Í tröllahöndum í Noregi

Í þessari ferð um Noreg er óhætt að segja að margir af markverðustu stöðum landsins verði heimsóttir. Eftir flug til Bergen munum við skoða okkur um í bænum og virða fyrir okkur Hansabyggingarnar í Bryggen. Á leið okkar frá Bergen til Sognefjord förum við í stórkostlega lestarferð frá Voss, yfir Myrdal og áfram til Flåm. Á leiðinni gefst tækifæri til að upplifa mikilfenglegt landslag Noregs; há fјöll með snæviþöktum tindum, fallega fossa og sveitabæi, sem byggðir eru utan í snarbröttum fјallshlíðunum. Við höldum ferðinni áfram eftir þröngum fјörðum, yfir há fјöll og inn skjólsæla dali. Farið verður í dásamlega siglingu um Geirangursfjörð, þar sem gestir njóta einstaks útsýnis til stórbrotinna fjallanna og sjá þar dásamlega fossa steypast fram af fjallsbrúninni. Við ökum eftir hinum hrikalega Tröllastíg niður í fjalladýrð Romsdalsfjarðarins og til Þrándheims, þriðju stærstu borgar Noregs. Í Þrándheimi njótum við þess að kynnast borginni og heimsækjum meðal annars hina merku Niðarósdómkirkju. Áfram er haldið yfir Dofrafjöllin til Ringebu þar sem ein af hinum merku stafkirkjum landsins verður skoðuð og þaðan til Lillehammer sem hýsti vetrarólympíuleikana 1994. Ferðin endar í höfuðborginni Osló áður en haldið er heim á leið. 

Verð á mann í tvíbýli 249.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 47.700 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverðir á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Ferja frá Hellesylt til Geiranger.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Lestarferð með Flåm lestinni 10.700 kr. ISK, þarf að bókast samhliða ferðinni.
 • Niðaróskrikjan ca NOK 100
 • Ringebu stafkrikjan ca NOK 60
 • Holmenkollen ca NOK 140

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

8. ágúst | Flug til Bergen

Brottför frá Keflavík kl. 10:30. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Bergen kl. 14:50 að staðartíma. Við höldum á hótelið, komum okkur fyrir og förum í bæjarferð. Meðal þess sem er að sjá í bænum eru Hansabyggingarnar í Bryggen. Að skoðunarferð lokinni er tilvalið að heimsækja líflegan fiskmarkaðinn.

Við gistum eina nótt í Bergen.

9. ágúst | Bergen – Myrdal – Sognefjord - Leikanger

Næsta morgun yfirgefum við Bergen og ökum til Voss þar sem farið verður í stórfenglega lestarferð frá Voss í gegnum Myrdal og áfram til Flåm. Á þessari leið upplifum við eitt mikilfenglegasta landslag sem Noregur hefur upp á að bjóða, há fjöll með snæviþöktum tindum, fallega fossa og sveitabæi sem hafa verið byggðir utan í fjallshlíðunum. Flåm járnbrautin er eitt af meistaraverkum norskrar verkfræði en lagning hennar í erfiðu landslaginu hófst árið 1920 og lauk 20 árum seinna. Frá Flåm verður ekið til Fodnes þar sem við tökum ferju yfir til Manheller. Við höldum för okkar áfram með fram undurfögrum Sognefjord þar til við komum að náttstað okkar í Leikanger.

Gist eina nótt.

10. ágúst | Leikanger - Geirangursfjörður

Við byrjum daginn á að aka upp með firðinum og höldum svo áfram upp Gaula fjallið og upp á hásléttuna. Þetta er einstaklega spennandi og fjölbreytt leið eftir þröngum fjörðum, yfir há fjöll og inn í skjólsama dali. Við förum með fram Jølster vatninu, sem er þekkt fyrir sinn ljúffenga silung og komum til Skei, þar sem við stöldrum við í hádeginu. Við tökum svo ferju frá Anda yfir til Lote og frá Nordfjordeid ökum við með fram dýpsta stöðuvatni Evrópu; Hornindalsvatnet. Við ljúkum dagleiðinni með yndislegri ferjuferð frá Hellesylt til Geiranger. Á þessari rúmlega klukkutíma löngu siglingu er hægt að njóta einstaks útsýnisins til stórbrotinna fjallanna og dásamlegra fossa sem falla fram af fjallsbrúnunum.

Kvöldverður og gisting eina nótt á hóteli í Geirangri.

Opna allt

11. ágúst | Geirangursfjörður – Tröllastígurinn - Þrándheimur

Við ökum Örnevegen til Eidsdal og tökum þar ferju til Linge. Síðan er komið að því að aka eftir hinum hrikalega Tröllastíg til Åndalsnes, tæplega 3000 manna bæjarfélags, sem stendur við ósa árinnar Rauma mitt í fjalladýrð Romsdalsfjarðarins. Við höldum áfram til Dombås þar sem við tökum hádegishlé. Dofrafjöllin eru þekkt fyrir sauðnautin sín. Á heiðskírum dögum er oft hægt að sjá dýrin á beit uppi í fjallshlíðinni. Loks er haldið niður Oppdal til Þrándheims. Gist þar tvær nætur.

12. ágúst | Þrándheimur

Þrándheimur við árós Nidelven er þriðja stærsta borg í Noregi og var höfuðborg Noregs til forna. Við munum heimsækja Ringve Gård við borgina og sjá hina merku Niðarósdómkirkju frá 1070. Gamla brúin yfir ána er nú orðin tákn Þrándheims og gaman er að rölta um Bakklandet hverfið. Eftir skoðunarferðina gefst frjáls tími til að skoða sig um á eigin vegum.

13. ágúst | Þrándheimur – Ringebu stafkirkjan – Lillehammer

Eftir morgunverð kveðjum við Þrándheim og höldum til Ringebu þar sem skoðuð verður stafkirkja frá 12. öld. Ekið til Lillehammer sem er gamaldags norskur bær sem hýsti vetrarólympíuleikana 1994.

Gist í eina nótt í Lillehammer.

14. ágúst | Lillehammer – Hamar – Osló

Ekið verður sem leið liggur til Oslóar. Farið gegnum Hamar og með fram Mjösa, stærsta vatni Noregs. Á leiðinni verður stoppað við Domkirkeodden, þar sem glerhýsi hefur verið byggt yfir sögulegar dómkirkjurústir, og við Ólympíuskautahöllina í Hamri sem er stórglæsilegt mannvirki. Þaðan verður farið upp til Holmenkollen, sem er þekkt fyrir skíðastökkpallinn og flott útsýni yfir Osló og Oslófjörðinn.

Gisti í 1 nótt í Osló.

15. ágúst | Osló – heimferð

Í dag verður haldið í skoðunarferð um höfuðborg Noregs þar sem m.a. má sjá höllina, Akershus virkið, Vigelandsgarðinn og víkingaskipasafnið. Einnig gefst frjáls tími í Osló. Hægt er að mæla með gönguferð á Karl Johan, sem er helsta verslunar- og lystigata Oslóborgar, eða gönguferð niður á Aker bryggju. Síðdegis haldið út á flugvöll og flogið heim kl. 21:55, með lendingu í Keflavík kl. 22:45.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Inga Erlingsdóttir

Inga Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Grindavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og starfaði við kennslu upp frá því í mörg ár. Ferðamálanámi lauk hún 1989 frá Sviss og starfaði eftir það við ferðamál til 2009 bæði á Íslandi og í Noregi og hefur skipulagt fjölda ferða fyrir bæði einstaklinga og hópa. 

Guðni Ölversson

Guðni Ölversson er fæddur í Reykjavík en uppalinn á Eskifirði. Hann lauk kennaraprófi 1973 og hefur starfað sem kennari nær sleitulaust allar götur síðan. Hann hefur lengst verið kennari í Grindavík, í Biskupstungum bæði í Reykholti og á meðferðarheimilinu á Torfastöðum og í Öldutúnsskólanum í Hafnarfirði. Á námsárunum og í sumarfríum eftir að námi lauk stundaði hann sjómennsku.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir