16. - 28. maí 2023 (13 dagar)
Flórens, Sorrento, Amalfíströndin og eyjan Caprí eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur í þessari glæsilegu ferð. Ferðin byrjar í Brixen í Suður-Tíról á Ítalíu en þaðan förum við til hinnar fögru borgar Flórens, eða La Bella eins og hún er oft nefnd, sem er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu. Í Flórens upplifum við skemmtilega daga á meðan við fræðumst um sögu, listir og mannlíf borgarinnar. Þessi menningarborg er einstök og hreint ótrúlegt að slíkur fjöldi listaverka sé varðveittur á einum og sama staðnum. Verk listamanna á borð við Leonardo da Vinci og Michelangelo, auk svo margra annarra, gæða borgina slíkum töfrum að enginn fer héðan ósnortinn. Nú bíður okkar hinn dásamlegi Napólíflói og Sorrento, eftirsóttasti ferðamannabær hans, þar sem við njótum ljúfra daga. Boðið verður upp á ævintýralega siglingu til sæbrattrar klettaeyjunnar Caprí þar sem siglt verður í Bláa hellinn og farið með stólalyftu upp á hæsta fjall eyjunnar, Monte Solaro. Við bæði siglum og ökum með Amalfíströndinni, sem er ein fallegasta strönd Ítalíu, með viðkomu í bæjunum Amalfí og Positano. Endum þessa glæsilegu ferð í nágrenni við bæinn Lido di Ostia þar sem við skoðum fallega bæinn Frascati í Albaner fjöllunum og Pompei þar sem finna má eina af frægustu fornminjum veraldar.