Elsa Guðrún Jónsdóttir

Elsa Guðrún Jónsdóttir

Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur verið í skíðagöngu frá barnsaldri enda komin frá mikilli skíðafjölskyldu og veit hún fátt betra en að fara í skíðin, þjóta af stað og njóta.

Elsa hefur verið sigursæl alla tíð og er hún er margfaldur Íslandsmeistari. Árið 2003 flutti hún erlendis og stundaði nám við skíðamenntaskóla í Noregi í 3 ár. Eftir pásu vegna náms og barneigna fór hún á fullt aftur og tók þátt á Heimsmeistaramótinu í Finnlandi árið 2017 og vann t.a.m. undankeppnina inn á mótið. Elsa er fyrsta og eina konan sem hefur farið fyrir Íslands hönd á Ólympíuleika í skíðagöngu en það var árið 2018 í Suður-Kóreu en hún hefur tekið þátt í fjölda annarra móta erlendis.

Elsa hefur verið virk í starfi Skíðagöngufélags Ólafsfjarðar, áður starfaði hún sem skíðakennari barna, en hefur síðustu ár kennt á skíðanámskeiðum á vegum félagsins.




Póstlisti