Hotel Kaprunerhof

Hotel Kaprunerhof

Fjölskyldurekna 4* hótelið Kaprunerhof er á kyrrlátum stað í þorpinu Kaprun, vel staðsett fyrir göngu- og hjólaleiðir svæðisins. Boðið er upp á fjögurra rétta kvöldverði með valréttum og morgunverðarhlaðborðið er fjölbreytt með framboði af lífrænum afurðum. Herbergin eru öll með baði/sturtu, hárþurrku, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma, öryggishólfi og minibar. Líkamsræktaraðstaða og heilsulind eru á hótelinu með gufu- og eimbaði, nuddpotti og sundlaug.  Gestir fá baðslopp og inniskó til afnota á meðan á dvölinni stendur. Golfvöllur er í nágrenninu og 25% afsláttur fyrir hótelgesti. Auk þess fá allir gestir fríðindakort sem veitir afslætti af samgöngum og þjónustu á svæðinu. Ókeypis þráðlaust net er á öllu hótelinu.