Berlín maraþon

Berlín maraþon

 
Maraþonið 25. september 2016Maraþonið 25. september 2016

Staðhaldarar Berlínarmaraþonsins staðhæfa að brautin sé flöt og hröð, sem er svo sannarlega satt. Tilfinning hlauparans er að alltaf sé verið að hlaupa aðeins niður á við, en ásamt því er undirlagið jafnt og loftslagið milt árstímanum sem hlaupið fer fram. Tíu heimsmet hafa verið slegin í Berlínarmaraþoninu og koma elítu hlauparar aftur og aftur til að hlaupa maraþonið. Árið 2014 sló keníamaðurinn Kimetto heimsmet sem sett hafði verið í hlaupinu árið 2013 og bætti met Wilson Kigsang um 26 sekúndur, en hann kom í mark á tímanum 2:02:57. Kári Steinn Karlsson sló Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar frá 1985 í Berlín árið 2011. Hlaupið byrjar og endar við Brandenborgarhliðið, en þaðan liggur leiðin framhjá sögufrægum stöðum borgarinnar eins og Reichstag, Potsdamer Platz og Berlínar dómkirkjunni svo fátt eitt sé nefnt. Fram til ársins 1990 var aðeins hlaupið í vesturhluta Berlínar, en 30. september 1990 var hlaupið í fyrsta skipti í gegnum hliðið og þar af leiðandi í báðum helmingum borgarinnar og var það mjög tilfinningaþrungin stund hjá mjög mörgum hlaupurunum. Að loknum góðum hlaupadegi mun hópurinn fagna saman á veitingastað í borginni.
 
Vefsíða Berlínarmaraþonsins Berlin

 
 
Berlín

Berlín, höfuðborg Þýskalands, stendur við ána Spree og er hún fjölmennasta borg Þýskalands, með 3,5 milljónum íbúa. Hún er miðstöð menningar og er einnig mikilvæg iðnaðarborg. Helsta auðkenni borgarinnar er hið glæsilega 26 metra háa Brandenburgarhlið, en það stendur við annan enda Unter den Linden breiðgötunnar. Í Berlín eru yfirmáta margar sögufrægar byggingar og margt athyglisvert að sjá.

 
 
HóteliðGist verður á ARCOTEL Velvet Berlin

Gist verður á ARCOTEL Velvet Berlin sem er einstaklega vel staðsett 4* hótel í Berlin Mitte. Einungis 20 mínútna gangur er frá Brandenburgarhliðinu þar sem hlaupið hefst. Í næsta nágrenni við hótelið eru fjölmargar verslanir og veitingastaðir. Á hótelinu eru 85 herbergi með loftkælingu, flatskjá, míníbar og öryggishólfi. Ókeypis internet aðgangur er á öllu hótelinu fyrir gesti.

 
 
Flugið

Flogið verður með WOW Air til Berlínar. Brottför frá Keflavík kl. 6.10 en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Berlín kl. 11.40 að staðartíma. Á heimleið verður flogið kl. 12.40. Lent í Keflavík kl. 14.25 að staðartíma.

 
 
  

Verð: 148.800 kr. á mann í tvíbýliBMW Berlin Marathon

Aukagjald fyrir einbýli 49.200 kr.

Þátttökugjald í hlaupið 24.900 kr.

 
 
 
Innifalið: 

• Flug með WOW, flugvallaskattar, 0 – 5 kg handfarangur og ein 20 kg taska.
• Gisting í 2ja manna herbergi.
• Morgunverður á veitingastað hótelsins.
• Ferðir til og frá flugvelli í Berlín.
• Íslenskur fararstjóri, sem talar jafnframt þýsku.
• Undirbúningsfundur með farastjóra.
• Réttur á öruggri skráningu í maraþonið.

 
 
Þátttökugjald í hlaupið:

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Berlínarmaraþonið (athugið að skráningin í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka. Innifalið í þátttökugjaldinu er eftirfarandi:

• Tímaflaga fyrir hlaupið.
• Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu (Expo).
• Verðlaunapeningur.


 
 


 
 Abbott World Marathon Majors Marathon
 
Berlínar maraþonið er eitt af World Marathon Majors hlaupunum. Margir hlauparar „safna“ þessum hlaupum. Hinar borgirnar eru Tókýó, London, Boston, Chicago og New York.  
 
Bændaferðir eru umboðsaðilar fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi. 

 
  
 Ferðaskilmálar Bændaferða
 
 
 

 

Tengdar ferðir
Póstlisti