London maraþon 2015

London maraþon 2015

 
Maraþonið 24. apríl 2016Maraþon í London
Hlaupið hefst á þremur stöðum kringum Blackheath í suðaustur London. Eftir 4,5 km hlaup sameinast starthóparnir í Woolwich og er það mjög sérstök stund. Hlaupaleiðin sem er þekkt fyrir að vera ein sú besta, er skipulögð er meðfram ánni Thames nánast alla leið og er útsýnið ekki af verri endanum. Leiðin liggur milli merkra staða, tignarlegra garða og sögufrægra bygginga, svo sem Cutty Sark, yfir Tower Bridge og fram hjá Westminister klaustrinu og munu Big Ben og London Eye heilla bæði byrjendur og þaulvanahlaupara. Lokaspretturinn er tekinn til móts við Buckingham höll og mun miðborg London taka á móti örþreyttum hlaupurum í mark við verðskuldaðan fögnuð áhorfenda – Stórkostleg upplifun sem enginn maraþonhlaupari ætti að fara á mis við!
 
Á vefsíðu maraþonsins er að finna upplýsingar um hlaupið sjálft og ýmislegt sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn.
 
  London

London

London er stórmerkileg borg þar sem iðandi mannlíf ólíkra menningarheima mynda suðupott sem engan svíkur. Margt er þar að sjá, skoða og heyra, en sögufrægir staðir og mikilfengleg mannvirki eru við hvert fótmál og veitingastaðirnir og kaffihúsin skipta þúsundum. Enginn sem ferðast til London má láta London Eye sem og hinn stórfenglega klukkuturn Big Ben og Westminister Abbey fram hjá sér fara, svo fátt eitt sé nefnt.
 
  
 
HóteliðHótel Lancaster Terrace í Sussex
Gist verður á Hótel Lancaster Terrace í miðborg London. Á hótelinu eru 416 herbergi með loftkælingu, flatskjá, míníbar og öryggishólfi. Ókeypis internetaðgangur er á öllu hótelinu og þar er að finna fyrsta flokks tækjasal ásamt tveim matsölustöðum og hótelbar. Skammt frá hótelinu eru helstu kennileyti borgarinnar, svo sem Hyde Park, stærsti garður London og Oxford Street, en þar má finna verslanir í öllum verðflokkum. Endamark maraþonsins er í göngufjarlægð (3 km) frá hótelinu.
 
  
 
 
 
 
 


 
Verð: 162.700 kr. á mann í tvíbýli   -  Hlaupanúmerið innifalið!
Aukagjald fyrir einbýli: 58.900 kr.
 
 

Verð á gistipakka fyrir samferðarmann er 97.700 kr. á mann í tvíbýli. Athugið að ekki er hægt að bóka pakka fyrir samferðamann á netinu. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Bændaferða í síma 570 2790 eða sendið póst á bokun@baendaferdir.is. 

 
Athugið:
Þegar bókun er lokið, mun farþegi fá sent skráningarform sem fylla verður út innan viku frá bókun til að eiga örugga skráningu í hlaupið.London maraþon
 
 
Innifalið: 

 • Gisting í tveggja manna herbergi á 4* Hotel Lancaster Terrace í miðborg London.
 • Morgunverður á hóteli.
 • Hlaupanúmer í London maraþonið - Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka.
 • Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu (Expo).
 • Tímaflaga.
 • Verðlaunapeningur.
 • Stuttermabolur.
 • Gjafapoki að hlaupi loknu.
 • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara.


Ekki innifalið:

 • Flug til London.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

  
 


 Abbott World Marathon Majors
 

Maraþonið í London er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum, sem margir hlauparar safna. WMM hlaupin eru haldin í Tókýó, Berlín, Boston, London, Chicago og New York.

 
Bændaferðir eru umboðsaðilar fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi.

 


 


 Ferðaskilmálar Bændaferða
 

 

 

Tengdar ferðir