17. – 25. júní 2023 (9 dagar)
Í stórbrotinni söguferð um vogskornar strendur Noregs heimsækjum við marga af markverðustu stöðum landsins og fáum atburði úr sögu Noregs, og jafnvel Íslands, beint í æð. Eftir flug til Bergen munum við skoða okkur um í bænum, virða fyrir okkur Hansabyggingarnar í Bryggen og eiga einnig frjálsan dag til að njóta í Bergen. Á leið okkar frá Bergen til Sognefjord förum við í stórkostlega lestarferð frá Voss, yfir Myrdal og áfram til Flåm. Á leiðinni gefst tækifæri til að upplifa mikilfenglegt landslag Noregs; fјöll með snæviþöktum tindum, fallega fossa og sveitabæi sem byggðir eru utan í snarbröttum fјallshlíðunum. Við höldum ferðinni áfram eftir þröngum fјörðum, yfir há fјöll og inn skjólsæla dali. Við skoðum stærsta víkingaskip sem fundist hefur í Noregi og heimsækjum hinn einstaka stað Loen. Farið verður í dásamlega siglingu um Geirangursfjörð, þar sem gestir njóta einstaks útsýnis til stórbrotinna fjallanna og sjá þar dásamlega fossa steypast fram af fjallsbrúninni. Við ökum eftir hinum hrikalega Tröllastíg og til Ringebu þar sem ein af hinum merku stafkirkjum landsins verður skoðuð og höldum þaðan til Lillehammer sem hýsti vetrarólympíuleikana árið 1994. Ferðin endar í höfuðborginni Osló áður en haldið er heim á leið.