Hotel Tirolerhof í Gerlos

Hotel Tirolerhof í Gerlos

Hotel Tirolerhof er huggulegt 4* alpahótel í austurrískum stíl. Hótelið er með 42 hlýleg herbergi sem öll eru með sturtu/baðkeri, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku og síma. Einnig eru þau öll með svölum. Á hótelinu er einnig 350 m² heilsulind með ýmsum tegundum af gufuböðum og hvíldarsvæði þar sem gott er að slaka á og fá sér te eða ávaxtasafa eftir góðan dag í fjöllunum. Einnig er notalegur veitingastaður ásamt bar og sólstofu.

Hótelið er staðsett í bænum Gerlos sem liggur í 1.300 m hæð yfir sjávarmáli.
Stutt ganga er í bæjarkjarnann þar sem finna má verslanir, pósthús og fjölmarga aprés-ski bari. Til að komast að helstu skíðalyftunum á svæðinu má annað hvort taka kláf sem er í göngufæri frá hótelinu eða taka fríu skíðarútuna sem gengur frá hótelinu, einungis 5 mín. akstur.

 
Vefsíða hótelsins