Wanderhotel Rita

Wanderhotel Rita

Hotel Rita er glæsilegt fjölskyldurekið 4* heilsuhótel í austurrískum stíl. Herbergin eru hlýlega innréttuð með svölum, baði / sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, þráðlausri nettengingu, síma og öryggishólfi. Morgunverðarhlaðborðið er fjölbreytt, kvöldverðurinn samanstendur af 6 rétta matseðli ásamt salatbar og endar á osta- og eftirréttahlaðborði. Síðdegis býður hótelið upp á létta smárétti ásamt sætmeti. Engir drykkir eru innifaldir. Eftir góða gönguferð er kærkomið að slappa af í heilsulind hótelsins, en þar er að finna nokkrar tegundir gufubaða og innisundlaug. Aðgangur er innifalinn og fá gestir slopp, baðhandklæði og inniskó til afnota, en hægt er að panta sér ýmsar heilsu- og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er hægt að fá leigðan ýmsan útbúnað fyrir gönguferðir, s.s. göngustafi, bakpoka, drykkjarflöskur og púlsúr. Jafnframt er hjólaleiga á hótelinu.