Svigskíðaferð til Schladming

Hinn fallegi bær Schladming er oft nefndur skíðahöfuðstaður svæðisins Steiermark í Austurríki og stendur í Ennstal dalnum. Bærinn sem liggur í 745 m hæð á sér langa sögu og tilheyrir hann einu stærsta skíðasvæði Austurríkis með aðgengi að 125 km löngum skíðabrekkum á öllum erfiðleikastigum. Á þessu vandaða og fjölbreytta skíðasvæði ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Umhverfið er stórkostlegt, náttúrufegurð Ennstal dalsins og Alpafjöllin allt um kring og heillandi útsýni að Dachstein fjöllunum. Gist er á vel staðsettu 4* hóteli í Schladming þar sem morgunverðarhlaðborð og kvöldverður með mismunandi valmatseðli á hverju kvöldi er innifalið. Skíðalyftur eru staðsettar rétt hjá hótelinu og mikill kostur að geta farið beint í skíðalyfturnar á morgnana. Flogið er með Icelandair til Salzburg og ekið sem leið liggur á hótelið í Schladming. Fararstjóri er með hópnum alla ferðina og gistir á sama hóteli.

Verð á mann 349.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 74.000 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferðir milli flugvallarins í Salzburg og hótelsins í Schladming.
 • Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 4* hóteli.
 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
 • Fjögurra rétta kvöldverður með valmatseðli, forrétta- og salatbar.
 • Síðdegishressing með kökum og kaffi.
 • Aðgangur aðheilsulind.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Hádegisverðir.
 • Aukagjald fyrir skíði í flug.
 • Skíðapassi (6 daga skíðapassi fyrir fullorðinn u.þ.b. € 370).
 • Forfalla- og ferðatrygging.
 • Þjórfé.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Skíðasvæðið

Schladming-Dachstein svæðið er eitt stærsta skíðasvæði Austurríkis og þar eru haldnar ýmsar alþjóðlegar skíðakeppnir. Skíðabærinn Schladming var valinn 2013 til að halda heimsmeistarakeppnina í alpagreinum og þar er haldið hið vinsæla heimsbikarmót í nætursvigi sem hefur verið árlegur viðburður síðan 1997 og dregur að sér þúsundir keppenda, þar á meðal bestu skíðamenn í heimi. Schladming er staðsettur hjá hinu svokallaða 4-fjalla-skíðalyftusvæði sem samanstendur af fjöllunum Planai, Hochwurzen, Hauser Kaibling og Reiteralm. Á þessu svæði er að finna skíðabrekkur sem eru samtals 123 km langar og tæplega 50 skíðalyftur sem flytja fólk á milli fjölbreyttra skíðabrauta. Brekkurnar teygja sig frá 800 upp í 2015 m hæð, og henta þær jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Á svæðinu er einnig að finna um 7 km langa sleðabrekku og snjóbretta- og freestylegarða. Vel upplýstar brekkurnar bjóða einnig upp á að njóta þess að skíða síðla kvölds við næturbjartan himinn. Fararstjórar munu aðstoða við leigu á skíðum, kaupum á skíðapassa og skráningu í skíðaskóla sé þess óskað.

Vefsíða Schladming og Vefsíða Dachstein svæðisins.

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Salzburg þann 1. febrúar. Brottför frá Keflavík kl. 8:00 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Salzburg kl. 12:50 að staðartíma. Frá flugvellinum í Salzburg eru um 90 km til Schladming svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki um 1,5 klst.  Á brottfarardegi er flogið heim kl. 14:00 frá Salzburg. Lending á Íslandi kl. 17:25. 

Myndir úr ferðinni

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt

© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt
© Schladming-Dachstein.at/raffalt

Fararstjórn

Sævar Skaptason

Sævar Skaptason hefur alla tíð verið mikið fyrir útivist. Hann byrjaði að starfa við ferðaþjónustu árið 1981 og var þá skálavörður í skála Ferðafélagsins í Langadal, Þórsmörk, til ársins 1986. Yfir sumartímann árin 1989 og 1990 starfaði hann einnig sem skálavörður í Landmannalaugum. Sævar var framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda frá árinu 1998-2023 og er í dag stjórnarformaður Ferðaþjónustu bænda.

Hótel

Hotel Burgfellnerhof

Hótel Burgfellnerhof er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í hjarta Schladming. Það er staðsett alveg við skíðabrekkurnar og aðeins 200 metrar í næstu lyftu (ski in - ski out). Á hótelinu, sem eingöngu er ætlað fullorðnum, eru 35 notaleg herbergi með baði/sturtu, sjónvarpi, öryggishólfi, síma, hárþurrku og netaðgangi. Á hótelinu er aðstaða til líkamsræktar og nýleg heilsulind með mörgum gerðum af gufuböðum, sauna (jurta-, saltvatns- og finnsk sauna), hitaherbergi og innfrarauður klefi.  Á hótelinu er boðið upp á morgunverð, síðdegishressingu og fjögurra rétta kvöldverð. Nánar á vefsíðu hótelsins: 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790
Póstlisti