Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
24. nóvember           Flug til München & SalzburgGlühwein í Salzburg

Brottför frá Keflavík kl. 07:20 Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma (+ 2 klst). Stefnan er tekin til Salzburg í Austurríki sem er fæðingarborg Mozarts og þykir með fegurstu borgum landsins. Borgin er þekkt fyrir byggingar í barokkstíl og var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996. Gist verður 3 nætur á hóteli í bænum þar sem töfrar aðventunnar taka vel á móti okkur og er aðventumarkaðurinn í Salzburg talinn með þeim fallegustu í landinu.

 
 
25. nóvember           Skoðunarferð um Salzburg og frjáls tími

Salzburg er í hugum margra sannkölluð perla Austurríkis. Við byrjum á að fara í stutta skoðunarferð um borgina, um Mirabellgarðinn og göngum eftir Getreidegasse. Hún er með elstu og þekktustu götum borgarinnar. Þar er að finna mjög áhugavert Mozartsafn. Komið verður á Gullgötuna á leið að dómkirkjunni og á Mozarttorgið svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður tími til að kanna iðandi mannlíf borgarinnar og aðventumarkaði sem eru um alla borg. Ekki má gleyma kastalanum Hohensalzburg, en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiður „Sound of Music“ tekin upp. Kastalinn setur töfrandi svip á borgina og þar uppi er einnig aðventumarkaður sem er þess virði að skoða. Þeir sem hafa áhuga geta tekið lest til bæjarins Oberndorf ( ca. 25 mín.) en þar er m.a. hægt að skoða kapelluna þar sem hið þekkt jólalag „Heims um ból“ var frumflutt.

 
26. nóvember           Frjáls dagur í Salzburg

Í dag er frjáls dagur í borginni svo nú er hægt að skoða sig betur um í borginni á eigin vegum og njóta þess að vera í þessari perlu landsins. Upplagt er að skella sér á söfn, kíkja í búðir, eða setjast á kaffi- eða veitingahús og virða fyrir sér mannlífið.

 
27. nóvember           Heimferð frá MünchenHotel Achat Plaza zum Hirschen

Eftir töfrandi aðventuferð verður ekið á flugvöllinn í München. Brottför þaðan kl. 13:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

 
 
 
Gist verður á Achat Plaza zum Hirschen hótelinu í Salzburg

Achat Plaza zum Hirschen hótelið er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá aðal lestarstöðinni í Salzburg. Fjöldi veitingastaða og verslana er í nágrenninu. Á hótelinu sem er fjögurra stjörnu eru 60 hlýleg herbergi með baði, hárblásara, sjónvarpi, útvarpi, síma, þráðlausu interneti og öryggishólfi. Á hótelinu er einnig heilsulind og líkamsræktaraðstaða.

 
 



 
 
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.           Skoðunarferð í Salzburg er innifalin!

Aukagjald fyrir einbýli er 16.200 kr.

 
 Mozart kúlur
 
Innifalið í þátttökugjaldinu:

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Ferðir milli flugvallar og hótels.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgunverður.
• Skoðunarferð um Salzburg.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur. Hádegis- og kvöldverðir. Þjórfé. 

 
 
Valfrjálst:

Lestarferð til Oberdorf að skoða „Heims um ból" kapelluna ca. € 10 ( báðar leiðir )

 
 

Ferðaskilmálar Bændaferða

  
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti