Ferðalýsing og verð

Ferðalýsing og verð

 
Hlaupið 9. október 2016Hlaupið 9. október 2016

Hlaupið hefst á eyjunni Lindau í Þýskalandi. Lindau er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í suður-Þýskalandi og er steinljónið og vitinn við höfnina þar sem hlaupið hefst, eitt frægasta tákn eyjunnar. Hlaupið verður yfir á meginlandið eftir 160 m löngu brúnni Seebrücke og meðfram strönd Bodensee í átt að Bregenz í Austurríki, sem er í 10 km fjarlægð frá Lindau. Þeir sem hlaupa fjórðungsmaraþon hlaupa í mark við komuna til Bregenz, en hálfmaraþonhlauparar halda áfram og hlaupa hring út fyrir bæjarmörkin og síðar í mark á Casino leikvanginum í Bregenz. Maraþonhlauparar fá þann heiður að hlaupa yfir landamærin til Sviss, yfir Rínarfljótið og að bænum St. Margarethen. Á þessari ferð er óþarfi að sýna vegabréfið. Hlaupið er meðfram Rín til baka, framhjá fallega klaustrinu Mehrerau og í mark á Casino leikvanginum í Bregenz. Að loknum góðum hlaupadegi mun hópurinn fagna saman á veitingastað í borginni.

 
 
BregenzBregenz

Bregenz er hafnarborg við austasta enda vatnsins Bodensee, eins stærsta ferskvatns í Evrópu. Borgin stendur 5 km frá landamærum Sviss og 3 km frá landamærunum að Þýskalandi. Rínarfljótið tignarlega rennur í Bodensee aðeins 3 km fyrir vestan borgina. Á hverju ári í júlí og ágúst er hér haldin stór menningarhátíð sem ber nafnið Bregenzer Festspiele. Hápunktur hátíðarinnar er óperusýning á sviði sem reist er á Bodensee vatninu sjálfu, en þetta tröllaukna leiksvið er hið stærsta í heimi. Þess má geta að árið 2008 var það notað í tökur á James Bond myndinni Quantum of Solace. Í bænum er að finna fjölmargar byggingar og kennileiti sem vitna um aldagamla sögu borgarinnar, eins og mjóasta hús Evrópu, sem er staðsett við Kirchstrasse 29 og er aðeins 57 cm á breidd. Í borginni er einnig að finna fjölmörg söfn, veitingahús og verslanir svo auðvelt ætti að vera að finna sér afþreyingu við hæfi.

 
 
Hótelið

Gist verður á Mercure Hotel Bregenz, sem er fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið er mjög miðsvæðis, en aðeins er um 5 mínútna gangur í miðbæjarkjarnann og aðalbrautarstöð bæjarins er stutt frá. Í næsta nágrenni við hótelið eru fjölmargar verslanir og veitingastaðir. Á hótelinu eru 94 herbergi með baði, flatskjá, hárþurrku, míníbar, öryggishólfi og síma. Þráðlaust internet er á öllum herbergjum og í móttöku.

 
 
Flugið

Flogið verður með Icelandair til München. Brottför frá Keflavík kl. 7.20 en mæting í Leifstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma. Frá flugvelli verður ekið til Bregenz, en þangað er um 2,5 klst akstur. Á heimferðardegi er flug heim kl. 14.05 og lent í Keflavík kl. 16.00.

 
 



 
 
 Þriggja landa maraþon Verð: 114.400 kr. á mann í tvíbýli

 Aukagjald fyrir einbýli 25.500 kr.

 
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi.
• Morgunverður.
• Ferðir til og frá flugvelli.
• Íslenskur fararstjóri, þar sem fararstjórinn talar jafnframt þýsku, sem getur komið sér afar vel ef eitthvað óvænt kemur upp á.
• Undirbúningsfundur með farastjóra.

 
 
Ekki innifalið:

Skráningargjöld í hlaupið. Hádegis- og kvöldverðir. Forfalla- og ferðatryggingar. Kvöldverður að loknu hlaupi.

 


  
 
Þátttökugjald í hlaupið - skráning fer fram hjá Bændaferðum.

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Þriggja landa maraþonið, athugið að skráningargjaldið er ekki innifalið pakkanum. 

• Maraþon 16.600 kr.
• Hálfmaraþon 11.900 kr.
• 10 km hlaup 7.200 kr.

 
 
Innifalið í þátttökugjaldi: 

• Tímaflaga Champion Chip fyrir hlaupið.
• Pasta partý á skipinu MS Vorarlberg.
• Farangursflutningur frá starti að marki.
• Verðlaunapeningur.
• Ferja frá Bregenz til Lindau á hlaupadegi.
• Drykkir og veitingar á meðan hlaupi stendur og að því loknu.
• Nudd að hlaupi loknu.
• Ókeypis samgöngur á hlaupadag.


 
 


Ferðaskilmálar Bændaferða

 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti