Sigrún Sól Ólafsdóttir

Sigrún Sól Ólafsdóttir

Sigrún Sól Ólafsdóttir er fædd árið 1968 á Selfossi þar sem hún ólst upp, en lagðist snemma í ferðalög víða um heim og býr nú ýmist í Berlín eða á Íslandi ásamt þremur sonum sínum.

Sigrún er leikkona, leikstjóri og leiðsögumaður að mennt og starfaði við leiklist í mörg ár. Hún lauk mastersnámi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2012 og fór í framhaldsnám í menningarsamskiptum til Berlínar í Þýskalandi árið 2012 - 2013. Hún rekur nú eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í námskeiðahaldi og leikaravali fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Sigrún starfar einnig sem leiðsögumaður á Íslandi og á Grænlandi, bæði með ensku- og þýskumælandi ferðamenn.

Umsagnir farþega

Mér fannst hún hafa alla þá burði sem frábær fararstjóri þarf að hafa.

Yfirveguð og fróð án þess að ofgera.

Fáguð og alþýðleg.

Skipulögð og skemmtileg.




Póstlisti