Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 

Maraþonið 9. október 2016Maraþonið 9. október 2016
Fyrsta maraþonhlaupið í München var hlaupið á Ólympíuleikunum árið 1972. Hlaupið er að mestu leyti á breiðum aðalgötum í borginni, en fyrri hluti leiðarinnar liggur um miðbæinn, út í bóhem- og stúdentahverfið Schwabing og í gegnum Enska garðinn. Seinni hluti leiðarinnar hefur að geyma helstu og vinsælustu ferðamannastaði borgarinnar, t.d. Deutsches Museum, Isartor, Marienplatz, Odeonplatz og Sigurhliðið við Ludwigstraβe. Hápunktur hlaupsins er svo þegar ánægðir hlauparar fara í gegnum hliðið inn á sjálfan Ólympíuleikvanginn. Leiðin er að mestu flöt og því eru aðstæður ákjósanlegar til að ná góðum hlaupatíma. Að loknum góðum hlaupadegi mun hópurinn fagna saman á veitingastað í borginni.  
 
Nánari upplýsingar um maraþonið er að finna á vefsíðu hlaupsins.

 
 
München München er höfuðborg Bæjaralands
München er höfuðborg Bæjaralands og oft kölluð borgin með hjartað vegna þess hve vel hún hefur haldið sínu gamla útliti og sjarma. Borgin er ekki mjög stór en einstaklega falleg, gömul konungsborg og ein af lista- og menningarborgum Þýskalands. Gaman er að skoða m.a. Ólympíuleikvanginn, ógrynni glæsilegra og sögufrægra bygginga, brunna og kirkjur, en turnar Frúarkirkjunnar eru einmitt tákn borgarinnar. Hin árlega bjórhátið Októberfest er nýlokið en eflaust má enn smakka hinn sérbruggaða Októberfestbjór á krám í miðbænum. Miðbærinn í München eða Altstadt er mjög líflegur og skemmtilegur. Á aðalverslunargötunni er hægt að finna verslanir með helstu vörumerkjum en einnig er gaman að rölta um hliðargötur þar sem finna má allskonar litlar sérverslanir. Marienplatz ráðhústorgið hefur verið miðpunktur miðbæjarins í München frá árinu 1158 og tengir saman göngugöturnar í miðbænum.
 
 
HóteliðHótel IBIS München City
Gist verður á Hótel IBIS München City, sem er nýlega uppgert tveggja stjörnu plús hótel. Hótelið er staðsett í miðbæ München og stutt frá rásmarki hlaupsins. Í næsta nágrenni við hótelið eru fjölmargar verslanir og veitingastaðir. Á hótelinu eru 202 herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Þráðlaust internet er á flestum herbergjum og í móttöku. Móttakan ásamt hótelbar, þar sem hægt er að panta létta rétti og drykki, er opin allan sólarhringinn.
 
Vefsíða hótelsins
 
 
Flugið

Flogið verður með Icelandair til München og er brottför frá Keflavík kl. 7.20 en mæting í Leifstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma. Á heimferðadag er brottför frá hótelinu kl. 11.00, en flogið verður heim kl. 14.05 og lent í Keflavík kl.16.00.
 
 
  
Verð: 114.800 kr. á mann 
Aukagjald fyrir einbýli 32.200 kr.
 
 Maraþon í München
 
Innifalið:

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi.
• Morgunverður.
• Ferðir til og frá flugvelli í München.
• Íslensk fararstjórn, þar sem fararstjórinn talar jafnframt þýsku, sem getur komið sér afar vel ef eitthvað óvænt kemur upp á.
• Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.
 
 
 
Ekki innifalið:
Skráningargjöld í hlaupið. Hádegis- og kvöldverðir. Forfalla- og ferðatryggingar. Kvöldverður að loknu hlaupi.
 
  

Þátttökugjald í hlaupið - skráning fer fram hjá Bændaferðum.
Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í maraþonið í München, athugið að skráningargjaldið er ekki innifalið í pakkanum. 

 
Verð 2016

• Maraþon 16.600 kr.
• Hálfmaraþon 11.900 kr.
• 10 km hlaup 7.200 kr.
 
 
Innifalið í þátttökugjaldi:

• Tímaflaga fyrir hlaupið.
• Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu (Expo).
• Verðlaunapeningur.

 
 
 
 
 
 
Ferðaskilmálar Bændaferða
 
 
 
 

 

Tengdar ferðir