Go to navigation .
Í þessari ferð verður gist á 4* hótelinu Park Hotel Bellevue í bænum Toblach. Hótelið á sér einstaka sögu, byggt 1902 og er enn í eigu sömu fjölskyldu. Hótelið er eitt af fyrstu hótelunum sem byggð voru í dalnum og státar af fallegri staðsetningu með útsýni yfir hinn tignarlega Dólómíta fjallgarð og tindana þrjá. Auðvelt er að komast á gönguskíðasvæðið þar sem ein af göngubrautunum liggur beint aftan við hótelið. Jafnframt tekur einungis nokkrar mínútur að ganga að skíðagöngumiðstöðinni.
Hægt er að ganga (10-15 mín.) í gamla miðbæinn en einnig er hægt að taka strætó sem stoppar fyrir utan hótelið. Herbergin á hótelinu eru öll með sturtu/baði, síma, sjónvarpi, öryggishólfi og hárblásara. Á hótelinu er einnig að finna glæsilega heilsulind með sundlaug, ýmsum tegundum af gufuböðum, nuddpotti og fleira þar sem hægt er að slaka á eftir góðan skíðadag. Hægt er að panta nudd og aðrar heilsumeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er skíðageymsla með aðstöðu til að bera á skíðin og hitaherbergi til að þurrka skóna.
Vefsíða hótelsins