Laufey Helgadóttir

Laufey Helgadóttir

Laufey Helgadóttir, listfræðingur og leiðsögumaður býr og starfar í París og Reykjavík. Hún er íslenskum ferðamönnum að góðu kunn, en hún hefur starfað sem fararstjóri í París árum saman og leiðsagt Íslendingum um sjónvíddir og kima borgarinnar.

Hún er öllum hnútum kunnug i borginni og þekkir hana betur en margur annar. Laufey vinnur einnig við leiðsögn á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn á sumrin, en ásamt því hefur hún skrifað greinar um myndlist og unnið við að skipuleggja sýningar, en hún var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árin 2003 og 2005.

Laufey lauk leiðsöguprófi á Íslandi árið 1972 og í Frakklandi 1995 og er þess vegna með leiðsöguréttindi í báðum löndum.

Hér má lesa skemmtilegt viðtal við Laufeyju sem birtist þann 11. mars 2018 á túristi.is.

Umsagnir farþega

Mjög fróð um byggingar og listgreinar.

Frábær fararstjóri með allar upplýsingar og fróðleik um land og þjóð.

Frábær fararstjóri með allar upplýsingar og fróðleik um land og þjóð.

Lagði sig alla fram við að gera sitt besta og þekkti vel til staðarhátta.

Fróð, skipulögð og líka skemmtileg.




Póstlisti