Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
4. desember           Flug til München - Aðventan í Brixen í Suður-Tíról

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. Brixen fyrir brottför. Lending í München kl. 12.05 að staðartíma (+ 2 klst. tímamismunur). Þaðan verður ekin fögur leið suður á bóginn, yfir Brennerskarð til Brixen, sem er ein af perlum Suður-Tíról á Ítalíu. Þegar við höfum komið okkur fyrir á hóteli, förum við í stutta göngu inn á dómkirkjutorgið þar sem jólamarkaður borgarinnar er í allri sinni dýrð. Hann er opinn til kl 19.00, en þá passar líka að rölta í kvöldverð á hótelinu okkar.

 
 
5. desember           Trento - Veróna

Við kveðjum Brixen, en á leið okkar til Veróna verður stoppað í borginni Trento til að fá sér hressingu og líta á aðventumarkað hennar. Veróna er ein fallegasta og elsta borg Norður-Ítalíu. Þessi borg menningar og lista er á minjaskrá UNESCO. Hún er eflaust frægust fyrir að vera sögusvið leikrits Shakespeares um Rómeó og Júlíu. Þar er líka Arena, þriðja stærsta hringleikahús veraldar. Hér hjálpast menning, einstakar byggingar og notalegur aðventublær við að koma okkur í gott jólaskap. Gist verður á hóteli í 4 nætur í göngufæri við Paizza Bra torgið.

 
 
6. desember           Aðventublær í Veróna - Helgimyndir í Arena

Í dag förum við í skemmtilega skoðunarferð um borgina Helgimyndir í Arenaog byrjum á undurfögru torgi Piazza Bra. Fyrir utan rómversku Arenuna blasir við mikil jólastjarna sem er eins og halastjarna út úr einni hlið hringleikahússins. Þar inni er töfrandi sýning með um 400 helgimyndum af ýmsum gerðum sem sýna fæðingu frelsarans. Þær eru fengnar að láni frá alþjóðlegum söfnum víðsvegar í heiminum. Við dáumst að listaverkunum áður en við höldum áfram skoðunarferðinni sem endar á torginu Piazza Signori. Það er með glæsilegan aðventumarkað við elsta ráðhús borgarinnar. Þar eru um 60 litlir, snotrir kofar sem bjóða upp á fallegt handverk, jólaskraut, steiktar pylsur og jólaglögg að hætti íbúa í Nürnberg í Þýskalandi en hann er vinabær Veróna.

 
 
7. desember           Arco og Riva del Garda - Sigling til Malcesine

Við hefjum þennan spennandi dag í Arco með sínum töfrandi kastala sem gnæfir yfir bæinn við norðurenda Gardavatnsins. Þar er einn fallegasti jólamarkaður Trentino héraðsins. Síðan verður ekið til Riva del Garda sem er einn vinsælasti ferðamannabærinn við vatnið og heillandi á aðventunni. Þar er upplagt að fá sér hressingu og anda að sér fegurð umhverfisins áður en farið verður í aðventusiglingu á Gardavatni til Malcesine. Sá bær er einnig hrífandi og eitt sérkenni hans er rauður dregill á götum bæjarins á aðventunni. Rútan bíður okkar þar og ekur okkur aftur til Veróna, en á leiðinni þangað verður farið í skemmtilega vínsmökkun hjá Tommasi í Valpolicella héraðinu sem er í nágrenni Veróna.

 
 
8. desember           Rólegur dagur í VerónaJólaskraut

Í dag verður frjáls dagur í Veróna. Við ætlum að njóta dagsins og skoða þessa töfrandi borg betur. Það er upplagt að líta inn til kaupmanna borgarinnar sem eru ófáir og auðvitað með viðkomu á aðventumarkaði borgarinnar. Víða eru aðventustandar með eitt og annað spennandi sem gaman er að skoða. Jólastemning ríkir um alla borgina.

 
 
9. desember           Veróna - München

Eftir ljúfa daga í Veróna verður ekið til München í Þýskalandi, heillandi borgar sem er ein merkasta menningar- og listaborg Þýskalands. Helsta kennileiti borgarinnar er gotneska dómkirkjan með laukturnunum tveimur, Marienkirche. Á torginu Marienplatz er eitt fallegasta ráðhús landsins og töfrandi jólamarkaður, sá stæsti í borginni. Úr turni ráðhússins hljómar ægifagurt klukknaspil 2 sinnum á dag. Hér er mikil aðventustemming og reyndar um alla borg. Förum í stutta skoðunarferð um borgina áður en farið verður á hótel þar sem gist verður síðustu 2 næturnar.

 

10. desember           Aðventan í München - frjáls tími

München er sérstaklega heillandi á aðventunni og margir Ráðhúsið í Münchenjólamarkaðir víða um borgina. Nú er upplagt að skoða sig betur um í borginni á eigin vegum. Líta inn á kaupmenn borgarinnar sem eru fjölmargir og hvarvetna eru hugguleg kaffi- og veitingarhús.

 
 
11. desember           Heimferð

Eftir glæsilega og skemmtilega aðventuferð er komið að ferðalokum. Brottför frá München er kl. 13.05 og lending í Keflavík kl.16.00. að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
  
 
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 39.900 kr.

 
 Ítölsk jólakaka
 
Innifalið í þátttökugjaldinu: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu
• Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Siglingar og vínsmökkun. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Aðgangur að hringleikahúsinu í Veróna ca. € 8. Sigling á Gardavatni, ca. € 13. Vínsmökkun hjá Tommasi í Valpolicella héraðinu ca. € 10.

 

 Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 

 

Tengdar ferðir