstjóri er með hópnum alla ferðina, gistir á sama hóteli og sér um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem það vilja.

Verð á mann 309.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 44.000 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferðir milli flugvallarins í Salzburg og hótelsins í Flachau.
 • Gisting í herbergi með baði á þriggja stjörnu superior hóteli í Flachau.
 • Morgunverðarhlaðborð með heilsuhorni.
 • Vel útilátinn fjögurra rétta kvöldverður ásamt salathlaðborði.
 • Aðgangur aðheilsulind.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Hádegisverðir.
 • Aukagjald fyrir skíði í flug.
 • Skíðapassi (6 daga skíðapassi fyrir fullorðinn u.þ.b. € 300).
 • Forfalla- og ferðatrygging.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Skíðasvæðið

Skíðaparadísin Flachau er hluti af Salzburgerland í Austurríki og tilheyrir einnig stórskíðasvæðinu Amadé. Með einum skíðapassa er hægt að ferðast milli svæða með 760 km af skíðabrekkum og 270 lyftum af öllum gerðum. Á Flachau svæðinu sjálfu er að finna yfir 120 km af skíðabrekkum og fjölda skíðalyfta sem flytja fólk á milli fjölbreyttra skíðabrauta. Brekkurnar teygja sig frá 920 m upp í 1980 m hæð, og henta þær jafnt byrjendum sem lengra komnum. Einn af fjölmörgum kostum Flachau er að hægt er að skíða á milli bæjanna Wagrain, Alpendorf in St. Johann og einnig er auðvelt að taka skíðarútuna yfir til Zauchensee, sem er annað stórglæsilegt skíðasvæði með frábærum brekkum. Fyrir snjóbrettaiðkendur eru glæsilegir og fjölbreyttir snjóbrettagarðar. Fararstjórar munu aðstoða við leigu á skíðum, kaupum á skíðapassa og skráningu í skíðaskóla sé þess óskað. Hér má skoða vefsíðu Amadé svæðisins og vefsíðu Flachau

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Salzburg þann 3. febrúar. Brottför frá Keflavík kl. 8:00 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Salzburg kl. 12:50 að staðartíma. Frá flugvellinum í Salzburg eru um 70 km til Flachau svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki um 1 klst. Á brottfarardegi er flogið heim kl. 14:00 frá Salzburg. Lending á Íslandi kl. 17:15. 

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Sævar Skaptason

Sævar Skaptason hefur alla tíð verið mikið fyrir útivist. Hann byrjaði að starfa við ferðaþjónustu árið 1981 og var þá skálavörður í skála Ferðafélagsins í Langadal, Þórsmörk, til ársins 1986. Yfir sumartímann árin 1989 og 1990 starfaði hann einnig sem skálavörður í Landmannalaugum. Frá árinu 1998 hefur Sævar verið framkvæmdastjóri Hey Iceland - Bændaferða (áður Ferðaþjónusta bænda).

Hótel

Hotel Alpenwelt

Hotel Alpenwelt er 3*+ alpahótel í austurrískum stíl. Hótelið er heimilislegt með 48 herbergjum og eru öll herbergin með sturtu/baðkari, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku, míníbar, síma og nettengingu. Öll herbergin eru með svölum. Á hótelinu er einnig heilsulind með mismunandi gufuböðum og svæði þar sem gott er að slappa af eftir góðan dag í fjöllunum. Í kjallara hótelsins er að finna skíðageymslu með upphitaðri skógeymslu. Hótelið er staðsett á rólegum stað, stutt ganga er í nærliggjandi verslanir, aprés-ski bari, pósthús og apótek. Það tekur einungis nokkrar mínútur að ganga að næstu skíðalyftu á svæðinu og einnig er hægt að taka frían skíðastrætó sem stoppar við hótelið á nærliggjandi skíðasvæði.

Vefsíða hótelsins.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-14:00
Póstlisti