Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
29. nóvember           Flug til Rangun

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 08.00. Mæting Ranguní Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir brottför. Lending í Kaupmannahöfn kl. 12.00 (+1 klst). Haldið áfram til Rangun með millilendingu í Bangkok. Brottför frá Kaupmannahöfn kl. 14:00 að staðartíma og lent í Bangkok klukkan 06:30 (+7 klst) að morgni 30. nóvember. Flugið tekur 10 ½ tíma. Flogið verður frá Bangkok kl. 08.00 að staðartíma og áætluð lending í Rangun er kl. 8:45 (+6,5 klst). Flugið tekur 1 klst og 15 mín.

 
 
30. nóvember           Rangun      (K)

Fyrsta daginn í Rangun förum við í skoðunarferð um borgina og byrjum á að heimsækja gamla hluta hennar. Við þræðum litlar, skemmtilegar götur að aðalgötu miðbæjarins. Við göngum framhjá hinu stórglæsilega Strand hóteli þar sem rithöfundurinn Rudyard Kipling dvaldi og skoðum eitt höfuðtákna Burma, hið 2500 ára gamla Shwedagon hof eða Gullna hofið. Þetta er hreint mögnuð gullbygging sem trónir uppi á heilagri hæð í miðbænum, hér er sjón sögu ríkari. Gullna hofið er ein heilagasta bygging Búddista og er heimsótt af þúsundum pílagríma ár hvert. Hún er sögð geyma 8 hár af höfði sjálfum Búdda. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í borginni.

 
 
1. desember           Rangun - Kandawgyi garðurinn - Heho      (M / K)

Eftir morgunmat höldum við áfram skoðunarferð okkar Chaukhtatgy hofiðum Rangun og byrjum í Kandawgyi garðinum, einu gróðursælasta svæði borgarinnar, sem stendur við hið fallega Kandawgyi vatn. Eftir það liggur leið okkar í Chaukhtatkyi hofið þar sem hin magnaða 67 m langa Búdda stytta liggur, stærst sinnar tegundar í Suðaustur-Asíu.  
 
Við röltum í gegnum „Chinatown“ borgarinnar þar sem hægt er að freistast af götueldhúsunum og úrvali ávaxta. Síðasta stoppið er svo „Scott Market“ sem nefndur var eftir hinum breska nýlenduherra James George Scott. Þar er að finna gamalt búrmískt handverk, listiðnað og myndlistagallerí. Tími gefst til að snæða hádegisverð í borginni áður en við höldum norður til Heho með flugi. Heho er hliðið að Inle vatnasvæðinu, í hjarta Shan héraðs, sem er eitt áhugaverðasta svæði Burma. Við förum með bátum að hótelinu okkar í Inle vatninu þar sem við gistum næstu 2 nætur í gestahúsum hótelsins. Kvöldverður á hótelinu.

 
 
2. desember           Nyaungshwe - sigling á Inle vatninu      (M / K)

Í dag upplifum við hið fallega Inle vatn. Þetta 116 km² Sigling á Inle vatninustóra vatn er staðsett í hjarta Shan héraðsins, 900 m yfir sjávarmáli og umkringt grænum fjallatoppum. Á vatninu vinna og búa um 70.000 manns sem tilheyra Intha þjóðflokknum. Húsin eru reist á stólpum sem standa upp úr vatninu og í hinum svokölluðu fljótandi görðum rækta íbúarnir allt milli himins og jarðar, allt frá tómötum til appelsínutrjáa. Fiskveiði er einnig mikilvæg atvinnugrein og hafa veiðimennirnir þjálfað upp sérstaka róðratækni þar sem þeir standa í bátnum og róa með annarri löppinni til þess að hafa hendurnar frjálsar til veiða.
 
Við heimsækjum þessa mögnuðu fljótandi markaði en eftir hádegisverð siglum við til litla þorpsins Nanpan og fáum að heimsækja vefnaðarverkstæði þar sem silkivefnaður og lótus þræðir eru nýttir í framleiðslu á fatnaði. Í sama þorpi fáum við einnig að kynnast bátasmíði og vindlagerð lítils fjölskyldufyrirtækis. Á heimleiðinni er svo siglt aftur í gegnum hina töfrandi og litríku fljótandi garða heimamanna. Kvöldverður á hótelinu.

 
 
3. desember           Nyaungshwe-markaður - heimsókn á barnaheimili      (M / H)

Nú er haldið á markað sem er dæmigerður og þekktur Chinatown markaðurfyrir lifandi fjölbreytileika. Ferskt grænmeti, ávextir, handverksvörur og klæðnað er hér að finna í öllum regnbogans litum. Við njótum stemmningarinnar og freistumst kannski til þess að kaupa eitt og annað.
 
Þá er komið að lestarferð til Heho þar sem við njótum fegurðar landslagsins sem ber fyrir augu okkar á leiðinni. Við komuna í Heho fáum við innsýn í dapurlega sögu landsins. Árið 2008 fór fellibylurinn Nargis yfir svæðið og nær 100.000 manns misstu lífið og mun fleiri heimili sín. Voru þetta verstu náttúruhamfarir í sögu landsins. Við fáum að heimsækja barnaheimilið Sasana Yaung Chi þar sem börn sem misstu foreldra sína í hamförunum búa.  
Gist í 1 nótt á hóteli í Nyaung Shwe.

 
 
4. desember           Heho - Bagan      (M / D)

Snemma morguns tökum við flug til Bagan, sem er Bagan þekktast fyrir hofasléttuna miklu. Hér er ótrúlegt um að lítast á þessu 42 km² stóra svæði þar sem meira en 3000 hof og rústir standa. Hér gnæfa dulúðlegir toppar hofanna yfir landinu sem er hreint mögnuð sýn. Fyrstu hofin voru byggð árið 1057 en 230 árum seinna bætti Kublik Kann við í safnið og á eftir honum hafa óteljandi höfðingar gert slíkt hið sama.
 
Við innritum okkur á hótelið í Bagan þar sem við gistum í 3 nætur.  
 
Við förum í ferð á hestvagni og göngum síðan um þetta magnþrungna svæði, lítum inn í nokkur hofanna og njótum þessa ævintýralega landslags fram að fögru sólarlagi. Kvöldverður á veitingastað í Bagan.

 
 
5. desember           Bagan - Nyaung Oo - Abeyadana hofið      (M / H)

Eftir að við kíkjum á morgunmarkað í bænum þar sem t.d. má finna úrval framandi ávaxta, keyrum við norður til þorpsins Nyaung Oo sem stendur við Irrawaddy ánna. Við röltum um og upplifum hið daglega líf í þessu litla, fallega þorpi. Borðum hádegisverð á veitingastað í þorpinu. Um 10 km suðvestur af þorpinu stendur Abeyadana hofið sem meðal annars geymir risastóran sitjandi Búdda en einnig sjáum við Hindúísk og Mahayana veggmálverk.

 
 
6. desember           Bagan - Popa eldfjallið      (M / K)

Semma dags er keyrt til hins heilaga eldfjalls Popa sem Popa eldfjalliðer í u.þ.b. 1 ½ klst. fjarlægð frá Bagan. Þegar komið er að Popa fjalli er mikla dýrð að sjá. Pílagrímar eru á leið sinni á þennan mikilvægasta bænarstað Burma en hann tengist hinum svokölluðu „Nats“, verndargoðum sem voru tilbeðnir löngu áður en búddismi hélt innreið sína í landið. Það tekur um hálftíma að ganga á fjallið og þeir sem leggja leið sína á það verða að vera berfættir. Áhrifarík upplifun í fallegu umhverfi. Um kvöldið neytum við kvöldverðar á siglingu á Irrawaddy ánni með útsýni yfir Bagan hofsléttuna og upplifum sólsetrið á þessum óviðjafnalega stað.

 
 
8. desember           Bagan - Mandalay      (M / H)

Eftir morgunmat er flogið til hinnar líflegu borgar Mandalay þar sem götumyndin einkennist af hjólavögnum og munkum í appelsínugulum klæðum.
 
Hér eru flest klaustur landsins og að sögn búa hér um 300.000 munkar sem lifa sérstæðu meinlætis lífi samkvæmt aldargömlum hefðum. Mandalay var síðasta keisaraborgin í Burma og ber hún þess merki með sínum fornu byggingum en hér er hið hefðbundna listhandverk enn í blóma og er stórkostlegt að bera það augum. Í útjaðri Mandalay er Amarapura eða „Hin ódauðlega borg“ sem var höfuðborg Burma í 50 ár frá 1783-1833. Í Amarapura er stærsta Búddaklaustur landsins þar sem búa yfir 1000 munkar. Munkarnir njóta mikillar virðingar og hafa gríðarleg áhrif í þjóðfélaginu. Þeir blanda sér jafnvel í pólitísk málefni og mótmæli ef þurfa þykir.
 
Næsti viðkomustaður okkar er svo heimsins lengsta Amarapura - Heimsins lengsta tekkbrútekkbrú eða U Bein brúin sem er einstaklega falleg og tengist Taughthaman-eyju. Brúin er 1,2 km löng og hvílir á meira en 1000 stoðum og þrátt fyrir að vera 200 ára gömul er hún í góðu ástandi. Heimamenn nota mikið þessa brú bæði fótgangandi og á hjólum sem skapar virkilega stemmingu og er skemmtileg sýn enda er brúin eitt vinsælasta ljósmyndaefni Burma.  
 
Eftir hádegi skoðum við svo Mahamuni hofið og Kuthodaw pagóduna með sínum 729 altörum sem raðast í kringum aðalhofið og líkjast einna helst óraunverulegu landslagi. Hvert og eitt altari hefur að geyma marmaraplötu með hluta af ritum Búdda og hefur pagódan því stundum verið kölluð stærsta bók veraldar. Við lítum einnig inn í hið fagra Shwenandaw tekk-klaustur sem upprunalega var gyllt bæði að utan sem innan. Tíminn hefur sett mark sitt á klaustrið og nú er það einungis innandyra sem ljósið endurvarpast af gylltu yfirborði þess. Gist á hóteli í Mandalay eina nótt.

 
 
9. desember           Pyin Oo Lwin – Markaður - Grasagarðurinn      (M / K)

Eftir morgunverð á hótelinu keyrum til norðurs og Markaður heimamanna þar sem hægt er að gera góð kaup á matvöru, skóm og fatnaðiheimsækjum bæinn Pyin Oo Lwin sem áður var þekktur sem Maymyo og stendur í fallegu fjallasvæði í 1070 metra hæð yfir sjávarmáli. Bærinn er staðsettur við svokallaðan Burma-veg sem er 1000 km langur og nær yfir til kínverska héraðsins Kunming en hann gegndi mikilvægu hlutverki í seinni heimstyrjöldinni.
 
Í dag ætlum við að njóta fjallaloftsins og skoða okkur betur um í þessum töfrandi fjallabæ. Kíkjum á markað heimamanna þar sem hægt er að gera góð kaup á matvöru, skóm og fatnaði. Þar er einnig að finna sæt og safarrík jarðaber sem bærinn er þekktur fyrir. Berin eru ræktuð í fjallshlíðum rétt fyrir utan bæjarmörkin og sultuð í krukkur, sem þekkt er um allt Burma.
 
Eftir skemmtilega markaðsferð förum við í hestvagnaferð og skoðum gamlar nýlendubyggingar. Grasagarður bæjarins hefur að geyma yfir 250 tegundir orkídea og nærri 500 mismunandi trjátegundir sem gerir hann svo sannarlega að augnakonfekti. Garðurinn hefur nýlega verið uppgerður og býður upp á dásamlegt vatnasvæði, gyllt Búddatákn og útsýnispall. Við göngum um garðinn og njótum alls sem hann hefur upp á að bjóða. Þar á meðal er hið sjaldgæfa ginkgo-tré sem ber þríhyrningslaga lauf sem minna á litla blævængi. Seinni part dags verður flogið til Rangun, þar sem við gistum síðustu nótt ferðarinnar. Kvöldverður snæddur á veitingastað í borginni.

 
 
10. desember           Frjáls dagur í Rangun & Heimferð      (M)

Fram eftir degi gefst frjáls tími til að kanna Rangun á eigin vegum. Síðdegis er flogið til Íslands með viðkomu í Bangkok og Kaupmannahöfn. Brottför frá Rangun / Yangon er kl. 19:50 (+6,5 klst.) og áætluð lending í Bangkok kl. 21:45 (+7 klst.). Flugið tekur 1 klst. og 25 mín. Haldið verður frá Bangkok kl. 00:50 (+7 klst.) að staðartíma og lent í Kaupmannahöfn kl. 06:35 (+1 klst) að morgni 10. desember. Flugið tekur 11 klst og 45 mín. Flug frá Kaupmannahöfn kl. 13:20 (+1 klst) að staðartíma og áætluð lending í Keflavík kl. 15:30 þann 10. desember.

 
  
 
Verð: 499.900 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 74.400 kr.

 
 Burma - hið gullna land
 
 
Innifalið:

• Áætlunarflug með Icelandair Keflavík - Kaupmannahöfn - Keflavík
• Áætlunarflug Kaupmannahöfn - Bangkok - Rangun - Bangkok - Kaupmannahöfn
• Innanlandsflug frá Rangun til Heho, frá Heho til Bagan, frá Bagan til Mandalay og frá Mandalay til Rangun
• Flugvallaskattar fyrir alla ferðina
• Akstur til og frá flugvelli í Rangun, Heho, Bagan og Mandalay
• Allar rútuferðir samkvæmt leiðarlýsingu í loftkældri rútu
• Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt leiðarlýsingu
• Hestvagnsferðir í Bagan og Pyin Oo Lwin
• Sigling á Inle Lake vatninu
• Lestarferð frá Nyaung Shwe til Heho
• Gisting í tveggja manna herbergjum í góðum milliklassa samkvæmt landsmælikvarða
• Morgunverður allan tímann á hótelum
• 6 kvöldverðir og 3 hádegisverðir á veitingastöðum eða hótelum, sjá merkingar við hvern dag, M/H/K (M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður)
• Töskuburður
• Staðarleiðsögn
• Íslensk fararstjórn
• Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð

 
 Intha ættbálkar
 
Ekki innifalið:

• Vegabréfsáritun ca. $ 70 
• Máltíðir aðrar en þær sem nefndar eru í ferðalýsingu
• Þjórfé fyrir erlendan staðarleiðsögumann og rútubílstjóra
• Forfalla- og ferðatryggingar

 
 
  
 
 
 
 
 


 

 Ferðaskilmálar Bændaferða

 
  
 
 

 

Tengdar ferðir