Eyrún fararstjóri

Eyrún fararstjóri

Eyrún Ingadóttir  
Eyrún Ingadóttir
, sagnfræðingur og rithöfundur, er fædd á Hvammstanga árið 1967. Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003.
 
Hún starfar hjá Lögmannafélagi Íslands og Lögfræðingafélagi Íslands og hefur frá árinu 2003 skipulagt og farið sem fararstjóri í ferðir sem félögin standa fyrir árlega. Meðal annars hefur hún farið til Suður-Afríku, Argentínu, Indlands, Georgíu, á Íslendingaslóðir í Kanada, Tyrklands (Istanbul), Eistlands, Víetnam og Kambódíu.

 
Eyrún hefur ritað sjö bækur en sú nýjasta, Ljósmóðirin, kom út árið 2012 og var m.a. tilnefnd til Fjöruverðlauna. Auk þess hefur Eyrún ritað barnabók, ævisögu og bækur sagnfræðilegs eðlis. Síðustu ár hefur Eyrún verið vinsæll fyrirlesari og m.a. haldið erindi um sögusvið "Ljósmóðurinnar" sem er heimildaskáldsaga sem gerist á Eyrarbakka. Einnig hefur hún farið með hópa í sögugöngur í Reykjavík, á slóðir fimm fyrstu kvennanna sem sátu á Alþingi ásamt Margréti Sveinbjörnsdóttur menningarmiðlara hjá Brúarsmiðjunni, og haldið erindi um þær hjá ýmsum félagasamtökum.
 
Eyrún hefur mikla frásagnargáfu og miðlar því fróðleik um þjóðfélag og daglegt líf fólks í þeim löndum sem hún heimsækir á skemmtilegan hátt.

 
 
 


 
Eyrún er fararstjóri í ferðinni Suður-Afríka 30. september til 14. október 2016
 
 
 


 
 
 
 

 

 

Tengdar ferðir
Póstlisti