Aðventudýrð í Róm

Það er jólalegt í Róm, höfuðborg Ítalíu, í aðdraganda hátíðarinnar þegar ilmurinn af ristuðum kastaníuhnetum tekur að berast frá götugrillum borgarinnar. Á fegursta torgi borgarinnar, Piazza Navona, er aðaljólamarkaðurinn en hver gata eða verslunarhverfi bæjarins hafa sínar sérstöku skreytingar. Það er jólalegt í verslunum bæjarins og ljósadýrðin gleður vegfarendur. Í byrjun nóvember kemur ítalska rauðvínið, vino novello á markað og gefur það tóninn fyrir komandi aðventu. Engin borg í heiminum er eins rík af fornminjum og Róm og hér verða margir áhugaverðir staðir skoðaðir, meðal annars Kapítólhæðin, Forum Romanum, Palatínhæðin, Pantheon og Colosseum. Við upplifum iðandi mannlíf Rómarbúa hjá Trevi gosbrunninum sem er eitt af helstu kennileitum borgarinnar en einnig vel þekkt í nútímamenningu vegna kvikmyndar Fellínís, La dolce vita. Við dáumst einnig að öðru kennimerki Rómar, Spænsku tröppunum, þar sem sjá má eitt þekktasta Maríu líkneski Rómar. Við sækjum Péturskirkjuna heim og förum inn á safn Vatíkansins sem er eitt stærsta og mikilvægasta menningar- og listasafn í heiminum.

Verð á mann 222.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 51.600 kr.


Innifalið

 • 6 daga ferð.
 • Flug með Icelandair til Rómar og flugvallarskattar. 
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði. 
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • Einn kvöldverður á hóteli.
 • Aðgangseyrir í Vatíkan safnið & Péturskirkjuna með leiðsögn.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Vínsmökkun.
 • Hádegisverðir.
 • Fjórir kvöldverðir í Róm.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Valfrjálst

 • Aðgangur í Collessum og Pantheon. Athugið að það getur verið gott að bóka miða fyrirfram á netinu.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. desember | Flug til Rómar

Brottför frá Keflavík kl. 8:00, mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Róm kl. 13:30 að staðartíma. Hin yndislega Rómaborg byggðist upp á sjö hæðum og var á blómaskeiði sínu fyrsta borg heims til að ná einni milljón íbúa. Fáar borgir vekja eins mikla aðdáun og Róm og þar gefst okkur góður tími til að upplifa og njóta aðventunnar. Hér verður gist í fimm nætur á góðu 4* hóteli. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

5. desember | Skoðunarferð um borgina eilífu Róm

Á dagskránni í dag er fróðleg skoðunarferð um borgina eilífu, Róm, og munum við staldra við helstu staði borgarinnar. Þar má nefna Piazza Venezia, Kapítólhæð, Forum Romanum, Palatínhæð, Pantheon sem er best varðveitta fornbygging Rómar og stendur við Piazza della Rotonda torgið, Colosseum hringleikahúsið og Spænsku tröppurnar þar sem eitt helsta Maríulíkneski Rómar trónir hátt upp á kórintískri súlu. Við komum að fegursta torgi Rómar, Piazza Navona, en það er byggt á gömlum íþróttaleikvangi Rómverja. Þar er mikið um að vera enda er þar aðaljólamarkaður borgarinnar. Við höfum nú frjálsan tíma til að kynnast borginni og mannlífinu eins og hvern og einn lystir. Kvöldverður á eigin vegum.

6. desember | Frjáls dagur í Róm

Nú er upplagt að njóta þess sem Róm hefur upp á að bjóða. Sagan býr við hvert fótmál og ariktektúr borgarinnar spannar yfir 2500 ár. Fyrir utan fornar byggingar má sjá kirkjur og kapellur, hallir, leikhús, torg og skúlptúra byggð með einkennandi stíl endurreisnartímans og barrokktímabilsins. Hægt er að skoða nánar þær perlur sem við höfum kynnst nú þegar eða koma við á jólamarkaðinum við Piazza Navona. Kaupmenn finnast víða í borginni, fínar verslanir eru við Spænsku tröppurnar en aðalverslunargöturnar eru Via del Corso og Via dei Condotti. Einnig er hægt að fara inn í Colosseum hringleikahúsið, Pantheon, ganga um Forum Romana eða upp á minnisvarðann sem var byggður til heiðurs Viktorio Emanuele ll konungi. Eins er heillandi að koma inn í Castel Sant´Angelo grafhýsi Hadrianusar keisara svo eitthvað sé nefnt. Athugið að best er að panta aðgang fyrrifram á netinu til að komast í Collosseum og Pantheon. Kvöldverður á eigin vegum.

Opna allt

7. desember | Söfn Vatíkansins & Péturskirkjan

Eftir morgunverð verður haldið að Vatíkaninu og Péturskirkjunni, meistaraverkum síns tíma. Við förum inn á safn Vatíkansins sem er eitt stærsta og mikilvægasta menningar- og listasafn í heiminum og á rætur sínar að rekja aftur til 16. aldar. Verkin sem þar gefur að líta eru í eigu páfadómsins en myndun safnsins hefur tengst sögu kaþólsku kirkjunnar og vestrænnar menningar sterkum böndum. Þekktust innan safnsins er Sixtínska kapellan en freskurnar í lofti hennar eru eitt kunnasta listaverk veraldar og eru eftir helsta listamann endurreisnartímans, Michelangelo. Einnig er vel þess virði að skoða veggmyndirnar en þær voru unnar af öðrum þekktum listamönnum endurreisnartímans, svo sem Botticelli, Perugino, Rosselli og fleirum. Þessu næst höldum við í skoðunarferð um Péturskirkjuna og þeir sem vilja geta farið upp í kúpul kirkjunnar en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina og Péturstorgið. Kvöldverður á eigin vegum.

8. desember | Ljúfur dagur í Róm

Í dag er dagur hins flekklausa getnaðar Maríu meyjar (Festa dell'Immacolata Concezione). Páfinn og íbúar borgarinnar votta Guðsmóðurinni virðingu með blómakransi og það er mikið um að vera. Þetta er almennur frídagur í landinu sem markar upphaf aðventunnar og Rómarbúar tendra oftast nær ljósin á jólatrénu á Piazza di Spagna á þessum degi. Tilvalið er að rölta um borgina og njóta þessa hátíðisdags með íbúum hennar, það eru messur víða, hátíðarhöld og ýmsir skemmtilegir viðburðir, að ógleymdum jólamörkuðunum. Kvöldverður á eigin vegum.

9. desember | Heimflug frá Róm

Nú er komið að heimferð eftir dásamlega daga í Rómaborg. Brottför er kl. 11:45 og lent í Keflavík kl. 15:30 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 36 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Hótel

Hotel della Conciliazione

Við gistum í fimm nætur á 4* hóteli, Hotel della Conciliazione, en það er mjög vel staðsett í borginni, nálægt Vatíkaninu, Péturskirkjunni og Sixtínsku kapellunni.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790
Póstlisti