Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
30. september           Flug til Jóhannesarborgar

Brottför frá Keflavík með British Airways kl. 11:05 og Heimsækjum safn helgað Nelson Mandelalending í London (Heathrow) kl. 14:55 (+1 klst.) að staðartíma. Þaðan verður flogið til Jóhannesarborgar í næturflugi, brottför kl. 19:10 og lending í Jóhannesarborg kl. 07:10 (+2 klst) að staðartíma þann 1. október. Næturflugið tekur 11 ½ klst.

 
 
1. október           Jóhannesarborg – Soweto - Pretoria      ( H / K )

Lent verður í Jóhannesarborg að morgni dags. Þar sem herbergi okkar verða ekki til reiðu fyrr en eftir hádegi hefjum við ferðina á að skoða okkur um í Soweto, úthverfi í Jóhannesarborg, sem áður var ætlað einungis þeldökku fólki. Við fáum að heyra um byltinguna sem hófst hér, heimsækjum safn helgað Nelson Mandela og lærum um fólkið sem hér býr. Eftir hádegismatinn verður haldið á hótelið í Pretoria þar sem hægt verður að slappa af og safna kröftum fyrir ævintýri komandi daga. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverð á hótelinu. Gist í Pretoria eina nótt.

 
 
2. október           Panoramaleiðin – Blyde River-gljúfrið – Hazyview      ( M / K )

Eftir morgunmatinn stefnum við í austurátt til Hazyview. Blyde River-gljúfrið Við ökum Panoramaleiðina sem er oft sögð eitt fallegasta svæði Suður-Afríku. Fyrsti viðkomustaður okkar verður við God‘s window en þaðan er frábært útsýni yfir Lowveld. Einnig sjáum við Pinnacle Rock, klettadranga úr graníti og Bourke‘s Luck Potholes skessukatlana, djúpar og sívalningslaga holur í berginu sem mynduðust vegna árrofs. Hápunktur dagsins eru Three Rondavels klettabjörgin, en við hagstæð veðurskilyrði er stórkostlegt útsýni þaðan yfir hið stórbrotna gljúfur Blyde River Canyon sem 33 km langt og talið eitt mesta náttúruundur landsins. Gist á hóteli í Hazyview í eina nótt og kvöldverður snæddur á hótelinu.

 
 
3. október           Safarí í Krugerþjóðgarðinum      ( M / H / K )

Ekin verður tiltölulega stutt leið í Kruger-þjóðgarðinn, Safarí í Krugerþjóðgarðinumstærsta þjóðgarð Suður-Afríku en hann er á stærð við Belgíu. Þar sem við hefjum daginn mjög snemma verður ekki morgunverður á hótelinu, heldur verða nestispakkar með í för. Í Krugerþjóðgarðinum verður farið í safaríferð um garðinn sem er þekktur fyrir verndun villtra dýra og vistfræði sína. Ferðast verður um í opnum jeppum og munum við sjá dýr á borð við ljón, hlébarða, vísunda, antilópur, gíraffa, sebrahesta, nashyrninga, fíla, híenur og bavíana í sínu náttúrulega umhverfi.
 
Í gegnum árin hafa villtu dýrin vanist bílaumferðinni um garðinn og má því jafnvel sjá t.d. fíla, gíraffa og antílópur á beit í námunda við kyrrstæða bíla. Það getur jafnvel komið fyrir að hópur ljóna eða blettatígrar standi í vegi bílanna og hindri för þeirra eftir veginum. Ef heppnin er með okkur munum við sjá „The Big Fives“ Afríku, þ.e. nashyrninga, fíla, hlébarða, ljón og buffala. Hádegisverðarpakkar verða einnig meðferðis og nýtist því allur dagurinn í garðinum. Næstu tvær nætur verður gist í þjóðgarðinum og mun gisting okkar bera keim af dæmigerðum óbyggðablæ þótt gist verði í nútímalegum safarítjöldum með baði. Okkur gefst þannig kostur á að upplifa hljóð og ilm þjóðgarðsins á einstakan hátt. Ef veður leyfir þá verður snæddur Boma kvöldverður undir afrískum himni, annars verður kvöldverðarhlaðborð innandyra.

 
 
4. október           Safarí í Krugerþjóðgarðinum – framhald      ( M / K )

Safaríferðinni verður haldið áfram þar sem frá var horfið Safarí í Krugerþjóðgarðinum í gær. Reynt verður að komast til einhverra þeirra svæða sem ekki náðist að skoða í gær. Áfangastaðurinn er háður tilmælum þjóðgarðsvarðanna, þar sem aðgangur að ákveðnum svæðum gæti verið takmarkaður vegna verndunar dýranna.
 
Eftir hádegi verður haldið aftur á gististaðinn þar sem okkur gefst frjáls tími áður en farið verður í sólseturssafarí síðdegis. Kvöldverður er borðaður á gististaðnum.

 
 
5. október           Kruger – Port Elizabeth      ( M )

Eftir morgunverðinn yfirgefum við Krugerþjóðgarðinn og ökum tilbaka í áttina að Jóhannesarborg. Frá flugvelli Jóhannesarborgar fljúgum við til fallega strandbæjarins Port Elizabeth sem stendur við ylvolgt Indlandshafið. Gist í eina nótt á hóteli í Port Elizabeth.

 
 
6. október           Port Elizabeth – Tsitsikamma þjóðgarðurinn - Knysna      ( M / K )

Ekin verður fögur leið til Tsitsikamma þjóðgarðarins semKnysna er þekktur fyrir fjölbreytt fuglalíf, fágætar plöntur, tré og heillandi klettaströnd. Eftir stutta gönguferð, þar sem m.a. verður gengið yfir ævintýralegu hengibrúna sem liggur yfir ána Storms River, heldur ferð okkar áfram gegnum Natures Valley til strandbæjarins Plettenberg Bay. Farin verður svonefnd Blómaleið til Knysna en þar skellum við okkur í siglingu á Knysna-lóninu með fallegt útsýni út yfir Knysna Heads höfðana, tvær sandsteinsmyndanir sem marka innsiglingu lónsins. Kvöldverður verður snæddur um borð í bátnum. Gist í tvær nætur á hóteli í Knysna.

 
 
7. október           Frjáls dagur í Knysna      ( M )

Í dag er tilvalið að taka það rólega í þessu fagra umhverfi og jafnvel láta dekra við sig í heilsulind hótelsins. Við ströndina eru áhugaverðar gönguleiðir og við aðalgötuna eru huggulegar búðir og góðir veitingastaðir sem bjóða upp á girnilega sjávarrétti.

 
 
8. október          Litla Karoo – Strútabúgarður í Oudtshoorn      ( M / H )

Að loknum morgunverði er ekið í gegnum hið stórbrotna Quteniqua Pass skarð á leið okkar til Oudtshoorn, stærsta bæjar Litla Karoo og aðalmiðstöðvar strútaræktunar. Þar heimsækjum við strútabúgarð. Við sjáum sýningu, fræðumst um strúta og snæðum að því loknu hádegisverð á búgarðinum. Eftir hádegi höldum við til norðurs og skoðum heimsþekktu dropasteinshellana Cango Caves áður en farið er aftur til Oudtshoorn og gist eina nótt í útjaðri borgarinnar.

 
 
9. október           Oudtshoorn – Höfðaborg      ( M )

Haldið verður vesturátt gegnum bæinn Swellendam sem Cape Town South Afrikastendur við rætur Langeberg fjallanna. Swellendam er talinn vera þriðji elsti evrópski bærinn í Suður-Afríku. Fljótlega eftir hádegi verður komið til Höfðaborgar og borgin er skoðuð. Ekið verður gegnum elstu borgarhlutana, frá Góðrarvonarkastalanum eftir Heerengracht og Adderley stræti með öllum sínum minnisvörðum, fram hjá Groote Kerk kirkjunni og Menningarsafninu.
 
Ef veðrið og útsýnið er gott er tilvalið að fara í ferð með kláf upp á Borðfjallið (Table Mountain). Fjallið er aðalkennileiti Höfðaborgar og þegar himinn er heiður er frábært útsýni þaðan yfir borgina og út á hafið. Við göngum um fyrrum grænmetisgarða Hollenska Austur-Indíafélagsins áður en komið er að frægu höfninni, Victoria & Alfred Waterfront, en þar má að finna fjöldann allan af verslunum, veitingastöðum og annarri afþreyingu. Gist fjórar nætur á hóteli í Höfðaborg.

 
 
10. október           Stellenbosch - Vínræktarhéruð      ( M / H )

Í dag sjáum við fjölbreytilegt landslag heimsþekktra Stellenbosch - Vínræktarhéruð	vínhéraða Suður-Afríku sem eru einungis í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Höfðaborg. Dagurinn hefst samt á fróðlegri heimsókn í fátækari bæjarhluta Höfðaborgar og við fáum innsýn í aðbúnað fólks sem þar býr við afar bágborin kjör. Heimamenn munu sjálfir sýna okkur hverfin sín.
 
Héðan liggur leiðin til næstelstu borgar landsins, Stellenbosch, en hún er þekkt fyrir byggingar frá tímum hollensku landnemanna. Bærinn var stofnaður árið 1679 og er vínhefð svæðisins nánast jafngömul. Við lítum aðeins í kringum okkur í borginni og snæðum hádegisverð í Stellenbosch. Ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki að fara í vínsmökkun þennan dag.

 
 
11. október           Frídagur      ( M )

Í dag gefst tími til þess að slaka á og njóta dvalarinnar í Höfðaborg. Mögulegt er að fara í skoðunarferðir t.d. til Robben Island eyjunnar, en nafnið sem er hollenskt þýðir selaeyjan. Á eyjunni má m.a. finna fangelsið þar sem Nelson Mandela var fangi megnið af þeim 27 árum sem hann var fangelsaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni. Síðdegis mætti fara og skoða Greenmarket og enda niðri á Victora & Alfred Waterfront höfninni.

 
 
12. október           Góðrarvonarhöfði (Cape of Good Hope)      ( M / H / K )

Eftir morgunverðinn höldum við í dagsferð að Góðrarvonarhöfði (Cape of Good Hope) Góðrarvonarhöfða sem er einn af hápunktum ferðarinnar. Ekið verður eftir ströndinni í gegnum úthverfin Sea Point, Clifton og Camps Bay til Hout Bay sem er miðstöð fiskiðnaðar á svæðinu. Leiðin liggur eftir Chapman‘s Peak Drive með fallegu útsýni út yfir Atlantshafið að Góðrarvonarhöfða.
 
Við höfðann gefst kostur á að ganga upp að vitanum og njóta stórkostlegrar sýnar yfir hafið þar sem Indlands- og Atlantshaf mætast. Ferðin að Góðrarvonarhöfða mun seint gleymast, en náttúrufegurð hvítra stranda Atlantshafsins láta engan ósnortinn. Við höldum áfram til Simon‘s town og snæðum hádegisverð í þessum fallega sjávarþorpi. Einnig verður áð á minnsta náttúruverndarsvæði í heimi þar sem finna má hundruðir mörgæsa. Um kvöldið snæðum við kveðju kvöldverð á veitingastað í Höfðaborg.

 
 
13. október           Heimferð      ( M )

Frjáls tími fram eftir degi. Rýma þarf herbergin um hádegi, en hótelið getur geymt farangur okkar áfram. Síðdegis verður haldið á flugvöllinn í Höfðaborg. Brottför með næturflugi til London kl. 19:20 (+2 klst.) að staðartíma og lendum við í London kl. 06:15 (+1 klst.) næsta dag, 14. október. Flugið til London tekur 11 ½ klst.

 
 
14. október

London og flug heimLent í London kl. 06.15 (+1 klst.) um morguninn. Flogið áfram heim kl. 08:15 (+1 klst) að staðartíma og áætluð lending í Keflavík kl. 10:15.

 
  
 
Verð: 518.800 kr. á mann í tvíbýli.            Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 63.900 kr.

 
 Safarí í Krugerþjóðgarðinum
 
Innifalið: 

• Áætlunarflug með British Airways: Keflavík - London - Jóhannesarborg
• Áætlunarflug með British Airways: Höfðaborg – London -Keflavík
• Innanlandsflug frá Jóhannesarborg til Port Elizabeth
• Flugvallaskattar fyrir alla ferðina
• Akstur til og frá flugvelli í Jóhannesarborg, Port Elizabeth og Höfðaborg
• Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu í loftkældri rútu
• Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu
• Jeppasafarí í Kruger þjóðgarðinum
• Gisting í 10 nætur í tveggja manna herbergjum á góðum milliklassa hótelum
• Gisting í 2 nætur í tveggja manna safarítjöldum (Lodges) vegna dvalar í Kruger þjóðgarðinum
• Sjá í ferðalýsingu hvaða máltíðir eru innifaldar
(M = morgunverður, H = hádegisverður, K = kvöldverður)
• Töskuburður – eitt stk. á mann
• Staðarleiðsögn
• Íslensk fararstjórn
• Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð

 
 
Ekki innifalið :

• Þjórfé fyrir erlendan staðarleiðsögumann og rútubílstjóra
• Aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp í ferðalýsingu
• Skoðunarferð út í Robben Island eyjuna
• Forfalla- og ferðatryggingar

 

 

 


 
Ferðaskilmálar Bændaferða

 

Tengdar ferðir