28. nóvember - 1. desember 2024 (4 dagar)
Aðventan er tími ljóss og friðar og ilmurinn af jólaglöggi og ristuðum möndlum liggur í loftinu.
Í þessari jólaferð höldum við til Wiesbaden sem stendur á bökkum Rínar, rétt vestur af Frankfurt. Í Wiesbaden er mikil aðventustemning og í miðbænum er fallegur jólamarkaður þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum. Þann 29. nóvember er svartur föstudagur og því eflaust hægt að gera góð kaup þessa helgina. Boðið verður upp á bæjarrölt með fararstjóra en eins gefst tækifæri til að kanna bæinn á eigin vegum, líta inn til kaupmanna eða fylgjast með mannlífinu frá einu af fјölmörgum kaffi- og veitingahúsum miðbæjarins. Við förum í dagsferð til Rüdesheim, vinsæls ferðamannabæjar við ána Rín. Í hjarta Rüdesheim er hinn skemmtilegi Jólamarkaður þjóðanna þar sem hægt er að kaupa fallegar gjafavörur og fylgjast með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. Þá er upplagt að ylja sér við jóladrykkinn Glühwein. Allur miðbærinn er skreyttur jólaljósum og gaman er að rölta um og njóta jólastemningarinnar til fulls.