Ferðalýsing og verð

Ferðalýsing og verð

 
24. nóvember           Flug til Birmingham & skoðunarferð um borgina

Brottför frá Keflavík kl. 7.50. Mæting í Leifsstöð í síðasta Birminghamlagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Birmingham er kl. 10:25 að staðartíma, en flugið tekur einungis 2 tíma og 35 mínútur. Á leið okkar frá flugvellinum lítum við nokkur af merkustu kennileitum borgarinnar og sjáum stórglæsilegar nýjar byggingar eins og verslunarmiðstöðina Bullring og Library of Birmingham, en þessar byggingar vekja svo sannarlega athygli fyrir óvenjulega hönnun.
 
Við skiljum farangurinn eftir á hótelinu og förum svo fótgangandi í skoðunarferð um borgina með fararstjóra þar til herbergin eru reiðubúin. Hótelið sjálft er umkringt kínverskum veitingastöðum og á næstu grösum er mikið um leikhús, bari og skemmtistaði, en Birmingham er þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf. Héðan komu jú hljómsveitirnar Led Zeppelin, Black Sabbath, ELO og Duran Duran.

 
 
25. nóvember           Frjáls dagur – jólamarkaður – Birmingham Library

Í dag er tilvalið að njóta jólastemningarinnar og bregða Jólamarkaðursér á þýska jólamarkaðinn í Birmingham. Þessi markaður er tvískiptur, en sá hluti hans sem liggur eftir aðal verslunargötunni er að þýskri fyrirmynd frá vinaborginni Frankfurt. Þar má t.d. gæða sér á Glühwein og Bratwurst innan um ýmsar vörur. Hinn hluti markaðarinns við Birmingham Library hefur meira af handverki frá heimamönnum í bland við vörur frá ýmsum heimsins löndum.
 
Hér má gæða sér á góðgæti af svæðinu, eins og ostum, sælgæti, öli og pylsum. Á svæðinu er líka að finna parísarhjól og skautasvell. Birmingham Library er ein merkasta nýbyggingin og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína. Vert er að skoða þessa skemmtilega hönnuðu byggingu, njóta útsýnisins frá þakgarðinum og jafnvel kíkja á kaffihúsið á staðnum.

 
 
26. nóvember           Frjáls dagur – Birmingham Rag Market

Aðeins steinsnar frá hótelinu er Birmingham Rag market Birmingham Rag Market og á þeim markaði er aldeilis líf og fjör á laugardögum. Á útimarkaðinum má finna fjölbreytta matvöru, aðallega grænmeti, ávexti og osta, en eins og nafnið bendir til er líka selt mikið úrval af fataefnum af ýmsu tagi. Við hlið útimarkaðarins er markaðshöll sem minnir um margt á Kolaportið. Þar gefur að líta allskonar muni og klæðnað á ótrúlegu verði. Bullring verslunarmiðstöðin stendur þarna á móti, en þessi glæsilega verslunarmiðstöð með sinni nútímahönnun er áfangastaður útaf við sig. Framúrstefnuleg bygging járnbrautarstöðvarinnar hýsir einnig verslunarmiðstöð á sínum efri hæðum, svo kaupglaðir ættu að vera kátir á þessu svæði.

 
 
27. nóvember           Frjáls dagur – söfn

Fjölda glæsilegra safna er að finna í borginni. Við mælum sérstaklega með National Sea Life Center sædýrasafninu. Það er áhugavert safn fyrir unga sem aldna, með fjölmargar tegundir af sjávardýrum sem koma manni fyrir sjónir eins og gangi maður á sjávarbotni. Í umhverfi safnsins má sjá gömlu skipaskurðina sem áður fyrr voru notaðir til að flytja vörur og hráefni fyrir iðnaðarfyrirtækin. Í dag er gaman að rölta meðfram þessum huggulegu síkjum. Tilvalið er að rölta frá Sædýrasafninu meðfram síkinu niður að Gas street basin og fara þar á kaffi- eða veitingahús. Óhætt er að mæla með Birmingham museum, sem er í senn listasafn, borgarminjasafn og iðnaðarsögusafn, en iðnaðarsaga borgarinnar er sérstaklega merkileg. Einnig má benda á Think Tank vísindasafnið, nú eða leikfangalestarsafnið „Wonderful World“.

 
 
28. nóvember           Heimferð frá Birmingham

Eftir skemmtilegar upplifanir undanfarinna daga verður ekið til flugvallar. Brottför þaðan kl. 12:25 og lending í Keflavík kl. 15.10 að staðartíma.

 


 
Gist verður á Ibis Hotel Birmingham City

sem er staðsett miðsvæðis í Birmingham, í göngufæri við Bullring verslunarmiðstöðina, jólamarkaðinn og útimarkaðinn, leikhús, söfn og veitingastaði. Á hótelinu, sem er 3ja stjörnu, eru 159 nútímaleg herbergi af hóflegri stærð með baði, sjónvarpi, síma, ókeypis nettengingu, hárþurrku og aðstöðu til að hita sér kaffi eða te á hverju herbergi.


 
 
 
Verð: 109.900 kr.á mann í tvíbýli.           Skoðunarferð um Birmingham innifalin!

Aukagjald fyrir einbýli er 31.100 kr.

 Jólamarkaður 
 
 
Innifalið:
 

• Flug með Icelandair til Birmingham og flugvallaskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði í 4 nætur.
• Morgunverður.
• Ferðir milli flugvallar og hótels í Birmingham.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir á söfn, í hallir og kirkjur. Hádegis- og kvöldverðir. Þjórfé.
 
 
 
 
 
 
 
 Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 

 

Tengdar ferðir