Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
27. nóvember           Flug til München & VínarborgSkoðunarferð um Vínarborg

Brottför frá Keflavík kl 7.20. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12.05 að staðartíma. Þaðan verður ekið rakleiðis til Vínarborgar og gist í 5 nætur. Við komum á hótelið síðla dags.

 
 
28. nóvember           Skoðunarferð um Vínarborg

Vín er mikil lista- og menningarborg með um 1,7 milljónir íbúa. Í dag verður farið í skoðunarferð með innlendum leiðsögumanni um þessa glæsilegu höfuðborg Austurríkis og helstu byggingar, hallir og garðar skoðaðir. Lítum inn í Stephans dómkirkjuna og förum að hinu þekkta Hundertwasser húsi. Einnig gefst frjáls tími til að að kanna líf borgarbúa og aðventumarkaði borgarinnar.

 
 
29. nóvember           Schönbrunn höllinSchönbrunn höllin

Eftir morgunverð verður farið að Schönbrunn höllinni, sem byggð var á árunum 1692–1780 sem sumarhöll Mariu Theresiu keisaraynju og fjölskyldu. Höllin, sem er með fallegustu síðbarokkhöllum Evrópu, var einnig notuð af öðrum Habsborgurum. Hægt verður að fara inn í höllina eða skoða aðventumarkaðinn sem er við höllina. Þar eru gosbrunnar í barokkstíl, Gloriette heiðursminnisvarði herliðs keisarans, kaffihús og minjagripaverslanir. Eftir það verður frjáls tími inni í borg.

 
 
30. nóvember           Aðventustemning í Vínarborg

Í dag verður frjáls dagur til að skoða sig um í borginni og er t.d. hægt að fara í ferð með hestakerru um borgina, fara á söfn, í skoðunarferð um óperuhúsið og fá sér kaffi og Sachertertu. Mikil stemning er við aðventumarkaðinn við ráðhúsið sem er með fallegustu ráðhúsbyggingum í Evrópu.

 

1. desember           BratislavaBratislava

Dóná rennur um gömlu konungsborgina Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, sem er stærsta borg landsins, en þangað er förinni heitið í dag. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð um borgina sem státar af fögrum byggingum, höllum og kirkjum. Eftir það verður frjáls tími til að fá sér hressingu og líta á jólamarkaðinn. Eftir skemmtilegan dag í Bratislava verður ekið aftur til Vínarborgar.

 
 
2. desember           Vínarborg & St. Johann í Tíról

Nú er dvöl okkar í Vínarborg á enda og við ökum fallega leið til St. Johann í Tíról sem er yndislegur bær í hjarta Kitzbüheler Alpanna. Við gistum í St. Johann í 2 nætur en á leiðinni þangað verður stoppað í Salzburg til að fá sér hressingu og kanna líf bæjarbúa á aðventunni.

 
 
3. desember           St. Johann & KufsteinKufstein

Tökum því rólega fram undir hádegi í St. Johann, en þá verður ekið til Kufstein. Þar förum við upp í kastalann, en útsýnið þaðan yfir bæinn og nærliggjandi sveitir er ægifagurt. Þar er að finna Hetjuorgelið, stærsta útiorgel heims. Spilað er á orgelið fyrir neðan kastalann þar sem nótnaborðið er, en pípur orgelsins eru upp í turni. Í Kufstein er einnig jólamarkaður og merkilegt safn.

 
 
4. desember           Heimferð

Eftir ljúfa ferð og góðan morgunverð er ekið til München og þaðan flogið heim. Brottför kl. 13.05 og lending í Keflavík kl.16.00 að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
  
 
Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 29.900 kr.

 
 Aðventuveisla í Vín
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu. Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Aðgangseyrir að Schönbrunn höllinni ca. € 15. Skoðunarferð um óperuhúsið í Vín ca. € 7. Ferð í hestakerru um Vínarborg fer eftir tímalengd. 20 mín ca. € 11. Kufstein virkið ca € 10.

 

 

 
 
Ferðaskilmálar Bændaferða

 

Tengdar ferðir
Póstlisti