Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
27. ágúst            Flug til Helsinki og ekið með rútu til St. Pétursborgar

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 7.30. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í Helsinki kl. 13.50 að staðartíma. Ekið verður með rútu til St. Pétursborgar. Ferðin tekur um 5 klst og munum við snæða málsverð á leiðinni (ekki innifalinn). Þegar við komum til Pétursborgar stígum við um borð í skipið okkar MS RUSS og komum okkur vel fyrir í káetum.

 
 
28. ágúst           St. Pétursborg – Vetrarhöllin & Hermitage safniðVetrarhöllin í Rússlandi

Eftir morgunverð verður haldið í skoðunarferð um borgina þar sem við skoðum m.a. virki Péturs og Páls, en þar eru allir meðlimir Rómanov ættarinnar grafnir. Eiginlega má rekja upphaf borgarinnar til virkisins sem Pétur mikli lét reisa. Eftir hádegisverð verður farið í Vetrarhöllina sem var byggð á árunum 1754–1762 og var heimili rússnesku keisaranna. Höllin hýsir í dag Hermitage safnið, sem er annað mesta listaverkasafn í heimi og geymir um 3 milljónir listmuna. Við heimsækjum safnið, sem státar m.a. af verkum eftir Rembrant og Picasso.

 
 
29. ágúst           St. Pétursborg

Að morgunverði loknum munum við skoða St. Pétursborg örlítið betur, áður en við leysum landfestar og siglum áleiðis til Moskvu.

 
 
30. ágúst           Mandrogi & frjáls tími

Komið verður til bæjarins Mandrogi sem er mjög vinsæll ferðamannastaður á vatnaleiðinni milli St. Pétursborgar og Moskvu. Í Mandrogi gefst frjáls tími frameftir degi og hægt að skoða Vodka safnið, forna rússneska byggingarlist, lítinn dýragarð og fleira áhugavert.

 
 
31. ágúst           Kizhi eyjanKizhi eyjan

Þennan dag verður komið til hinnar sögufrægu eyjar í Onegavatni sem heitir Kizhi og er ákaflega vinsæll ferðamannastaður. Eyjan er 7 km löng, 0,5 km á breidd og er umkringd 5.000 öðrum eyjum sem eru af öllum stærðum og gerðum. Við skoðum skemmtilegt útisafn þar sem við kynnumst betur rússneskri byggingarlist, sjáum kirkju heilags Lazarus og annað áhugavert. Við dveljum í nokkrar klukkustundir á eyjunni og siglum því næst áleiðis til Goritsy.

 
 
1. september           Goritsy

Þegar við leggjumst að landi í þorpinu Goritsy, munum við stíga upp í rútu og keyra til bæjarins Kirillov, en þar búa um 8.000 manns. Bærinn var stofnaður á 14. öld og hefur því að geyma mikla sögu. Hér er margt forvitnilegt að sjá, m.a. klaustrið St. Cyril sem liggur við Siverkoye vatnið og íkonasafn.

 
 
2. september           YaroslavlYaroslavl

Í dag siglum við áfram á mesta stórfljóti Rússlands, Volgu, til borgarinnar Yaroslavl. Borgin er ein af perlum Rússlands og hér munum við gefa okkur góðan tíma til að skoða það helsta. Borgin var stofnuð árið 1010 og býr yfir afar fallegum kirkjum frá 17. öld. Marga háskóla er sömuleiðis að finna í borginni.

 
 
3. september           Uglich

Í dag komum við til bæjarins Uglich en þar búa um 40 þúsund manns. Við skoðum virki bæjarins og hlustum á fallegan kirkjusöng. Við kynnumst sögunni af yngsta syni Ívans grimma en hann hét Dimitry prins og var myrtur af óvinum keisarans í þessum bæ. Saga Rússlands er mjög áhugaverð og vekur mann til umhugsunar. Þennan dag ásamt fleiri dögum í ferðinni munum við fá nasasjón af þeirri stórbrotnu sögu.

 
 
4. september           Moskva - Kreml & Rauða torgið

Eftir morgunverð höldum við af stað í skoðunarferð okkar um Moskvu. Við skoðum þá St. Basil dómkirkjuna, Rauða torgið og Kreml. Til gamans förum við einnig í verslunarmiðstöð enda má glögglega sjá lífsstíl fólksins í borginni með því að kíkja þar við. Komum aftur til skips um kvöldið. Boðið er upp á fleiri skoðunarferðir og leikhúsferðir af hálfu útgerðar skipsins s.s. Moskva að nóttu, skoðunarferð í hina frægu neðanjarðarlest Moskvuborgar, þjóðdansasýning o.fl.

 
 
5. september           Moskva – BæjarferðMoskva

Í dag höldum við skoðunarferðum okkar um Moskvuborg áfram. Íbúar borgarinnar telja um 11 milljónir, en á stór-Moskvusvæðinu búa tæpar 15 miljónir sem gerir borgina að þeirri stærstu í Evrópu. Moskva er miðstöð samgangna í lofti, á landi og á vatnaleiðum. Borgin er einnig miðstöð stjórnmála og menningar allra landsmanna.

 
 
6. september           Heimferð um Kaupmannahöfn

Eftir morgunmat er farið á flugvöllinn í Moskvu og flogið verður til Kaupmannahafnar kl. 09.55 en þar er lent kl. 11.30. Flogið áfram með Icelandair kl. 14.00 og lent í Keflavík kl. 15.10 að staðartíma.

 Skipið MS RUSS
 
 
Skipið MS RUSS 

Skipið MS RUSS, sem er 129 m á lengd, var smíðað árið 1987 og gert upp árið 2007. Á skipinu eru154 klefar sem eru allir með glugga, sér baðherbergi, ísskáp og loftkælingu. Þar er einnig að finna veitingastað, danssal, 2 bari, minjagripaverslun, sauna, sólbaðsstofu, þvottaþjónustu og sóldekk. Rafmagn er 220 V.

  
 
 
 

  


 


 
 
Verð: 299.900 kr á mann í tvíbýli.

Aukagjald fyrir einbýli er 32.900 kr.

 
 
 
Innifalið: Babúskur - Rússland

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Rútuferð frá Helsinki til Pétursborgar.
• Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
• Sigling með fljótaskipinu MS RUSS frá Pétursborg til Moskvu
• Gisting í tveggja manna káetum með baði.
• Morgunverður.
• 10 hádegisverðir.
• 9 kvöldverðir.
• Staðarleiðsögn.
• Íslensk fararstjórn.
• Vegabréfsáritun til Rússlands.

 
 
Ekki innifalið:

• Þjórfé fyrir áhöfn skipsins ca. € 9 á mann á dag.
• Þjórfé fyrir staðarleiðsögumenn og bílstjóra ca. € 2 á mann á dag.
• Aðrar máltíðir en þær sem nefndar eru undir innifalið.
• Aukaskoðunarferðir á vegum skipafélagsins í St. Pétursborg og Moskvu.
• Forfalla- og ferðatryggingar.

 
 
 


 Ferðaskilmálar Bændaferða  
 
 
 
 


 

Tengdar ferðir