Edda fararstjóri

Edda fararstjóri

 
Edda Lyberth Athafnakonan Edda Lyberth er fædd í Reykjavík 1957, en ólst að mestu upp í fimm systkina hópi undir jökli á Gufuskálum.

 
Edda er búsett í Qaqortoq á Suður-Grænlandi, en hún hefur verið búsett á Grænlandi í tæp 30 ár og er gift Grænlendingnum Kaj Lyberth, skólastjóra Sulisartut Højskoliat. Þau eiga 5 börn og 3 barnabörn, bæði á Íslandi og Grænlandi.

 
Edda hefur mikinn áhuga á sögu og menningu Grænlands og hefur lengi unnið við ferðamennsku. Í mörg ár var hún staðarhaldari í Brattahlíð Eiríks Rauða og þar sem Grænlendingasaga var sögð.

 
 
 
 
Í dag starfar Edda sem ferðamálafulltrúi hjá Kommune Kujalleq á Suður-Grænlandi og kennir Arctic Guide námið í Campus Kujalleq i Qaqortoq. Edda hefur starfað sem leiðsögumadur á Suður-Grænlandi i mörg ár, en undanfarin ár hefur hún ferðast víða með fyrirlestra sína um mat og menningu inúíta í bland við sögu Grænlendinga.

 
 Edda Lyberth
 
 
 

 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti