Skipið - Hjólað & siglt í Króatíu

Skipið - Hjólað & siglt í Króatíu

Siglt verður á mótorseglskipi úr tré með plássi fyrir 20–30 farþega. Þar eru eins og tveggja manna káetur með sér baðherbergi og salerni. Í boði eru káetur með hjónarúmi og aðskilin rúm sem eru þá kojur. Þar sem ferðast er á seglskipi eru káeturnar í minna lagi. Um borð er einnig borðsalur, bar sem er opin allan daginn (ekki er leyfilegt að koma með eigin drykki um borð) og sóldekk. Hámarks siglingarhraði skipsins er um 9 hnútar. Áhöfnin samanstendur af skipstjóra, stýrimanni, kokki, þjón og háseta. Aðeins er siglt að degi til og stundum lagt við akkeri í víkum og flóum þegar þörfin fyrir sundsprett grípur farþegana. Aðgengi að sjónum er auðvelt með tröppu niður í vatnið þannig að ekki þarf að stökkva frá þilfarinu. Um nætur er alltaf dvalið við bryggju eða við akkeri. Við mælum með að hafa eyrnatappa meðferðis til að sofa með þegar dvalið er við bryggju.




Póstlisti