Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
24. nóvember           Flug til München & RegensburgJólaferð til Regensburgar

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12.05 að staðartíma. Stefnan er tekin á Regensburg, en borgin á sér stórmerkilega sögu allt frá tímum Rómverja fyrir um 2000 árum og er á heimsminjaskrá UNESCO. Gist verður 3 nætur á hóteli í miðbæ borgarinnar. Upplagt að skoða sig um í bænum og líta á töfrandi jólamarkaðinn sem er staðsettur rétt við hótelið.

 
 
25. nóvember           Skoðunarferð um Regensburg & frjáls tími

Í dag byrjum við á spennandi skoðunarferð um borgina þar sem við göngum að gaml a ráðhúsinu og Haidplatz torginu með gistihúsinu Goldene Kreutz frá 13. öld þar sem konungar og keisarar dvöldu á ferðum sínum fyrr á tímum. Við lítum á gamlar miðaldabyggingar, nokkur af gömlu turnhúsum aðalsmannanna, sjáum Golíat húsið frá 13. öld og ekki má gleyma frægu steinbrúnni. Regensburg státar af einu aðalverki gotneskrar byggingarlistar í Bæjaralandi, Dómkirkjunni, en þar er starfandi einn frægasti drengjakór landsins Regensburger Domspatzen. Eftir skoðunarferðina er hverjum frjálst að skipuleggja það sem eftir lifir dags eftir eigin hentisemi.

 
 
26. nóvember           Dagsferð til NürnbergJólaferð til Regensburgar

Í dag er á dagskránni glæsileg ferð til Nürnberg, gömlu ríkis- og virkisborgarinnar, en hún er önnur stærsta borg Bæjaralands. Það er ótrúlegt að hugsa sér að 90% allra bygginga í borginni hafi skemmst í seinni heimsstyrjöldinni, en stór hluti þeirra var endurbyggður í upprunalegri mynd. Við förum í áhugaverða skoðunarferð um borgina, en svo gefst frjáls tími til að líta inn í einhverjar af fjölmörgum verslunum borgarinnar eða fara á elsta og frægasta jólamarkað Þýskalands. Upplagt er að hópurinn endi skoðunarferðina þar saman og sötri einn sætan og sjóðandi heitan púns.

 
 
27. nóvember           Heimferð frá München

Eftir indæla og skemmtilega ferð verður ekið til München. Brottför þaðan kl. 13.05 og er lending í Keflavík kl. 16.00 að staðartíma.

 
 Hótel Münchner Hof í Regensburg
 
Gist verður á Hótel Münchner Hof í Regensburg

Hótel Münchner Hof hótelið er staðsett í gamla bænum í Regensburg. Fjöldi veitingastaða og verslana er í næsta nágrenni og einungis tekur um 2 mínútur að ganga að dómkirkjunni. Líka er stutt á jólamarkaðinn. Á hótelinu, sem er fjögurra stjörnu og fjölskyldurekið, er hvert herbergi mismunandi, eða eins og eigendur hótelsins lýsa því, þá segir hvert herbergi sína sögu. Herbergin 52 eru með baði/sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma og skrifborði. Þráðlaust internet er á herbergjum og í móttökunni.

 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.
 
  
 
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.           Skoðunarferðin til Nürnberg er innifalin!

Aukagjald fyrir einbýli er 12.200 kr.

 
 
 
Innifalið:

• Flug með Icelandair til München og flugvallaskattar.
• Ferðir milli flugvallar og hótels.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgunverður.
• Skoðunarferð um Regensburg
• Skoðunarferð til Nürnberg.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Hádegis- og kvöldverðir. Þjórfé. Forfalla- og ferðatryggingar.

 
 
 

 Ferðaskilmálar Bændaferða

 
  
  
 

 

Tengdar ferðir