30. mars - 10. apríl 2026 (12 dagar)
Í þessari ævintýralegu gönguferð um suðurhluta Marokkó heimsækjum við nokkrar helstu náttúruperlur svæðisins og kynnumst um leið hrífandi sögu og töfrandi menningarheimi Marokkó. Við upplifum miklar andstæður, lítil þorp á milli tignarlegra granítfjallanna, fagrar strendur, stórbrotna kletta og mikilfeng gljúfur ásamt því að ganga um kyrrlátan dal þar sem pálmalundir og möndlutré mynda fallegar andstæður við rauðan jarðveginn. Atlasfjöllin, hinn mikli fjallgarður sem aðskilur Sahara-eyðimörkina í suðri og austri, setja svip á gönguleiðir ferðarinnar. Ferðin hefst í Marrakesh, borginni sem hrífur öll skilningarvitin. Við skoðum okkur aðeins um í þessari litríku borg þar sem við heimsækjum m.a. tákn Marrakesch, Koutoubia-moskvuna, hina 150 herbergja Bahia höll og gleymum okkur aðeins í Menara görðunum. Mansour gljúfrið sameinar töfrandi náttúrufegurð og stórbotið landslag brattra kletta. Hin risavöxnu granítbjörg, máluð í sterkum djúpum litum, grípa augað þegar gengið er um svæðið við Painted Rocks. Í einstakri kyrrð og ró göngum við um Aday dalinn þar sem aðeins vindurinn í pálmatrjánum og fagur fuglasöngur heyrist. Frá litla sjávarþorpinu í Mirleft röltum við meðfram suðurströnd Marokkó í áttina að klettabænum Legzira og njótum víðáttumikillar sandstrandar. Ferðin endar í Agadir, strandborginni líflegu á milli Atlantshafssins og við rætur Anti-Atlasfjallanna. Gönguleiðir í þessari stórbrotnu ferð um suðurhluta Marokkó eru um kyrrlát svæði í bland við svipmiklar og litríkar náttúruperlur. Stórfengleg gönguferð sem býður upp á djúpa tengingu við náttúru og menningu og hentar fjölbreyttum hópi fólks. Ferðin hefst í Marrakesh og endar í Agadir þaðan sem flogið verður heim.