Þórhallur Vilhjálmsson

Þórhallur Vilhjálmsson

Þórhallur Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1963. Hann nam markaðsfræði við háskólann í San Francisco og útskrifaðist þaðan árið 1990. Hann hefur starfað að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum bæði hérlendis og í Bandaríkjunum m.a. sem forstöðumaður sölu- og framleiðsluáætlana hjá ISAL í Straumsvík, markaðsstjóri hjá Nýsi hf og markaðsstjóri Portus hf (sem byggði tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna í Reykjavík).

Árin 1990-1992 starfaði hann sem einkaþjónn bandaríska rithöfundarins Danielle Steel og gaf út endurminningabók sína Svínahirðirinn um þá lífsreynslu áratug síðar.

Þórhallur starfaði um árabil sem leiðsögumaður í gönguferðum um hálendi Austurlands fyrir bresku ferðaskrifstofuna High Places en er nú fararstjóri hjá Bændaferðum.

Umsagnir farþega

Þórhallur er bráðskemmtilegur, fræðandi og vel að sér um land, sögu og náttúru sem hvetur til frekari þekkingar á landi og þjóð. Þægilegur í alla staði, tillitsamur en þó fylginn sér.

Þægilegur, mjög þjónustulipur, hugsar vel um farþega, fróður um svæðið sem hann ferðast um ef hann hefur ekki svarið finnur hann það fljótt, fyndinn og skemmtilegur, frábær fararstjóri.

Hann heldur hópnum vel saman, er opinn, hress og skemmtilegur.

Ljúfur, yndislegur, hjálpsamur og skemmtilegur maður. Alltaf til staðar til að aðstoða okkur.

Þórhallur er einstaklega þægilegur maður sem vill allt fyrir alla gera. Hjálplegur, skemmtilegur og 100% í alla staði. Vona að ég eigi eftir að fara með honum aftur.




Póstlisti