Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
10. nóvember           Brottför frá Keflavík

Bangkok

Brottför frá Keflavík kl. 08.00 og lending í Kaupmannahöfn kl. 12.00 (+1 klst.) að staðartíma. Þaðan verður flogið til Bangkok í næturflugi, brottför kl. 14.00 og lending í Bangkok kl. 06.30 (+7 klst) að staðartíma þann 11. nóvember. Næturflugið tekur 10 klst og 30 mín.

 
 
11. nóvember           Lending í Bangkok (K)

Eftir komuna til Bangkok skráum við okkur inn á hótelið. Bangkok er í senn stærsta borg Taílands og höfuðborg landsins. Borgin býður upp á fjölbreytt mannlíf og áhugaverða ferðamannastaði. Um kvöldið, eftir nokkurra tíma afslöppun eða bæjarrölt á eigin vegum, siglum við um ána Chao Phraya og njótum kvöldverðar um borð í bátnum. Gist í Bangkok í eina nótt.

 

12. nóvember           Bangkok – Chiang Rai – Gullni þríhyrningurinn (M / H / K)

Eftir morgunmatinn ökum við út á flugvöll til að fara í Chiang Rai innanlandsflug til Chiang Rai sem er höfuðstaður norður taílenska landsvæðisins Chiang Rai við landamærin að Búrma og Laos. Við borðum hádegisverð á veitingastað í miðbænum og fáum tækifæri til að smakka á kaffi sem er framleitt á svæðinu. Héðan höldum við í norðurátt til Gullna þríhyrningsins, þar sem landamæri Taílands, Búrma og Laos koma saman. Við ökum með rútu í gegnum myndrænt landslagið með fallegum fjöllum og grænum dölum og njótum náttúrunnar á leiðinni. Þar til fyrir nokkrum árum síðan var Gullni þríhyrningurinn mistöð ópíumframleiðslu í Asíu. Í dag eru það aðallega minjagripir, handverk og uppskera sem eru seld á svæðinu og oft má sjá sölumenn á ferð um brúna yfir Mekong-fljótið. Við stoppum við Opíumsafnið í bænum Baan Sop Ruak en safnið er styrkt af taílensku konungsfjölskyldunni og gefur okkur spennandi innsýn í sögu ópíumsölu og framleiðslu fyrr á tímum.
 

Á eftir förum við í siglingu á Mekong-fljótinu sem er nærri 5000 km langt og rennur í gegnum Kína, Búrma, Laos, Kambódíu, Taíland og Víetnam. Á leiðinni sjáum við eitt af stóru spilavítunum í Búrma og stoppum við þorp á laoska bakkanum. Héðan höldum við áfram landleiðina til landamærabæjarins Mae Sai sem er nyrsti punktur Taílands og fáum tækifæri til að fara í stutta heimsókn í landamærabæinn Tachilek á búrmísku hlið landamæranna. Hér getum við fengið innsýn í menningu Norður-Taílands á markaði sem dregur að sér fólk frá öllu svæðinu og jafnvel gefst tækifæri til að festa kaup á sígildu taílensku handverki. Kvöldverður snæddur á veitingastað á svæðinu. Gist í eina nótt á hóteli í Mae Sai.

 
 
13. nóvember           Mae Sai - Mae Salong - Fang      (M / H / K)

Eftir morgunverðinn yfirgefum við hótelið og ökum í Mae Sai gegnum fjalllendið til þorpsins Santikhiri sem var þekkt undir nafninu Mae Salong (Fjall friðarins) allt fram á miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Þorpið var upprunalega byggt af Kuomintang Kínverjum á sjöunda áratugnum eftir að þeim var vísað frá Kína þegar kommúnistar náðu þar völdum árið 1949. Santikhiri liggur í 1.800 metra hæð yfir sjávarmáli og þar blómstra japönsk kirsuberjatré á svölustu tímabilunum. Í þorpinu er að finna kínversk hof auk basara og verslana sem starfræktar eru undir berum himni og bjóða upp á vörur úr nágrenninu t.d. kaffi, te og ferska ávexti. Þess vegna dregur þorpið að sér marga ættbálka frá Lisu og Akha sem koma þangað til að versla. Við heimsækjum líka teakur á hálendinu og sjáum hvernig teplönturnar eru ræktaðar og skornar. Það gæti verið mögulegt að fá að smakka á teinu á meðan við snæðum hádegismat.
 
Við höldum áfram til Fang. Á leiðinni þangað verður stoppað við eina af mörgum appelsínuekrum svæðisins og við skoðum heita hveri í Ban Pin. Hverirnir eru í um 10 km fjarlægð frá Fang og eru notaðir sem náttúruleg orkuupspretta. Hitinn í hverunum getur náð allt að 90-100°C og stærsti hverinn gýs brennisteinslyktandi gufum og vatni á um 30 mínútna fresti. Gufan frá hverunum er leidd í gegnum nokkrar túrbínur sem framleiða orku og sjá nærliggjandi þorpum fyrir rafmagni. Við hverina hafa einnig verið byggðir nokkrir litlir kofar þar sem hægt er að njóta heits gufubaðs.Við gistum á hóteli í Fang næstu tvær nætur og um kvöldið snæðum við kvöldverð á hótelinu. Við getum því látið okkur hlakka til kjarngóðrar máltíðar sem er matreidd úr ferskum vörum frá Phumanee fjöllunum, þar sem ættbálkarnir rækta uppskeru sína. Það eru fáir ferðamenn á svæðinu og þess vegna munum við hafa það á tilfinningunni að við séum að upplifa hið sanna Taíland.

 
 
14. nóvember           Skoðunarferð til Phumanee fjallanna – Lahu fólkið      (M / H / K)

Um morguninn munum við halda í ferð upp í Phumanee Lahu fólkiðfjöllin, þar sem við munum meðal annars heimsækja Lahu fólkið í þorpinu þeirra. Við ökum fyrsta hlutann í rútunni en eftir því sem við komum hærra upp, þá skiptum við yfir í farartæki sem hentar landslaginu betur. Phumanee fjöllin eru staðsett fyrir utan Fang og liggja í Thai þjóðgarðinum. Hæst fjallanna er Doi Pha He Pok sem er 2.845 metra hátt. Fjöldinn allur af fjallaættbálkum býr í þjóðgarðinum, einn þeirra er Lahu fólkið. Við ætlum að heimsækja ættbálkinn og þorpið þeirra sem liggur í nærri 1.300 metra hæð uppi á fjallinu. Ellefu börn fyrrum höfðingja þorpsins hafa tekið að sér að rækta upp jörðina í kringum þorpið í sameiningu og framleiða kaffi, te og grænmeti eftir lífrænum leiðum. Lahu-fólkið býr einnig til fallegt handverk úr náttúrulegum vörum. Í heimsókninni til Lahu fólksins fáum við innsýn í líf þess. Við fáum að fylgjast með vinnu fjallabóndanna á ökrunum, handtökunum á bak við handverkið og hinum einfalda hversdagsleika í þorpinu.
 Orkidea brönugrasabúgarður Orchid branch 
Í þorpi Lahu fólksins gefst okkur meðal annars tækifæri til að taka þátt í að ná te- og kaffibaunauppskeru í hús og vera með þegar hádegisverður er útbúinn úr ferskri hrávörunni af ökrunum. Síðan fáum við að smakka á útkomunni. Við fáum einnig áhugaverða innsýn í notkun og framleiðslu ættbálksins á náttúrulyfjum og förum í heimsókn á heimili þar sem við sjáum hvernig meðlimir ættbálksins búa. Hægt verður að fara í hefðbundið nudd og þeir sem vilja geta nælt sér í smá síðdegislúr í fersku fjallaloftinu. Frá gestaskálanum höfum við heillandi útsýni yfir dalina í kringum þorpið. Áður en við snúum til baka til Fang, verður okkur boðið upp á sígildan eftirrétt ásamt kaffi og te í þorpinu. Um kvöldið snæðum við kvöldverð saman á veitingastað í Fang.

   
 
15. nóvember           Fang – Chiang Mai      (M / H / K)

Við skráum okkur út af hótelinu eftir morgunverðinn og fylgjum hlykkjóttum fjallaveginum til suðurs í áttina að Chiang Mai, næststærstu borgar Taílands. Á leiðinni stoppum við til að snæða hádegisverð á góðum taílenskum veitingastað. Síðdegis munum við líta við á brönugrasabúgarði og sjáum fallegu og ilmandi blómin sem ræktuð eru til útflutnings. Við höldum áfram á hótelið okkar í Chiang Mai þar sem við munum dvelja í tvær nætur. Um kvöldið förum við á veitingastað þar sem við borðum sígildan, norðurtaílenskan kantoke-kvöldverð og njótum danssýningar með taílenskum dönsum.

 
 
16. nóvember           Chiang Mai – Markaður – Taílensk matargerð      (M / H / K)

Eftir morgunverðinn heimsækjum við markaðinn í Taílenskur matreiðsluskóliChiang Mai þar sem básar með fersku grænmeti, ávöxtum, textíl og handverki standa hlið við hlið og keppast við að ná athygli fólks. Chiang Mai er þekkt fyrir sína vel varðveittu menningu og handverk sem hefur erfst frá kynslóðum til kynslóða. Við röltum um markaðinn til að fanga stemninguna og upplifa líf heimamanna á meðan við verslum ferskar matvörur fyrir matreiðslukennslu dagsins sem er næst á dagskrá.
 
Við förum með rútu til taílensks matreiðsluskóla þar sem við lærum hvernig á að matreiða sígilda taílenska máltíð eftir kúnstarinnar reglum. Kennarinn aðstoðar við okkur eldamennskuna á meðan sýður í pottunum og sterk kryddlyktin dreifist um eldhúsið. Að lokum fáum við að bragða á árangrinum áður en við höldum til baka til Chiang Mai. Frjáls tími í Chiang Mai þar til við snæðum kvöldverð saman á veitingastað í borginni.

 
 
17. nóvember           Chiang Mai – Bangkok – Fljótasigling      (M / H / K)

Snemma morguns skráum við okkur út af hótelinu í Chiang FljótasiglingMai og ökum út á flugvöll þaðan sem við tökum flug aftur til Bangkok. Frá Bangkok ökum við í áttina að höfuðstað héraðsins, Kanchanaburi, í vesturhluta Taílands. Á leiðinni stoppum við í Nakorn Pathorm þar sem við munum sjá Phra Pathom Chedi sem er stærsta pagóða í suðaustur Asíu. Héðan höldum við áfram til Khao Noi hellahofsins sem er á vesturbakka Kwai-fljótsins. Klaustrið er byggt undir greinilegum áhrifum frá kínverskri byggingarlist og frá toppi þess sést fallegt fjallalandslag Kanchanaburis bera við sjóndeildarhringinn. Við skoðum einnig Wat Tham Sua eða Tígrishellahofið sem byggt er í taílenskum byggingarstíl. Í Kanchanaburi borðum við góðan hádegisverð áður en við höldum áfram til hins margrómaða Hellfire Pass skarðs sem var höggvið í gegnum klettavegginn. Hellfire Pass er hluti af „Járnbrautaspori dauðans“ (The Death Railway) sem var hafist handa við að byggja í seinni heimsstyrjöldinni fyrir tilstilli Japana, með það fyrir augum að tengja saman Taíland og Búrma.
 
Við fylgjum stígunum að Hin Tok brúnni og Konyu skurðinum þar sem við munum meðal annars skoða veggskjöld til minningar um stríðsfangana sem voru þvingaðir til að vinna hið hættulega starf sem fólst í því að leggja járnbrautarteinana. Við sjáum einnig Hin Lek Fai sem var reist til heiðurs þeirra stíðsfanga og asíska verkafólks sem lét lífið við lagningu teinanna. Brúin yfir Kwai-fljótið var eyðilögð í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en síðar var hún endurbyggð og gerð ódauðleg í kvikmyndinni „The Bridge on the River Kwai“ eða Brúin yfir Kwai-fljótið sem var frumsýnd árið 1957. Við stígum um borð í skipið RV River Kwai við Daowadung brúna og hefjum stórkostlegt ævintýri okkar á Kwai-fljótinu. RV River Kwai skipið var byggt árið 2002 og er fyrirmynd þess skip búrmanska Irrawaddy flotans sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1865. Skipið er innréttað í sígildum nýlendustíl með dökkum káetum úr tekkvið. Skipið rúmar 10 litlar og notalegar káetur sem eru allar á sama þilfari, allar með lofkælingu og eigin baði og salerni. Við gistum næstu þrjár nætur á skiptinu. Á efsta þilfarinu er að finna veitingastað og bar þar sem er mögulegt að njóta drykkja undir opnum himni með útsýni út yfir fallega náttúruna. Skipið mun leggjast við akkeri utan við Sai Yok Yai fossinn sem er í þjóðgarði er ber sama nafn. Við borðum kvöldverð um borð í skipinu, mitt í óspilltri náttúrunni.

  
 
18. nóvember           Fljótasigling – Sai Yok Yai - Sai Yok      (M / H / K)

Við snæðum morgunverð um borð í skipinu á meðan við Fljótasigling - Thai Nationalparksiglum rólega niður fljótið. Við gerum hlé á ferð okkar og leggjumst að bakka Kwai Noi fljótsins þar sem við heimsækjum skóla fyrir börn flóttamanna sem byggður var með stuðningi prinsessunnar Sirindhorn. Næsta stopp er við Pha Tad fossinn sem er einn fallegasti foss Kanchanburi héraðsins.  
 
Eftir hádegisverð sem er framreiddur um borð í bátnum munum við fara í flúðasiglingu á kanóum eða bátum á Kwai Noi ánni og ef tími gefst til heimsækjum við þorpið Mon. Þorpið er byggt af Mon-fólkinu sem flúði upprunalega frá Búrma til Taílands og hefur lifað kynslóð eftir kynslóð á kakó- og kókoshneturækt. Við snúum til baka til skipsins og borðum kvöldverð um borð í því.

 
 
19. nóvember           Fljótasigling – Sai Yok – Ban Kao      (M / H / K)

Eftir morgunverð um borð í skipinum höldum við í stutta Sai Yok fílaþorpið heimsókn í Sai Yok fílaþorpið sem staðsett er við bakka fljótsins. Hér gæti gefist kostur á að fara í hálftíma ferð á fílsbaki í gegnum skóginn eftir ánni, ferðin yrði á eigin kostnað (ca. Baht 500 á mann / 1.800 kr. ). Við njótum hádegisverðar á skipinu þar sem það flýtur rólega niður eftir Kwai-fljótinu í átt að Wang Pho brúnni. Eftir hádegisverð er ferðinni heitið til Tham Krasae þar sem við skoðum Krasae hellana sem geyma mörg falleg Búdda líkneski. Við förum með lest til Tha Kilen lestarstöðvarinnar og þaðan höldum við áfram til rústanna af gamla, 14. aldar Khmerbænum, Prasat Muang Singh, sem var verslunarstaður í hinu gríðarstóra Angkorríki. Yfirgefnu hofbyggingarnar bera vitni um hinn tapaða ríkidóm Khmerveldisins. Við stígum um borð í skipið og höldum áfram niður eftir fljótinu. Síðdegið er frjálst til afslöppunar. Um kvöldið leggst skipið við akkeri nærri Ban Kao og við snæðum kvöldverð með áhöfn skipsins.

 
 
20. nóvember           Fljótasigling – Ban Kao – Kanchanaburi – Ayutthaya      (M / H / K)

Í dag siglum við í áttina að Wat Tham Khaopoon, Wat Tham Khaopoon Búddahofbúddahofi þar sem er að finna níu herbergi með trúarlegum líkneskjum. Í miðju hofsins er kalksteinshellir með dropasteinum og áhugaverðum Búdda líkneskjum. Frá bakhlið hofsins getum við fengið gott útsýni yfir dalina og Kwai-fljótið. Við höldum áfram með rútu til Kanchanaburi þar sem við ætlum að sjá hina heimsþekktu brú yfir Kwai-fljótið. Hún var mikilvægur hluti af Járnbrautaspori dauðans sem Japanir þvinguðu stríðsfanga og asískt verkafólk til að byggja á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Sterkbyggð brúin eyðilagðist í allsherjar sprengjuárasum á svæðið í lok seinni heimsstyrjaldar en var endurbyggð af Japönum.
 
Við höldum áfram til JEATH safnsins sem segir sögu Járnbrautaspors dauðans. Við heimsækjum einnig Donrak stríðskirkjugarðinn þar sem margir þeirra er létust við lagningu járnbrautateinanna eru grafnir. Við snúum til baka í skipið og snæðum hádegisverð um borð í honum á meðan við siglum sem leið liggur til Nong Ya hafnarinnar. Hér kveðjum við skipið og áhöfn þess og höldum áfram til Ayutthaya þar sem við gistum á hóteli í eina nótt. Í Ayutthaya förum við í tuk tuk ferð um bæinn og sjáum nokkrar af gömlu hofrústunum. Kvöldverður snæddur á veitingastað í borginni.

 
 
21. nóvember           Ayutthaya – Chao Prom – Khao Yai      (M / H / K)

Eftir morgunverðinn skráum við okkur út af hótelinu og Búddamunkar við Ayutthaya stöðinaförum í stutta gönguferð um svæðið til að upplifa stemninguna þar. Nálægt Ayutthaya stöðinni fáum við kannski að sjá hinum einkennandi búddamunkum bregða fyrir í gulu kuflunum sínum, þar sem þeir safna saman mat á svæðinu. Við förum með ferju á markaðinn í Chao Prom þar sem hægt er að kaupa allskyns vörur – frá klæðnaði til daglegra nauðsynja og matar. Hér er til dæmis tilvalið að prófa að panta „sticky rice“ í einum af matarstöllunum ef þig langar í eitthvað sætt undir tönn. Við siglum til baka til Ayutthaya og tökum lestina þaðan til Pak Chon stöðvarinnar. Á leiðinni njótum við útsýnisins yfir græna hrísgrjónaakra og getum fylgst með daglegu lífi fólksins. Við borðum hádegisverð á veitingastað á svæðinu og höldum áfram til Theppitak hofsins þar sem hinn hvíti Búdda situr í fjallinu. Síðan heimsækjum við markað þar sem einungis eru seldir ávextir og plöntur. Gist á hóteli nærri Khao Yai þjóðgarðinum næstu tvær nætur.

 
 
22. nóvember           Khao Yai þjóðgarðurinn      (M / H / K)

Snemma um morguninn ökum við inn í Khao Yai Khao Yai þjóðgarðurinn þjóðgarðinn þar sem stórfengleg náttúran bíður okkar. Garðurinn, sem er næststærsti þjóðgarður Taílands, nær yfir rúmlega 2000 km2 svæði og er þekktur fyrir tilkomumikið plöntu- og dýralíf. Hér í gróðursælum og kvikum fjallaskóginum, milli stórra burkna, grænna slétta og fallegra fossa, ætlum við að fara í gönguferð. Ef við erum heppin þá sjáum við kannski apa, villisvín, fíla og hirti leynast í þjóðgarðinum. Á svæðinu lifa um 320 fuglategundir, 67 tegundir af spendýrum og meira en 3.000 plöntutegundir, þannig að þetta er sannkölluð Mekka fyrir náttúruunnendur. Við borðum hádegisverð í þjóðgarðinum en höldum síðan heim á hótel þar sem við getum slakað á.
 
Síðdegis heimsækjum við vínbúgarðinn Gran Monte. Þessi fallegi vínbúgarður sem er rekinn af taílenskri fjölskyldu, er í Asoke dalnum rétt suður af Korat. Gran Monte hefur unnið til margra aðlþjóðlegra verðlauna í vínsmökkunarkeppnum og stór hluti velgengninnar má skrifa á dótturina í fjölskyldunni, Nikki Lohitnavy. Hún er fyrsti sérmenntaði vínsérfræðingur Taílands sem hélt erlendis til náms. Hún er einnig fyrsta konan í landinu sem hlaut réttindi sem vínframleiðandi og hefur unnið til hinna virtu verðlauna „Wolf Blass Fosters Wine Prize for Excellence in Winery“. Við fáum spennandi innsýn í framleiðslu fjölskyldunnar á verðlaunavínunum og njótum kveðjukvöldverðar á veitingahúsi vínekrunnar áður en við höldum til baka á gististaðinn.

 
 
23. nóvember           Khao Yai - Bangkok      (M / H )

Morguninn er frjáls til afslöppunar þar sem þú getur t.d. slappað af við laugina. Við snæðum hádegisverð á gististaðnum áður en við ökum til Bangkok þar sem við munum eiga frjálsan tíma áður en við leggjum af stað heim seint um kvöldið.

 
 
24. nóvember           Heimferð

Flogið í næturflugi frá Bangkok kl. 00.50 til Kaupmannahafnar og lending þar um morguninn kl.06.35 að staðartíma, en flugið tekur 11 klst. og 45 mín. Síðan er flogið áfram heim með Icelandair kl. 13.20 að staðartíma og lending í Keflavík kl. 15.30.

 
 



 
 
Verð: 698.600 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 97.700 kr.

 
 Lahu stelpa

 
Innifalið: 

• Áætlunarflug með Icelandair: Keflavík - Kaupmannahöfn - Keflavík
• Áætlunarflug: Kaupmannahöfn – Bangkok – Kaupmannahöfn
• Tvö innanlandsflug
• Flugvallaskattar fyrir alla ferðina
• Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu
• Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu
• Fjögurra daga fljótasigling með RV River Kwai fljótaskipinu í tveggja manna káetu á Kwai fljótinu.
• 10 nætur í tveggja manna herbergi á hótelum.
• Sjá í ferðalýsingu hvaða máltíðir eru innifaldar
  (M=morgunverður, H=hádegisverður, K=kvöldverður)
• Staðarleiðsögn
• Íslensk fararstjórn
• Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð

 
 
Ekki innifalið:

• Þjórfé fyrir erlenda staðarleiðsögn og bílstjóra
• Aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp í ferðalýsingu
• Ferð á fílsbaki (19. nóvember)
• Forfalla- og ferðatryggingar

 

 
 

 Ferðaskilmálar Bændaferða


 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti