Dalmatíuströndin í Króatíu
22. september - 1. október 2021 (10 dagar)
Glæsileg ferð um töfrandi svæðið við Dalmatíuströndina í Króatíu þar sem menning forfeðra svífur yfir. Sögulegir staðir frá tímum Rómverja, litríkar borgir og fagrar strendur taka á móti okkur.
Við hefjum ferðina í Linz og ökum því næst til fallegu borgarinnar Maribor við ána Drau í Slóveníu. Borgin er einstaklega áhugaverð og var kjörin ein af menningarborgum Evrópu árið 2012. Áfram heldur för okkar til Biograd í Króatíu, þar sem gist verður í fimm nætur á góðu hóteli. Þaðan höldum við í fjölmargar skoðunarferðir, m.a. til bæjarins Zadar og sögufrægu borgarinnar Split, þar sem við heimsækjum höllina Diokletian sem er einn merkasti minnisvarði byggingarlistar frá tímum Rómverja. Því næst höldum við til Trogir, lítils bæjar á smáeyju sem tengd er meginlandinu en þar eru fjölmargar merkar byggingar varðveittar á heimsminjaskrá UNESCO. Við upplifum ótrúlegt sjónarspil þegar við virðum fyrir okkur hina frægu fossa í Krk þjóðgarðinum. Ferðina endum við í fæðingarborg Mozart, Salzburg í Austurríki.