Inga S. Ragnarsdóttir

Inga S. Ragnarsdóttir

Inga Sigríður Ragnarsdóttir er fædd 1955 í Reykjavík. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1977. Eftir það dvaldi hún um tíma í Noregi en hélt síðan til Þýskalands þar sem hún hóf nám við Akademíuna í München. Þaðan lauk hún burtfararprófi 1987 með Diplóma. Síðan hefur hún unnið að myndlistinni bæði í Þýskalandi og hér á Íslandi. Hún á verk á söfnum eins og Listasafni Íslands og Bæríska Ríkislistasafninu en einnig útiverk á hinum ýmsu opinberu stöðum bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Hún hefur kennt m.a. við Listaháskóla Íslands og við Menntaskólann í Füssen í Þýskalandi.

Inga Sigríður hefur starfað sem leiðsögumaður á Íslandi frá 2000 og útskrifaðist úr Leiðsögumannaskóla Íslands árið 2004. Samanburður á okkar menningu og menningu annara þjóða er eitt af hennar kærustu hugðarefnum og má segja að það speglist í því sem hún er að fást við í dag bæði í listinni og starfi hennar sem fararstjóri.

Inga S. Ragnarsdóttir hefur starfað fyrir Bændaferðir frá árinu 2004. Hún hefur farið í fjölda ferða um mið-Evrópu þar sem hún er á heimavelli en Asía hefur verið hennar kærasta sérsvið frá upphafi. Ferðir Ingu um lönd eins og Indland, Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Búrma, Laos og Japan hafa notið mikilla vinsælda en Kína hefur hún sótt heim á hverju ári, oft tvisvar, síðustu 15 árin. Inga segir töfra Kína vaxa eftir því sem maður kynnist landinu nánar en það hefur heillað hana allt frá því á unglingsárunum.

„Sem myndlistarmaður er maður mikið einn á sinni vinnustofu en í fararstjórahlutverkinu hefur maður einstakt tækifæri að ferðast og upplifa og læra alltaf eitthvað nýtt um menningu og líf annara þjóða, með skemmtilegu og áhugasömu fólki.“



Léttstíg Inga ljúf í sinni,
leiðir oss um borg og torg.
Viðrar sagnir vekur minni,
víkur lemtri þjóðarsorg.

Svo ljóst megum Ingu lofa
hún leiddi okkur um þetta allt
með fróðleik, um fjöll og kofa
og fólkið, sem vann hérna salt.

Umsagnir farþega

Góður fararstjóri, vel undirbúin og með hlýtt viðmót.

Inga er með einstaklega þægilegt viðmót, róleg, brosmild og blandaði geði við alla í hópnum.

Inga er einstaklega jákvæð og hefur góða nærveru. Vel að lesin og skemmtileg.

Inga er mjög áreiðanleg, hefur hlýju og glaðlega nærveru og hún leysir vandamál ef upp koma á hógværan og yfirvegaðan máta. Yndisleg manneskja.

Hún leggur sig 100% fram í starfi. Hún er úrræðagóð og kemur jafn fram við alla – brosið hennar heillaði mig algjörlega.




Póstlisti