Árni Ingólfsson

Árni Ingólfsson

Árni Ingólfsson er fæddur 1961 í Kópavogi. Hann er vélvirki, vinnur í vélsmiðjunni Héðni hf og sér um gæða- og öryggismál fyrirtækisins.
 
Hann hefur verið félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi um 30 ára skeið og starfar þar með rústaflokki sem er hluti af íslensku alþjóðasveitinni. Útivist hefur hann stundað alla tíð og farið í jeppaferðir, gönguferðir, skíðaferðir og kayakferðir. Fyrstu gönguskíðin eignaðist hann fyrir rúmlega 25 árum.
 
Þess skal einnig getið að Árni er svo sannarlega þúsundþjalasmiður, getur gert við nánast hvað sem er, hefur mikinn áhuga á bílum og er alltaf með nóg af verkefnum í bílskúrnum eða við sumarbústaðinn.
 
Árni hefur farið í gönguskíðaferðir Bændaferða síðan 2005 og hefur verið fararstjóri í ferðunum síðan 2009, ásamt eiginkonu sinni, Írisi Marelsdóttir.
 
Árið 2012 tók hann þátt í lengstu skíðagöngukeppni í heimi, Vasagöngunni í Svíþjóð. Á hverjum vetri fer Árni einnig í ferð um íslenska hálendið á gönguskíðum, honum til mikillar ánægju og yndisauka.
 
Árni er frábær skíðagöngumaður, röggsamur og úrræðagóður.

Umsagnir farþega

Góður félagi kraftmikill og duglegur að leysa vandamál.

Árni er ljúfur fararstjóri, hjálplegur og fljótur í ferðum ef á þarf að halda.

Árni er hjálplegur, ábyrgur fararstjóri og hefur létta lund.

Árni er fullkomlega traustur og maður fyllist öryggi af að ferðast með honum. 




Póstlisti