Hotel Alte Schmiede Hiltpolt

Hotel Alte Schmiede Hiltpolt

Gist verður allar næturnar á 4* hóteli í miðbæ Seefeld, Hótel Alte Schmiede Hiltpolt. Hálft fæði er innifalið, morgunverðarhlaðborðið er vel útilátið og á kvöldin er boðið upp á fimm rétta máltíð ásamt salathlaðborði. Notaleg heilsulind er á hótelinu með sundlaug, sauna, Bio sauna, innrauðum hitaklefa og heitum nuddpotti. Einnig eru sólbekkir og hvíldarherbergi. Herbergin eru öll stílhrein og notalega innréttuð með svölum, baði/sturtu, hárþurrku, síma, sjónvarpi og öryggishólfi. Gestir fá baðslopp til afnota á meðan á dvölinni stendur. Ókeypis þráðlaust net er á hótelinu.

Vefsíða hótelsins