Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
24. nóvember           Flug til FrankfurtDagsferð til Rüdesheim

Brottför frá Keflavík kl. 7.35 og lending í Frankfurt kl. 12.00 að staðartíma. Rútan flytur okkur til Wiesbaden (ca. 30 km). Hún er einstaklega falleg borg með merka sögu og státar af fallegum byggingum. Eftir komuna þangað er upplagt að rölta á jólamarkaðinn í bænum. Gist verður á snyrtilegu hóteli sem er staðsett við aðalverslunargötuna.

 
 
25. nóvember           Dagsferð til Rüdesheim

Nú verður ekið til Rüdesheim sem er einn vinsælasti ferðamannabærinn við Rín. Rútan ekur okkur fyrst upp á hæðina fyrir ofan bæinn til að njóta stórkostlegs útsýnis. Rüdesheim er þekktur fyrir sín gömlu og fallegu bindingsverkshús og skemmtilegar þröngar götur sem iða af mannlífi. Bærinn verður kominn í sannkallaðan jólabúning með „Jólamarkaði þjóðanna“, þar sem gaman er að skoða handgerða muni frá 18 mismunandi þjóðum í 120 jólabásum og fá sér ilmandi heitt „Glühwein“.

 
 Frjáls dagur í Wiesbaden  
26. nóvember           Frjáls dagur í Wiesbaden

Í dag er frjáls dagur í Wiesbaden. Fararstjórinn mun bjóða upp á bæjarrölt og leiðsögn fyrir hádegi fyrir þá sem vilja en síðan verður frjáls tími til að ganga um götur bæjarins. Allar stórar verslarnir eru staðsettar á Lang- og Kirchgasse. Þetta eru göngugötur rétt hjá hótelinu og stóru búðirnar eru opnar til kl 20.00 öll kvöld. Gott úrval veitingastaða og kaffihúsa er í bænum og ekki má gleyma jólamarkaðnum sem teygir sig frá ráðhústorginu inn í litlu hliðargöturnar með úrvali af gjafavöru og góðgæti.

 
 
27. nóvember           Heimferð

Eftir morgunverð er farið með rútu út á flugvöll og síðan er flug frá Frankfurt kl. 13.25. Lent í Keflavík kl. 16.00

 
 
 
Gist verður á Ibis hótelinu í Wiesbaden

Ibis Wiesbaden City hótelið er staðsett í miðbæ Wiesbaden, alveg við göngugötuna. Fjöldi veitingastaða og verslana er í nágrenninu og ekki má gleyma jólamarkaðinum. Á hótelinu sem er tveggja stjörnu eru 131 nýtískuleg herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Morgunverðarsalurinn er opinn frá kl. 06.30 – 10.00, en móttakan ásamt hótelbar, þar sem hægt er að panta létta rétti og drykki, er opin allan sólarhringinn. Þráðlaust internet er á öllum herbergjum og í móttökunni.

 
 



 
 
Verð: 98.800 kr. á mann í tvíbýli.           Skoðunarferðin til Rüdesheim er innifalin!

Aukagjald fyrir einbýli er 12.200 kr.

 Jólaferð til Wiesbaden - Hnetubrjótur 
 
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair til Frankfurt og flugvallaskattar.
• Ferðir milli flugvallar og hótels.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði, á hóteli við göngugötuna.
• Morgunverður.
• Skoðunarferð til Rüdesheim.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið: 

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Hádegis- og kvöldverðir. Þjórfé. Forfalla- og ferðatryggingar.

 
 
 
 
Ferðaskilmálar Bændaferða 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti