Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
1. desember           Flug til München, Passau & sigling á Dónau

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð í síðastaPassau lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12.05 að staðartíma. Þaðan verður ekið til Passau, sem er við ármót Dónár, Inn og Ilz í Bæjaralandi. Árnar þrjár setja einstaklega fallegan svip á borgina og eru margir þeirrar skoðunar að þetta sé með fallegustu bæjarstæðum Evrópu. Strax á tímum Rómverja var borgin kastalavirki en frá 739 varð Passau að biskupsdæmi sem tilheyrði elstu borg Bæjaralands. Þar er töfrandi dómkirkja með eitt stærsta orgel í heimi. Hér verður farið um borð í skipið DCS Amethyst kl 15.30. Við byrjum á því að koma okkur fyrir í káetum en síðan er móttökuathöfn þar sem skipstjórinn býður jólaglögg, kynnir okkur fyrir áhöfn skipsins og útskýrir prógrammið næstu daga. Landfestar leystar kl 17.00 og verður siglt í átt að Regensburg. Nú njótum við þess að líða áfram í töfrandi umhverfi, mikilli ljósadýrð og að kynnast ferðafélögunum. Um kvöldið verður hátíðar aðventukvöldverður en að honum loknum er okkur boðið inn í gestasalinn, þar sem daglega er lifandi tónlist sem skapar góða stemningu og upplagt er að stíga dans. Miðnætursnarl verður svo í boði í gestasalnum.

 
 
2. desember           Sigling, Regensburg & frjáls tími

Skipið kemur að landi í Regensburg um kl. 08.30. Eftir Regensburg góðan morgunverð verður farið í stutta göngu um elsta hluta borgarinnar sem stendur við Dóná, næstlengsta fljót Evrópu (2.840 km). Meðfram ánni eru ævafornar samgönguleiðir þar sem m.a. Niflungar ferðuðust um til hirðar Etzels konungs. Borgin var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2006. Regensburg er töfrandi fögur og fetum við í fótspor þeirra sem voru hér fyrir 2000 árum og skráðu sögu borgarinnar, sem enn í dag er lifandi á vörum íbúa. Margt er að skoða í borginni. Hér er steinbrúin fræga, hliðið Porta Pretori, dómkirkjan og gamla ráðhúsið svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegisverð verður frjáls tími til að skoða sig um á jólamarkaði borgarinnar en einnig er áhugavert að líta á aðventumarkað við Thurn og Taxi höllina. Svo er hægt að njóta aðstöðunnar á skipinu en um eftirmiðdaginn er boðið upp á kaffi og jólabakkelsi. Lagt verður úr höfn kl 16.00 og siglt í átt að Nürnberg og upplagt að njóta útsýnis á leið okkar frá borginni í gestasal skipsins eða upp á dekki ef veður leyfir. Skipstjórinn býður upp á drykk fyrir kvöldmat og leiðir okkur svo inn í galakvöldverð með óvæntum eftirrétti að hætti hans. Óskað er eftir að farþegar klæðist betri klæðnaði þetta kvöld.

 
 
3. desember           Nürnberg & skipið kvatt

Við njótum morgunverðar um borð en kl 11.00 kveðjum Nürnberg við skipið. Byrjum á því að aka um Nürnberg, þessa gömlu ríkis- og virkisborg, sem er önnur stærsta borg Bæjaralands. Það er ótrúlegt en satt, að nærri 90% allra bygginga í borginni eyðilögðust í seinni heimsstyrjöldinni, en stór hluti húsanna hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd. Þetta verður frekar stutt skoðunarferð en á eftir verður frjáls tími. Í borginni er elsti og frægasti jólamarkaður Þýskalands og er upplagt að við fáum okkur púns þar saman í dag. Í Nürnberg gistum við í 5 nætur.

 
 
4. desember           Dagur í Bamberg

Eftir morgunverð verður ekið til Bamberg og farið í stutta skoðunarferð um borgina. Hún er lítil, en íbúar hennar eru um 71.000. Samt státar hún af mörgum, fallegum og frægum byggingum t.d. dómkirkjunni, höll biskupsins, Karmelitaklaustrinu og gamla ráðhúsinu. Ekki má gleyma reykbjórnum sem “Schlenkerla” kráin er fræg fyrir. Það væri upplagt að allir sem áhuga hafa hittist þar í hádeginu og fái sér hádegishressingu saman. Aðventumarkaður borgarinnar er mjög skemmtilegur.

 
 
5. desember           Dagur í WürzburgDagur í Bamberg

Í dag verður ekið til Würzburg, sem á sér langa sögu og er þar margt að skoða. Þetta er mjög falleg og lífleg borg sem varð fyrir miklum skemmdum í seinni heimsstyrjöldinni en hefur verið byggð upp í sinni upprunalegu mynd. Það eru 85 kirkjur í borginni, en íbúar eru um 130.000. Hér er einn skemmtilegasti jólamarkaður Þýskalands og gott verslunarhverfi, fyrir utan allt annað sem hægt er að skoða. Hér væri upplagt að sækja vínbónda heim á leiðinni til baka því borgin er umvafin stærstu vínökrum Þýskalands.

 
 
6. desember           Rothenburg ob der Tauber

Byrjum daginn rólega en eftir morgunverð liggur leið okkar til borgarinnar Rothenburg ob der Tauber sem er engri lík. Farið í bæjarferð og sagan kynnt enda eru minjar miðalda áberandi. Þegar gengið er um er hægt að ímynda sér glæsta riddara miðalda þeysa um göturnar. Hér er að sjálfsögðu einnig hægt að heimsækja jólamarkaðinn sem er á torgi miðbæjarins, ganga á borgarmúrnum, fara í ferð um bæinn á hestvagni eða fá sér drykk á gamaldags knæpu.

 
 
7. desember           Frjáls dagur í NürnbergJólaskraut Frjáls dagur í Nürnberg

Frjáls dagur í Nürnberg til að kanna borgina betur á eigin vegum. Margt er að skoða í borginni og mörg áhugaverð söfn, aðventumarkaðir og skemmtilegt verslunarhverfi.

 
 
8. desember           Heimferð frá München

Við kveðjum Nürnberg eftir yndislega daga. Nú verður ekið á flugvöll í München og brottför þaðan kl.13.05. Lent í Keflavík kl. 16.00 að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði milli daga í Nürnberg ef þörf þykir þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 227.700 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 48.800 kr.

 
 Lebkuchen
 
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar. Sigling á skipinu DCS Amethyst 4****.
• Gisting í 2 nætur á skipinu DCS Amethyst í 2ja manna klefa með sturtu/salerni.
• Móttökudrykkur á skipinu DCS Amethyst.
• Morgun-, hádegis-, kvöldverður- og miðnætursnarl á skipinu DCS Amethyst.
• Eftirmiðdags kaffibolli og jólabakkelsi á skipinu DCS Amethyst.
• Hátíðar aðventukvöldverður á skipinu DCS Amethyst.
• Hótelgisting í 2ja manna herbergi með baði í 5 nætur.
• Morgun- og kvöldverðir á hóteli.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Þjórfé, drykkir, aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur. Vínsmökkun og hádegisverðir (fyrir utan það sem tekið er fram í innifalið fyrir ofan).

 
 
Valfrjálst:

Vínsmökkun í Frankenhéraði ca. € 14.

 

Tengdar ferðir




Póstlisti